Flestir lesendur barnabóka kannast við Einar Áskel og pabba hans sem áttu saman dásamlega hversdagsleg ævintýri sem hafa heillað fólk um allan heim. Þar kemur mamma Einars aldrei við sögu, utan einu sinni þegar pabbinn hugsar til hennar í bók 25. Þegar Gunilla Bergström, skapari Einars Áskels, var spurð hvar mamma Einars Áskels væri svaraði hún einfaldlega: Ég veit það ekki! Einar Áskell er ekki einn um að eiga ekki mömmu, það er furðualgengt í barnabókum og barnamenningu að mömmur séu fjarverandi.
Samkvæmt rannsókn á stöðu kynjanna í barnabókmenntum er orðið móðir eða mamma algengasta nafnorðið um kvenkyns persónur í barnabókum frá því á 19. öld. En samt eru mömmur furðu lítið sýnilegar í bókum sem eru ætlaðar börnum og þær eru sjaldnast hetjur, hvað þá söguhetjur, í raun eru þær oftast nafnlausar, bera bara heitið mamma. Þær eru ýmist dánar, fjarverandi eða kannski til staðar í blábyrjun en hverfa …
Athugasemdir (1)