Undanfarin ár hefur rafbílaeign stóraukist á Íslandi. Þeir eru nú orðnir rúmlega 20 þúsund á götum landsins. Það sem af er árinu 2023 hafa um 43 prósent allra nýskráðra bíla verið hreinir rafmagnsbílar.
Það hefur enda verið afar hagkvæmt að kaupa rafmagnsbíla. Ívilnanir hafa verið til staðar til að ýta undir orkuskipti í bílaflotanum sem hafa falið í sér 1.320 þúsund króna endurgreiðslu á virðisaukaskatti þegar slíkir bílar eru keyptir og greiddu engin vörugjöld við kaup á nýjum bíl þar til í lok árs í fyrra þegar vörugjöldin voru hækkuð í fimm prósent. Rafmagnið er líka miklu ódýrari orkugjafi en bensín, sem ber alls kyns vörugjöld og skatta sem gera það að verkum að um helmingur af hverjum seldum bensínlítra endar í ríkissjóði.
Þau gjöld hafa verið lögð á til að borga fyrir rekstur samgöngukerfisins, meðal annars vegagerð. Á árunum 2010 til 2017, áður en rafbílavæðingin hófst af alvöru, voru …
Hér um árið hét þetta þungaskattur.
Allir hugsandi vita að álag á vegakerfið er háð þunga farartækjanna og hve mikið er ekið.
Hugleiðingar um annað, er einungis til þess að flækja eðlilega gjaldtöku vegna notkunar vega.