Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vilja komast að sannleikanum og biðja þolendur séra Friðriks afsökunar

KFUM og KFUK hafa feng­ið fé­lags­ráð­gjafa og prest til liðs við sig til að taka á móti sög­um þo­lenda séra Frið­riks Frið­riks­son­ar, stofn­anda sam­tak­anna.

Vilja komast að sannleikanum og biðja þolendur séra Friðriks afsökunar
Séra Friðrik og drengurinn Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM árið 1899. Hann lést árið 1961. Nokkrum árum fyrr hafði verið reist af honum stytta við Lækjargötu. Mynd: Shutterstock

KFUM og KFUK, Valur og þau félög önnur sem kennt hafa sig við séra Friðrik Friðrikssonar „eru fjöldahreyfing fólks sem upplifir nú sorg,“ segir í nýrri yfirlýsingu frá KFUM og KFUK vegna áreitnismála sem tengjast séra Friðrik. Félögin vilja „horfast í augu við sögu sína, hversu sár sem hún kann að reynast,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. „Hluti af því er að stuðla að því sannleikurinn komi upp á yfirborðið, meðal annars svo hægt sé að biðja brotaþola afsökunar.“

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók um ævi og störf séra Friðrik frá áreitni sem karlmaður sem nú er á áttræðisaldri varð fyrir af hálfu Friðriks er hann var barn. Áreitnin fólst í káfi, m.a. á kynfærum. Maðurinn segir fleiri sem voru samferða honum í starfi KFUM hafa greint frá svipuðu.

KFUM og KFUK vilja „opna leið fyrir þá eða þau sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu sr. Friðriks“, eða hafa beinar heimildir um slíkt t.d. frá nánum ættingja, til að koma fram með þá reynslu sína, segir í yfirlýsingunni.  „Þekking samtímans segir okkur hve mikilvægt það er fyrir velferð þeirra einstaklinga sem í hlut eiga að bera ekki slíkar byrðar í hjarta sér.“

Forysta KFUM og KFUK hefur því leitað til Sigrúnar Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Bjarna Karlssonar prests um að taka á móti sögum þolenda. Bæði hafa þau langa reynslu af sálgæslu og af vinnu með þolendum að úrlausn sinna mála. Bjarni þekkir jafnframt til starfs KFUM og KFUK án þess að hafa gegnt neinni trúnaðarstöðu innan þeirra.

Samtökin segja að fyllsta trúnaðar verði gætt við þau sem til þeirra leita og að þolendum bjóðist jafnframt áfram að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs sé það þeim auðveldara.

Hægt er að hafa samband við Sigrúnu í gegnum netfangið sigjul@hi.is eða í síma 891 7638 og við Bjarna í gegnum netfangið bjarni@hafsal.is eða í síma 820 8865.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
4
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
5
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár