Hvar er mamma þín, Einar Áskell?

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir bók­mennta­fræð­ing­ur skrif­ar um fjar­veru mæðra í barna­bók­mennt­um út frá er­indi sem hún flutti um sama efni á barna­bóka­ráð­stefnu í Gerðu­bergi í mars síð­ast­liðn­um.

Hvar er mamma þín, Einar Áskell?

Flestir lesendur barnabóka kannast við Einar Áskel og pabba hans sem áttu saman dásamlega hversdagsleg ævintýri sem hafa heillað fólk um allan heim. Þar kemur mamma Einars aldrei við sögu, utan einu sinni þegar pabbinn hugsar til hennar í bók 25. Þegar Gunilla Bergström, skapari Einars Áskels, var spurð hvar mamma Einars Áskels væri svaraði hún einfaldlega: Ég veit það ekki! Einar Áskell er ekki einn um að eiga ekki mömmu, það er furðualgengt í barnabókum og barnamenningu að mömmur séu fjarverandi. 

Samkvæmt rannsókn á stöðu kynjanna í barnabókmenntum er orðið móðir eða mamma algengasta nafnorðið um kvenkyns persónur í barnabókum frá því á 19. öld. En samt eru mömmur furðu lítið sýnilegar í bókum sem eru ætlaðar börnum og þær eru sjaldnast hetjur, hvað þá söguhetjur, í raun eru þær oftast nafnlausar, bera bara heitið mamma. Þær eru ýmist dánar, fjarverandi eða kannski til staðar í blábyrjun en hverfa …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásdís Thoroddsen skrifaði
    Ég bendi á könnun Rósu Þorsteinsdóttur á íslenskum ævintýrum, sem virðast vera þau einu í heimi hér, sem geyma minni um góðar stjúpur. Stundum eru þær hálftröll og eiga til að fórna lífi sínu fyrir söguhetjuna.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár