Killers of the Flower Moon
Hvítir karlmenn giftast til fjár en frumbyggjaleikkonan Lily Gladstone stelur myndinni, sem fjallar um hvernig ofbeldi sem sprettur af rasisma og græðgi hefur þróast úr villta vestrinu yfir í fallandi heimsveldi okkar daga.
Blómtunglið sem vísað er til í titlinum Killers of the Flower Moon vísar í gamla þjóðtrú Osage-ættbálksins um að tunglið drepi blóm í maí – þegar skæðari plöntur taka völdin og útrýma þeim viðkvæmari. En þegar titillinn er útskýrður í myndinni sjálfri blasa við breiður af blómum sem minntu mig mest á lúpínu – og órökrétt heift margra gagnvart þessu blómi speglast sannarlega í órökréttri heift hvíta mannsins gagnvart frumbyggjum Ameríku.
Hér er þó 20. öldin gengin í garð og frumbyggjar farnir að fá einhver lágmarksmannréttindi – sem verður til þess að þegar olía finnst á landi þeirra efnast þeir skyndilega og Osage-ættbálkurinn verður óvænt hálfgerð yfirstétt í Oklahoma. Þannig virðist Scorsese hafa fundið raunverulega sögu þar sem hlutverkunum er umpólað, frumbyggjarnir eru ríkir og bleiknefjarnir fátækir. Að vísu eru alls kyns hömlur settar frumbyggjunum vilji þeir njóta auðs síns, þeir fá fjárráðamann og komið er fram við þá eins …
Athugasemdir