Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Mál stöðvarstjórans á Tene: MAST ætlar að gera kröfu um viðveru á staðnum

Karl Stein­ar Ósk­ars­son, deild­ar­stjóri Fisk­eld­is hjá MAST, seg­ir að ekk­ert í lög­um og regl­um kveði á um bú­setu stöðv­ar­stjóra lax­eld­is­fyr­ir­tækja á staðn­um. Hann seg­ir að mál stöðv­ar­stjóra Arctic Fish á Pat­reks­firði sýni hins veg­ar að gera þurfi aukn­ar kröf­ur um að starfs­menn sem sinni eft­ir­lit með sjókví­um sé á staðn­um.

Mál stöðvarstjórans á Tene: MAST ætlar að gera kröfu um viðveru á staðnum
Skoða lagabreytingar til að tryggja betra eftirlit Matvælastofnun skoðar nú lagabreytingar til að tryggja að sjókvíaeldisfyrirtækin hafi betra eftirlit með sjókvíunum sem þau reka. Mynd: Aðalsteinn Kjartansson

„Okkur finnst þetta vissulega sérkennilegt. Við höfum heyrt af þessu og þetta er almannarómur á Patreksfirði og þarna fyrir vestan. En við getum ekki gert kröfu um það að stöðvarstjórar séu staðsettir á hverjum degi á eldissvæðunum,“ segir Karl Steinar Óskarsson, deildarstjóri fiskeldis hjá Matvælastofnun (MAST), aðspurður um hvað stofnuninni finnist um það að stöðvarstjóri sjókvíaeldis hjá Arctic Fish á Patreksfirði, Ísak Óskarsson, hafi verið búsettur á Tenerife meðan hann hefur gegnt starfinu. Heimildin greindi frá þessu í dag. „Það stendur ekkert um þetta í lögum og reglum hvar stöðvarstjórinn á að vera staðsettur,“ segir Karl Steinar. 

Ein afdrifaríkasta slysaslepping í sögu íslensks laxeldis átti sér stað hjá Arctic Fish á Patreksfirði í sumar þegar gat kom á sjókví fyrirtækisins. Að minnsta kosti 3500 eldislaxar sluppu úr eldiskvínni og hafa þessir laxar synt upp í ár víðs vegar um landið. Fjöldamótmæli, skipulögð af náttúruverndarsamtökum og hagsmunaaðilum í laxveiði, voru haldin á Austurvelli fyrr í haust til að bregðast við slysasleppingunni og mótmæla sjóakvíaeldinu. 

„Ég held ég geti fullyrt það að á öllum öðrum eldissvæðum á Íslandi er stöðvarstjórinn staðsettur á staðnum.“
Karl Steinar Óskarsson,
deildarstjóri fiskeldis hjá MAST

Skoða lagabreytingar til að tryggja betra eftirlit

Karl Steinar segir að hins vegar sé MAST að skoða að gera ríkari kröfur um það í framtíðinni að stöðvarstjórar laxeldisfyrirtækja séu búsettir og staðsettir á þeim stöðum þar sem kvíarnar sem þeir hafa yfirumsjón með eru. „Ég held ég geti fullyrt það að á öllum öðrum eldissvæðum á Íslandi er stöðvarstjórinn staðsettur á staðnum.

Uppbygging Arctic Fish er þannig að yfir fyrirtækinu er forstjóri, Stein Ove-Tveiten, sem er staðsettur á Ísafirði. Svo er einn eldisstjóri sem er yfir sjókvíaeldinu sem einnig er staðsettur á Ísafirði. Undir honum er svo stöðvarstjóri sem er yfir hverri eldisstöð eða eldinu í hverjum firði. Á Patreksfirði er þetta Ísak Óskarsson. Stöðvarstjórinn er því eins konar útibússtjóri, eða verkstjóri, í viðkomandi firði. 

Karl Steinar segir að lögfræðingar MAST séu að athuga hvað hægt sé að gera innan ramma laganna til að tryggja viðveru stöðvarstjóra á því laxeldissvæði sem viðkomandi stýrir. „Við erum að kanna hvort við höfum lögfræðilegar heimildir til þess að fara fram á þetta. Við ætlum að koma því áleiðis að ákvæði um viðveru stöðvarstjóra verði komið inn í næstu lagabreytingar um laxeldið sem er í vinnslu. Manni finnst það vera skynsamlegast. Þetta ætti að vera skilyrði

Lögreglurannsókn stendur yfir 

Nú stendur yfir lögreglurannsókn á slysasleppingunni sem snýst meðal annars um eftirlitsleysi með kvínni sem gat kom á. Fóðurvél var skilin eftir í kvínni og gataði hana með þeim afleiðingum sem eldislaxarnir sluppu út. Arctic Fish sinnti ekki neðansjávareftirliti með kvínni sem skyldi þar sem netið í henni undir yfirborðinu hafði ekki verið kannað í 95 daga áður en gatið uppgötvaðist. Samkvæmt vinnureglum á að framkvæmda neðansjávareftirlit á að minnst kosti 60 daga fresti. Auk þess var ekki viðhöfð ljósastýring í kvínni sem gerði það að verkum að fiskurinn varð kynþroska í meira mæli en átti að verða. Kynþroska fiskur getur frekar blandast við villta laxastofna ef hann sleppur. 

Samkvæmt því sem Karl Steinar segir þá getur lögreglurannsóknin á Arctic Fish ekki snúist um þetta með beinum hææti þar sem ekki er ákvæði um þetta í núgildandi lögum um fiskeldi. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Þetta er einfalt, rekstrarleyfi Arctic fish er útrunnið, verði ekki endurnýjað.
    0
  • Konráð Gíslason skrifaði
    Þetta er með ólíkindum! Ekkert eftirlit. Stöðvarstjórinn að taka af sér tásumyndir með mojito í annari hendinni.
    Já banana stjórnsýslan lætur ekki að sér hæða!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár