Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Úrkoma sögð skýringin á hárri grunnvatnsstöðu á Skaganum

Há grunn­vatns­staða á Akra­nesi í sum­ar skýrist lík­lega af tölu­verðri úr­komu á fyrri hluta árs, sam­kvæmt út­tekt verk­fræði­stof­unn­ar Verkís.

Úrkoma sögð skýringin á hárri grunnvatnsstöðu á Skaganum
Akranes Bæjaryfirvöld fengu verkfræðistofuna Verkís til að skoða grunsemdir um óvenju háa grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga og mögulegar orsakir. Samkvæmt fyrstu niðurstöðum bendir ekki neitt til annars en að há grunnvatnsstaða skýrist af töluvert mikilli úrkomu á fyrri hluta ársins. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Töluvert mikil úrkoma á fyrri hluta ársins er eina skýringin sem finnst fyrir hárri grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga á Akranesi í sumar, samkvæmt niðurstöðum verkfræðistofunnar Verkís, sem Akraneskaupstaður réði til þess að skoða málið. Skýrsla Verkís var birt á vef bæjarins 17. október. 

Heimildin fjallaði í ágústmánuði um grunnvatnsstöðuna á Akranesi, sem hafði verið umtöluð í bænum og valdið sumum íbúum hugarangri. Fasteignaeigendur sem höfðu orðið fyrir vatns- eða rakatjóni settu það í samhengi við háa grunnvatnsstöðu, sem jafnvel mætti skýra með leka úr lagnakerfum bæjarins.

Veitur réðust í bilanaleit í sínum kerfum í bænum í lok síðasta vetrar og fram á vor og fundu engin merki þess að vatn væri að leka þaðan. Verkís yfirfór niðurstöður Veitna og álítur verkfræðistofan að bilanaleit veitufyrirtækisins hafi verið „nokkuð umfangsmikil“.

Í skýrslu Verkís segir að grunnvatnsstaðan á Neðri Skaga hafi aldrei verið …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu