Töluvert mikil úrkoma á fyrri hluta ársins er eina skýringin sem finnst fyrir hárri grunnvatnsstöðu á Neðri Skaga á Akranesi í sumar, samkvæmt niðurstöðum verkfræðistofunnar Verkís, sem Akraneskaupstaður réði til þess að skoða málið. Skýrsla Verkís var birt á vef bæjarins 17. október.
Heimildin fjallaði í ágústmánuði um grunnvatnsstöðuna á Akranesi, sem hafði verið umtöluð í bænum og valdið sumum íbúum hugarangri. Fasteignaeigendur sem höfðu orðið fyrir vatns- eða rakatjóni settu það í samhengi við háa grunnvatnsstöðu, sem jafnvel mætti skýra með leka úr lagnakerfum bæjarins.
Veitur réðust í bilanaleit í sínum kerfum í bænum í lok síðasta vetrar og fram á vor og fundu engin merki þess að vatn væri að leka þaðan. Verkís yfirfór niðurstöður Veitna og álítur verkfræðistofan að bilanaleit veitufyrirtækisins hafi verið „nokkuð umfangsmikil“.
Í skýrslu Verkís segir að grunnvatnsstaðan á Neðri Skaga hafi aldrei verið …
Athugasemdir