Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Draumaheimar

Í frum­raun Kamillu Kjer­úlf sem barna­bóka­höf­und­ar, Leynd­ar­dóm­um Draumarík­is­ins, vinn­ur höf­und­ur út frá snjallri og skemmti­legri hug­mynd um drauma. Sag­an er auð­ug að góð­um hug­mynd­um en bók­in hefði þó styrkst mik­ið með skýr­ari úr­vinnslu á sögu­þræði og per­són­um.

Draumaheimar
Höfundurinn Kamilla Kjerúlf
Bók

Leynd­ar­dóm­ar Draumarík­is­ins

Höfundur Kamilla Kjerúlf
Veröld
227 blaðsíður
Niðurstaða:

Hugmyndarík og spennandi verðlaunabók sem hefði þurft skarpari ritstjórn.

Gefðu umsögn

Draumaheimar eru ein þeirra vídda sem mannlegur skilningur nær ekki enn utan um. Við vitum vissulega ýmislegt um það hvernig heilinn hagar sér í draumi en tilgangur og hin undarlega lógík draumfara eru enn að miklu leyti á huldu, sem gerir þær auðvitað enn meira heillandi fyrir vikið. Í frumraun Kamillu Kjerúlf sem barnabókahöfundar, Leyndardómum Draumaríkisins, vinnur höfundur út frá snjallri og skemmtilegri hugmynd um drauma. Körfuboltastrákurinn Davíð fær höfuðhögg á úrslitastundu í kappleik og þegar hann sofnar um kvöldið er hann hrifinn inn í Draumaríkið, mjúkan og furðulegan skýjaheim. Þar rekst hann á vingjarnlega stúlku, Sunnu, sem útskýrir fyrir honum að hún og aðrir íbúar ríkisins hafi þann starfa að búa til drauma fyrir jarðarbúa úr upplifunum þeirra í vöku. Davíð er þó rétt byrjaður að kynnast þessum ótrúlega stað þegar ill öfl halda innreið sína í heim draumanna og upp á þau Sunnu stendur að bregðast við.

Kamilla hlaut nýverið Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir þessa fyrstu bók sína og lætur vonandi ekki staðar numið hér. Sagan er auðug að góðum hugmyndum og sögusviðið nógu áhugavert til að draga lesandann þangað eftirvæntingarfullan ásamt aðalpersónunni. Bókin hefði þó styrkst mikið með skýrari úrvinnslu á söguþræði og persónum. Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn – nýta sviðsetninguna frekar en samtöl milli aðalpersónanna. Sýna frekar en segja. Textinn hrekkur sums staðar úr gír og höktir. Annars staðar fara upplýsingarnar í óþarfa hringi. Hér er ekki við nýjan höfund að sakast heldur hefði bæði þurft virkari ritstjórn og einfaldlega betri yfirlestur til að lagfæra textann.

„Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn“

Margt er þó vel gert af höfundarins hendi. Sköpun draumanna er hrífandi og mikið gleðispil sem fær svo myrkt mótvægi en allt frá því að martraðaskrímslin ryðjast inn í Draumaríkið er óhugnaðurinn sterkur og ógnin mjög raunveruleg. Ekki er allt sem sýnist í upphafi og sannleikurinn á bak við tilvist Draumaríkisins er flóknari en Davíð virðist þegar hann kemur þangað fyrst. Í sögunni er sömuleiðis mjög vel heppnaður snúningur, eða „tvist“, sem hefur ekki þann tilgang einan að hrista upp í lesandanum heldur ljáir sögunni einnig meiri tilfinningalegan þunga. Sú sem hér skrifar furðaði sig í fyrstu á þeirri ákvörðun höfundar að láta aðalpersónuna flakka milli heimanna tveggja – hversdagslífsins og ævintýranna í Draumaríkinu – frekar en að halda Davíð alfarið inni í ævintýrinu en sú ákvörðun skýrist þegar líður á söguna og gengur vel upp. Samspil heimanna er lykill að sögunni og þá sérstaklega persónulegu ferðalagi Davíðs. 

Hér verður að minnast sérstaklega á fallegar teikningar Jóns Ágústs Pálmasonar af verum, fyrirbærum og stökum hlutum sem birtast á undan hverjum kafla og gera mikið fyrir andrúmsloft bókarinnar. Þær kallast þó ekki á við bókarkápuna og gaman hefði verið að sjá betri heildarútfærslu á útliti. Rétt eins og með söguna sjálfa vantar þar vandaðri áherslur í útgáfunni sjálfri en það verður aftur á móti spennandi að sjá Kamillu stíga næstu skref sem höfundur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár