Fjöldi fólks á flótta í heiminum hefur meira en tvöfaldast á einum áratug. Hann var í kringum 50 milljónir árið 2013 en er nú 114 milljónir og enn sér ekki fyrir endann á fjölguninni. Fjöldi hælisumsókna sem berast íslensku útlendingastofnuninni hefur vaxið í takt við aukinn flóttamannastraum á heimsvísu en fjöldi þeirra sem hafa sótt um hæli hér á landi hefur fjórfaldast á örfáum árum, að megninu til vegna innrásar Rússa í Úkraínu og mikils fjölda Venesúelabúa sem hafa sótt um hæli hér.
Annika Sandlund, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCHR) á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, telur að Ísland, eins og hin Norðurlöndin, hafi burði til þess að takast betur á við flóttamannastrauminn en nú er gert. Hún bendir á að þótt umsóknum um alþjóðlega vernd hér hafi fjölgað verulega á síðustu árum þá sé flóttafólk og hælisleitendur einungis brotabrot af þeim mikla …
Athugasemdir