Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samfylkingin mælist með jafn marga þingmenn og allir stjórnarflokkarnir

Sam­fylk­ing­in mæl­ist áfram sem áð­ur lang­stærsti flokk­ur lands­ins og Vinstri græn mæl­ast með minnst fylgi allra flokka sem eiga sæti á Al­þingi. Hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja gæti mynd­að þriggja flokka stjórn mið­að við stöðu mála í könn­un­um en rík­is­stjórn­in myndi tapa 17 þing­mönn­um og fá jafn marga og Sam­fylk­ing­in.

Samfylkingin mælist með jafn marga þingmenn og allir stjórnarflokkarnir
Formaður Rúmt ár er síðan að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í Samfylkingunni. Síðan þá hefur fylgi flokksins aukist mikið. Frá síðustu kosningum hefur það næstum þrefaldast. Mynd: Sindri Swan

Miðað við niðurstöðu nýjasta þjóðarpúls Gallup væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn skipaða stjórnarandstöðuflokkum ef kosið yrði í dag

Samfylkingin, sem hefur mælst stærsti flokkur landsins allt þetta ár, mælist með 29,1 prósent fylgi sem myndi skila henni 21 þingmanni. Píratar myndu fá 10,2 prósent og vera þriðji stærsti flokkur landsins með sex þingmenn. Viðreisn, sem hefur starfað með Samfylkingu og Pírötum í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu tvö kjörtímabil, mælist svo með 7,5 prósent fylgi sem myndi að óbreyttu skila þeim fimm þingmönnum. Samanlagt mælast því þessir þrír flokkar, sem fengu samtals 26,8 prósent atkvæða og 17 þingmenn í kosningunum haustið 2021, nú með 46,8 prósent fylgi sem myndi skila þeim 32 þingmönnum, og minnsta mögulega meirihluta sem hægt er að hafa á Alþingi. 

Þetta kemur fram í frétt RÚV um niðurstöðu nýjustu könnunar Gallup

21 á móti 21 þingmanni

Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli mánaða og mælist með 20,5 prósent fylgi. Það myndi þýða að þingmannafjöldi flokksins færi úr 17 í 14. Alls hefur flokkurinn tapað tæpum fjórum prósentustigum af fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Það er mun minna en samstarfsflokkar hans í ríkisstjórn. Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, hefur rúmlega helmingast á þeim rúm 25 mánuðum sem liðnir eru frá síðustu kosningum. Þá fengu Vinstri græn 12,6 prósent atkvæða en mælist nú með sex prósent fylgi sem gerir hann að fylgisminnsta flokknum af þeim átta sem eiga nú sæti á þingi. Framsóknarflokkurinn, sem var sigurvegari síðustu kosninga þegar 17,3 prósent kjósenda töldu það besta að kjósa Framsókn, hefur tapað enn meira, næstum tíu prósentustigum, og mælist nú með 7,4 prósent fylgi. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna, sem var 54,4 prósent eftir síðustu kosningar, mælist nú 33,9 prósent. Það er nánast sama hlutfall og styður ríkisstjórnina. Að óbreyttu myndi þingmannafjöldi stjórnarflokkanna fara úr 38 í 21. Af þeim myndi Framsókn einungis fá fjóra og Vinstri græn þrjá, eða jafnmarga þeim ráðherrum sem flokkurinn hefur í ríkisstjórn sem stendur. Þingmannafjölddi ríkisstjórnarflokkanna samanlagt mælist því sá sami og Samfylkingin mælist með.

Fyrir utan Samfylkinguna er Miðflokkurinn sá stjórnarandstöðuflokkur sem hefur bætt við sig mestu fylgi, en það mælist nú 8,6 prósent. Flokkur fólksins er aðeins að hressast í könnunum Gallup og mælist nú með 6,5 prósent, sem er þó minna en hann fékk í kosningunum í september 2021. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 4,1 prósent sem myndi ekki duga honum inn á þing.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ólafur Kristófersson skrifaði
    Þessar skoðanakannanir eru algert rugl, alltaf sama fólkið spurt aftur og aftur, og engir yfir sextugt.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár