Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

Draumaheimar

Í frum­raun Kamillu Kjer­úlf sem barna­bóka­höf­und­ar, Leynd­ar­dóm­um Draumarík­is­ins, vinn­ur höf­und­ur út frá snjallri og skemmti­legri hug­mynd um drauma. Sag­an er auð­ug að góð­um hug­mynd­um en bók­in hefði þó styrkst mik­ið með skýr­ari úr­vinnslu á sögu­þræði og per­són­um.

Draumaheimar
Höfundurinn Kamilla Kjerúlf
Bók

Leynd­ar­dóm­ar Draumarík­is­ins

Höfundur Kamilla Kjerúlf
Veröld
227 blaðsíður
Niðurstaða:

Hugmyndarík og spennandi verðlaunabók sem hefði þurft skarpari ritstjórn.

Gefðu umsögn

Draumaheimar eru ein þeirra vídda sem mannlegur skilningur nær ekki enn utan um. Við vitum vissulega ýmislegt um það hvernig heilinn hagar sér í draumi en tilgangur og hin undarlega lógík draumfara eru enn að miklu leyti á huldu, sem gerir þær auðvitað enn meira heillandi fyrir vikið. Í frumraun Kamillu Kjerúlf sem barnabókahöfundar, Leyndardómum Draumaríkisins, vinnur höfundur út frá snjallri og skemmtilegri hugmynd um drauma. Körfuboltastrákurinn Davíð fær höfuðhögg á úrslitastundu í kappleik og þegar hann sofnar um kvöldið er hann hrifinn inn í Draumaríkið, mjúkan og furðulegan skýjaheim. Þar rekst hann á vingjarnlega stúlku, Sunnu, sem útskýrir fyrir honum að hún og aðrir íbúar ríkisins hafi þann starfa að búa til drauma fyrir jarðarbúa úr upplifunum þeirra í vöku. Davíð er þó rétt byrjaður að kynnast þessum ótrúlega stað þegar ill öfl halda innreið sína í heim draumanna og upp á þau Sunnu stendur að bregðast við.

Kamilla hlaut nýverið Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir þessa fyrstu bók sína og lætur vonandi ekki staðar numið hér. Sagan er auðug að góðum hugmyndum og sögusviðið nógu áhugavert til að draga lesandann þangað eftirvæntingarfullan ásamt aðalpersónunni. Bókin hefði þó styrkst mikið með skýrari úrvinnslu á söguþræði og persónum. Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn – nýta sviðsetninguna frekar en samtöl milli aðalpersónanna. Sýna frekar en segja. Textinn hrekkur sums staðar úr gír og höktir. Annars staðar fara upplýsingarnar í óþarfa hringi. Hér er ekki við nýjan höfund að sakast heldur hefði bæði þurft virkari ritstjórn og einfaldlega betri yfirlestur til að lagfæra textann.

„Hæglega hefði mátt stytta hana og ydda, þá sérstaklega fyrri helminginn, og draga upp sterkari mynd af Draumaríkinu í þeim hluta bókarinnar þar sem verið er að kynna söguheiminn“

Margt er þó vel gert af höfundarins hendi. Sköpun draumanna er hrífandi og mikið gleðispil sem fær svo myrkt mótvægi en allt frá því að martraðaskrímslin ryðjast inn í Draumaríkið er óhugnaðurinn sterkur og ógnin mjög raunveruleg. Ekki er allt sem sýnist í upphafi og sannleikurinn á bak við tilvist Draumaríkisins er flóknari en Davíð virðist þegar hann kemur þangað fyrst. Í sögunni er sömuleiðis mjög vel heppnaður snúningur, eða „tvist“, sem hefur ekki þann tilgang einan að hrista upp í lesandanum heldur ljáir sögunni einnig meiri tilfinningalegan þunga. Sú sem hér skrifar furðaði sig í fyrstu á þeirri ákvörðun höfundar að láta aðalpersónuna flakka milli heimanna tveggja – hversdagslífsins og ævintýranna í Draumaríkinu – frekar en að halda Davíð alfarið inni í ævintýrinu en sú ákvörðun skýrist þegar líður á söguna og gengur vel upp. Samspil heimanna er lykill að sögunni og þá sérstaklega persónulegu ferðalagi Davíðs. 

Hér verður að minnast sérstaklega á fallegar teikningar Jóns Ágústs Pálmasonar af verum, fyrirbærum og stökum hlutum sem birtast á undan hverjum kafla og gera mikið fyrir andrúmsloft bókarinnar. Þær kallast þó ekki á við bókarkápuna og gaman hefði verið að sjá betri heildarútfærslu á útliti. Rétt eins og með söguna sjálfa vantar þar vandaðri áherslur í útgáfunni sjálfri en það verður aftur á móti spennandi að sjá Kamillu stíga næstu skref sem höfundur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Útilokaði Jón til að koma í veg fyrir „óþarfa tortryggni“
6
Fréttir

Úti­lok­aði Jón til að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“

Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hafa lok­að fyr­ir að Jón Gunn­ars­son kæmi að með­ferð hval­veiði­mála til þess að koma í veg fyr­ir „óþarfa tor­tryggni“. Þetta gerði Bjarni sama dag og leyni­leg­ar upp­tök­ur fóru í dreif­ingu þar sem son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns seg­ir að Jón hafi þeg­ið 5. sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins gegn því að kom­ast í stöðu til að vinna að hval­veiðium­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár