Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mennskar lúpínur

Ás­geir H. Ing­ólfs­son gagn­rýn­andi fór í bíó og gaf kvik­mynd­inni Killers of the Flower moon þrjár og hálfa stjörnu. Í mynd­inni gift­ast hvít­ir karl­menn til fjár en frum­byggja­leik­kon­ar Lily Gladstone stel­ur sen­unni og mynd­inni um of­beldi byggt á ras­isma og græðgi.

Mennskar lúpínur
Sjónvarp & Bíó

Killers of the Flower Moon

Leikstjórn Martin Scorsese
Leikarar Leonardo DiCaprio, Robert De Niro, Lily Gladstone og Jesse Plemons.
206 mínútur
Niðurstaða:

Hvítir karlmenn giftast til fjár en frumbyggjaleikkonan Lily Gladstone stelur myndinni, sem fjallar um hvernig ofbeldi sem sprettur af rasisma og græðgi hefur þróast úr villta vestrinu yfir í fallandi heimsveldi okkar daga.

Gefðu umsögn

Blómtunglið sem vísað er til í titlinum Killers of the Flower Moon vísar í gamla þjóðtrú Osage-ættbálksins um að tunglið drepi blóm í maí – þegar skæðari plöntur taka völdin og útrýma þeim viðkvæmari. En þegar titillinn er útskýrður í myndinni sjálfri blasa við breiður af blómum sem minntu mig mest á lúpínu – og órökrétt heift margra gagnvart þessu blómi speglast sannarlega í órökréttri heift hvíta mannsins gagnvart frumbyggjum Ameríku.

Hér er þó 20. öldin gengin í garð og frumbyggjar farnir að fá einhver lágmarksmannréttindi – sem verður til þess að þegar olía finnst á landi þeirra efnast þeir skyndilega og Osage-ættbálkurinn verður óvænt hálfgerð yfirstétt í Oklahoma. Þannig virðist Scorsese hafa fundið raunverulega sögu þar sem hlutverkunum er umpólað, frumbyggjarnir eru ríkir og bleiknefjarnir fátækir. Að vísu eru alls kyns hömlur settar frumbyggjunum vilji þeir njóta auðs síns, þeir fá fjárráðamann og komið er fram við þá eins …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu