Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úrkoma sögð skýringin á hárri grunnvatnsstöðu á Skaganum

Há grunn­vatns­staða á Akra­nesi í sum­ar skýrist lík­lega af tölu­verðri úr­komu á fyrri hluta árs, sam­kvæmt út­tekt verk­fræði­stof­unn­ar Verkís.

Úrkoma sögð skýringin á hárri grunnvatnsstöðu á Skaganum
Akranes Bæjaryfirvöld fengu verkfræðistofuna Verkís til að skoða grunsemdir um óvenju háa grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga og mögulegar orsakir. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum bendir ekki neitt til annars en að há grunnvatnsstaða skýrist af töluvert mikilli úrkomu á fyrri hluta ársins. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Töluvert mikil úrkoma á fyrri hluta ársins er eina skýringin sem finnst fyrir hárri grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga á Akranesi í sumar, samkvæmt niðurstöðum verkfræðistofunnar Verkís, sem Akraneskaupstaður réði til þess að skoða málið. Skýrsla Verkís var birt á vef bæjarins 17. október. 

Heimildin fjallaði í ágústmánuði um grunnvatnsstöðuna á Akranesi, sem hafði verið umtöluð í bænum og valdið sumum íbúum hugarangri. Fasteignaeigendur sem höfðu orðið fyrir vatns- eða rakatjóni settu það í samhengi við háa grunnvatnsstöðu, sem jafnvel mætti skýra með leka úr lagnakerfum bæjarins.

Veitur réðust í bilanaleit í sínum kerfum í bænum í lok síðasta vetrar og fram á vor og fundu engin merki þess að vatn væri að leka þaðan. Verkís yfirfór niðurstöður Veitna og álítur verkfræðistofan að bilanaleit veitufyrirtækisins hafi verið „nokkuð umfangsmikil“.

Í skýrslu Verkís segir að grunnvatnsstaðan á Neðri Skaga hafi aldrei verið …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár