Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ráðuneytið harmar upplifun réttindagæslumanna

Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­ið full­yrð­ir að ekk­ert óeðli­legt hafi ver­ið á bak við kröf­ur til rétt­inda­gæslu­manns fatl­aðs hæl­is­leit­anda um skýrslu­gjöf, en seg­ist harma upp­lif­un rétt­inda­gæslu­fólks af sam­skipt­um við ráðu­neyt­ið.

Ráðuneytið harmar upplifun réttindagæslumanna
Veitir ekki viðtal Guðmundur Ingi Guðbrandsson hyggst ekki veita viðtal til að bregðast við gagnrýni fjölda réttargæslumanna og samtaka fatlaðra, þess efnis að ráðuneyti hans hafi beitt óeðililegum þrýstingi og höndli hreinlega ekki að fara með stjórn Réttindagæslu fatlaðra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu þykir miður að starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks hafi upplifað þau samskipti með þeim hætti að eitthvað annað hafi legið að baki þeim,“ segir í svari talsmanns ráðuneytisins til Heimildarinnar. Um er að ræða viðbrögð við gagnrýni Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi starfsmanns réttindagæslu fatlaðra, sem greint var frá í síðasta blaði Heimildarinnar. 

Þar lýsti Freyja því sem hún lýsti sem þöggunartilburðum og hræðslutaktík ráðuneytisins í garð hennar og annarra starfsmanna réttindagæslu fatlaðra, sem hefði átt stóran hlut í því að hún ákvað að hætta þar störfum. Freyja vísaði sérstaklega í framgöngu ráðuneytisins í máli Hussein Hussein, írasks hælisleitanda með fötlun, og harkalegra aðfara við brotttvísun hans fyrir ári. Freyja var þá réttindagæslumaður Hussein og gagnrýndi það hvernig yfirvöld neituðu Hussein um bæði mannúðlega meðferð en ekki síst aðstoð hennar, sem réttindagæslumanns.

Viðbrögð ráðuneytisins segir Freyja hafa verið þau að …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
2
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
3
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
4
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár