Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Eigendur vistvænna bíla munu borga þrjá milljarða á næsta ári í nýtt gjald

Eig­end­ur raf­magns­bíla, sem eru að uppi­stöðu tekju­hæstu hóp­ar sam­fé­lags­ins, hafa feng­ið ríf­lega skatta­afslætti á síð­ustu ár­um. Auk þess hef­ur rekst­ur raf­magns­bíla kostað mun minna en annarra, enda hafa þeir ekki greitt fyr­ir af­not af sam­göngu­kerf­inu. Með nýju frum­varpi á að hækka þann rekstr­ar­kostn­að um 84 þús­und krón­ur að með­al­tali á ári.

Eigendur vistvænna bíla munu borga þrjá milljarða á næsta ári í nýtt gjald
Búist við minni notkun Breytingarnar munu gera það dýrara fyrir stóran hóp að nota bíl. Stjórnvöld búast því við að notkun þeirra muni minnka samhliða og draga meðal annars úr sliti á vegum. Það þýði að kostnaður við viðhald muni, yfir lengri tíma, verða minni en ella. Mynd: Shutterstock

Undanfarin ár hefur rafbílaeign stóraukist á Íslandi. Þeir eru nú orðnir rúmlega 20 þúsund á götum landsins. Það sem af er árinu 2023 hafa um 43 prósent allra nýskráðra bíla verið hreinir rafmagnsbílar. 

Það hefur enda verið afar hagkvæmt að kaupa rafmagnsbíla. Ívilnanir hafa verið til staðar til að ýta undir orkuskipti í bílaflotanum sem hafa falið í sér 1.320 þúsund króna endurgreiðslu á virðisaukaskatti þegar slíkir bílar eru keyptir og greiddu engin vörugjöld við kaup á nýjum bíl þar til í lok árs í fyrra þegar vörugjöldin voru hækkuð í fimm prósent. Rafmagnið er líka miklu ódýrari orkugjafi en bensín, sem ber alls kyns vörugjöld og skatta sem gera það að verkum að um helmingur af hverjum seldum bensínlítra endar í ríkissjóði. 

Þau gjöld hafa verið lögð á til að borga fyrir rekstur samgöngukerfisins, meðal annars vegagerð. Á árunum 2010 til 2017, áður en rafbílavæðingin hófst af alvöru, voru …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Auðvita eiga allir sem nota vegakerfið að borga fyrir það eftir notkun.
    Hér um árið hét þetta þungaskattur.
    Allir hugsandi vita að álag á vegakerfið er háð þunga farartækjanna og hve mikið er ekið.
    Hugleiðingar um annað, er einungis til þess að flækja eðlilega gjaldtöku vegna notkunar vega.
    2
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Tími til kominn að rafbíaeigendur leggi eitthvað til samfélagsins.
    0
    • Kristján Guðmundsson skrifaði
      Við erum að draga úr innflutningi á olíu => spara gjaldeyri.
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár