Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

KFUM vill ekki „breiða yfir sannleikann“ um séra Friðrik

For­ysta KFUM og KFUK seg­ist brugð­ið að heyra af vitn­is­burði manns um að séra Frið­rik Frið­riks­son, sem stofn­aði sam­tök­in á Ís­landi, hafi leit­að á hann.

KFUM vill ekki „breiða yfir sannleikann“ um séra Friðrik
Presturinn og æskulýðsforinginn Séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM, Val og Hauka.

„Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu frá forystu KFUM og KFUK vegna uppljóstrana um kynferðisofbeldi séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna, gegn ungum dreng. Maðurinn, sem er um áttrætt í dag, greindi Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi frá reynslu sinni og er hún rakin í nýútkominni bók Guðmundar, Séra Friðrik og drengirnir hans.

„Okkur í forystu KFUM og KFUK er brugðið við að heyra frásögn um að sr. Friðrik hafi brugðist trausti þeirra sem hann starfaði fyrir. Það hryggir okkur meira en orð fá lýst,“ segir í yfirlýsingunni.

Í henni er rakið hvaða kröfur séu í dag gerðar til þeirra sem koma að starfi með börnum og ungmennum á vettvangi samtakanna. „Þau sem starfa á okkar vegum þurfa að standast ítarlega bakgrunnsathugun og fá einnig þjálfun og uppfræðslu um siðareglur, barnavernd og mörk í samskiptum.“

Hafi einstaklingar orðið fyrir kynferðislegu áreiti eða ofbeldi á vettvangi KFUM og KFUK hvetur forysta samtakanna viðkomandi til að tilkynna um það, hversu langt sem liðið er. Það má t.d. gera með því að hafa samband við samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. https://www.samskiptaradgjafi.is/

Sendi unglingi ástarbréf

Séra Friðrik var dýrkaður og dáður æskulýðsforingi. Hann stofnaði KFUM árið 1899 eftir að hann kom heim úr námi í Danmörku þar sem hann hafði kynnst starfi samtakanna. 

SagnfræðingurGuðmundur Magnússon, höfundur bókarinnar um Friðrik, greindi frá frásögn áttræðs manns, er séra Friðrik beitti ofbeldi, í Kiljunni.

Ástæða þess að Guðmundur hóf að skoða ævi og störf Friðriks má að hans sögn rekja til bréfa sem hann fann er hann var að rita ævisögu annars manns, Eggerts Claessen. Um var að ræða gömul sendibréf frá Friðriki til Eggerts sem rituð voru á árunum 1890-1895. Þau voru frá Friðriki meðan hann var enn í skóla, þá 21 til 27 ára gamall. Eggert var aftur á móti 12 til 17 ára. „Næstum tíu ára aldursmunur var á þeim og Eggert í rauninni bara barn þegar kynni þeirra hefjast,“ skrifar Guðmundur á heimasíðu sína um aðdragandann. „Þessi bréf vöktu forvitni mína vegna þess hve innilega eða ástúðlega þau eru skrifuð. Mörg þeirra hafa ásýnd ástarbréfa eins og piltar skrifuðu stúlkum eða stúlkur piltum á þessum tíma. Mjög lítið er varðveitt um samkynja ástir frá 19. öld, efnið var algjört tabú í gamla þjóðfélaginu, og mér fannst ég þess vegna þurfa að kynna mér betur hvernig samskiptum þeirra Friðriks og Eggerts var háttað.“  

KFUM varðveitir skjöl Friðriks í höfuðstöðvum sínum við Holtaveg og reyndust nokkur bréf Eggerts til Friðriks vera þar varðveitt. „Þau eru allt annars eðlis en bréfin til hans frá Friðriki, líkjast frekar venjulegum kunningja- eða vinabréfum,“ skrifar Guðmundur. „Jafnframt fór ég að lesa mér til um sögu séra Friðriks og kom þá margt mér mjög á óvart, sérstaklega hvernig hann lýsir samskiptum sínum við drengi og pilta.“

Öll púslin komu svo saman er maðurinn sem Friðrik hafði leitað á er hann var drengur steig fram og sagði Guðmundi sögu sína.

Styttan vakti bælt atvik

Guðmundur hefur einnig birt ítarlegan pistil á heimasíðu sinni um upplýsingar sem hann fann eftir að hann lauk við skrif ævisögunnar. Um var að ræða ferðabók danska rithöfundarins og listsögufræðingsins Poul Vad sem kom út árið 1994 og var gefin út í íslenskri þýðingu nokkrum árum síðar. Vad hafði á unglingsaldri hitt séra Friðrik í Danmörku.

Í miðbænumSigurjón Ólafsson myndhöggvari gerði styttuna af séra Friðrik og drengnum sem afhjúpuð var árið 1855. Fyrirmynd drengsins var m.a. sótt í son samstarfsmanns Sigurjóns.

Poul kom til Íslands 1970, rúmlega fertugur, og lýsir því í bókinni þegar hann rekst á styttuna af séra Friðriki og drengnum við Lækjargötu. Í framhaldinu rifjast upp kynnin af honum í Danmörku.

„Það var mannhæðarhá bronsstytta, sett upp í Reykjavík miðri, sem vakti til lífs minninguna um þetta bælda eða kannski bara gleymda atvik. Styttan er af sitjandi, grannvöxnum, síðskeggjuðum öldungi, sem réttir hægri handlegg alveg fram og leggur höndina um höfuðið á ungum pilti sem stendur fyrir framan hann,“ skrifar Vad. Hann segist ekki hafa þurft að lesa á bronsplötuna á sökkli höggmyndarinnar til að gera sér ljóst að gamli maðurinn væri Friðrik Friðriksson, en það kemur honum „á óvart að þessi prestur nyti svo mikillar virðingar að mönnum hefði þótt knýjandi að minnast hans í höfuðstað landsins með þessu feikna minnismerki.“

Þoldi ekki stúlkur nærri sér

Er hann hitti Friðrik var hann orðinn gamall maður en vakti slíka lotningu að slíku hafði Vad aldrei áður kynnst. Sérann sat í hægindastól sem viðstaddir hnöppuðust um, líkt og Vad orðar það. „Það skal hér tekið fram að viðstaddir, sem eins og áður sagði hnöppuðust um hægindastólinn, voru allir karlkyns, því að þessi kristni höfðingi, sem kominn var siglandi til okkar yfir Atlantshafið, hafði einkum og sér í lagi öðlast orðstír sinn sem forgöngumaður unglinga og leiðtogi en fyrir honum voru unglingar drengir. Stúlkunum hafði hann ekki áhuga á. Þær voru honum sem loft. Hann þoldi þær ekki nærri sér. 

Sem drengur, eða öllu heldur: tápmikill drengur, hafði maður þau forréttindi ekki aðeins að heilsa Friðriki Friðrikssyni heldur líka að dvelja í návist hans, já vera svo að segja hafður honum til sýnis og vera grandskoðaður líkt og sá sem er sérlega útvalinn – en samkvæmt viðmiðunum sem aldrei urðu ljósar. Því víst var kynferðisstikan umborin af þjóðfélaginu og beinlínis viðurkennd en hér var hún opinskátt dregin fram á kynlegan hátt líkt og framandi andi, í og með vegna innreiðar hans, sem vakti okkur til vitundar sem við gátum ekki fyrirvaralaust brugðist við.“

Hann segir Friðrik hafa horft rannsakandi á sig. „Þetta var annarlegt augnaráð,“ skrifar hann.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta er Sorgleg saga en þvi miður sönn, eg mun ekki fjalla nanar um þetta En gott að þessi Bok hristir upp i þessu löngu liðna Mali, Barna niðingar smeigðu ser inn i samtök þar sem börn og unglingar voru. Kirjan atti sina Sökudolga Iþrottir og annar Vetvangur þar sem ungir voru Obenber heimili þar sem nyðst var a Börum. A Irlandi var Þjoðin i Heljar greipum Katolsku Kirkjunar, nu loksins er þvi Svarta timabili lokið. I Bretlandi Lek Barnaniðingurinn og starfsmaður BBC Jimmy Savile Laos i 50 ar og svivirti Börn i massa vis hann var Aðlaður og Margaret Thatcher hafði mið dalæti a Honum. I dag i Bretlandi hafa öll Minismerki um hann verið Fjarlægð, Risa stor Seinn a leiði hans Fjalægður. Hann kvilir nu i Omerkti Gröf. Netflix gerði þessu ljota timabili goð skil i þætti Nyverið. Sama er a Islandi Öll merki um Barnaniðinga þarf að Þurka ut, KFUM a Islandi er þar engin undantekning, Ne Þjoðkirkjan sem Islenska rikið Rekur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár