Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hvar er mamma þín, Einar Áskell?

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fjar­veru mæðra í barna­bók­mennt­um út frá er­indi sem hún flutti um sama efni á barna­bóka­ráð­stefnu í Gerðu­bergi í mars síð­ast­liðn­um.

Hvar er mamma þín, Einar Áskell?

Flestir lesendur barnabóka kannast við Einar Áskel og pabba hans sem áttu saman dásamlega hversdagsleg ævintýri sem hafa heillað fólk um allan heim. Þar kemur mamma Einars aldrei við sögu, utan einu sinni þegar pabbinn hugsar til hennar í bók 25. Þegar Gunilla Bergström, skapari Einars Áskels, var spurð hvar mamma Einars Áskels væri svaraði hún einfaldlega: Ég veit það ekki! Einar Áskell er ekki einn um að eiga ekki mömmu, það er furðualgengt í barnabókum og barnamenningu að mömmur séu fjarverandi. 

Samkvæmt rannsókn á stöðu kynjanna í barnabókmenntum er orðið móðir eða mamma algengasta nafnorðið um kvenkyns persónur í barnabókum frá því á 19. öld. En samt eru mömmur furðu lítið sýnilegar í bókum sem eru ætlaðar börnum og þær eru sjaldnast hetjur, hvað þá söguhetjur, í raun eru þær oftast nafnlausar, bera bara heitið mamma. Þær eru ýmist dánar, fjarverandi eða kannski til staðar í blábyrjun en hverfa …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásdís Thoroddsen skrifaði
    Ég bendi á könnun Rósu Þorsteinsdóttur á íslenskum ævintýrum, sem virðast vera þau einu í heimi hér, sem geyma minni um góðar stjúpur. Stundum eru þær hálftröll og eiga til að fórna lífi sínu fyrir söguhetjuna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár