Fjörutíu og þremur Palestínumönnum hefur verið vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að umsóknir þeirra um alþjóðlega vernd á Íslandi eru ekki teknar til meðferðar hjá íslenskum stjórnvöldum og þeim vísað til baka til þess Evrópulands sem þau ferðuðust frá til Íslands. Sjötíu og tveimur til viðbótar hefur verið vísað úr landi á grundvelli þess að fólkið hafi þegar hlotið vernd annars staðar. Af þessum 115 eru 22 börn. Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar til Heimildarinnar.
Sagt var frá því í morgun að palestínskri móður með sex börn á aldrinum fimm til sautján ára, ásamt 21 árs gamalli dóttur konunnar, hafi í nótt verið flogið til Spánar, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Konan, sem heitir Jawaher Badran, hafði millilent á Spáni á leið sinni með börnin frá Vesturbakkanum, þaðan sem þau flúðu, og til Íslands. Vegna þessa telst Spánn …
Athugasemdir