Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Eftirlaunagjöfin var að flytja til Íslands

Fyr­ir átján mán­uð­um síð­an fór Ralph á eft­ir­laun og ákvað að gefa sér það í gjöf að flytja til Ís­lands og læra um ís­lensk­ar mið­ald­ir.

Eftirlaunagjöfin var að flytja til Íslands

Ég heiti Ralph og við erum stödd í Háskóla Íslands í Reykjavík. Ég er hér í meistaranámi í íslenskri miðaldafræði. Hvers vegna? Það er löng saga en ég hef alltaf haft áhuga á þessu. Ég settist í helgan stein fyrir átján mánuðum síðan. Við hvað starfaði ég? Það er önnur löng saga. Ég starfaði mest allan ferilinn minn í háskólum en mest megnis í stjórnunarstörfum. Að fara aftur að læra og að koma til Íslands var eftirlaunagjöf frá mér til mín. 

Þetta var augljóslega mjög dýr ákvörðun, ég lifi á lífeyrinum mínum og þarf að huga að hverju penní. Þetta var líka stór ákvörðun, að flytjast búferlum á milli landa. Ég hef aldrei gert það áður. Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum sem túristi en aldrei búið hérna. Ég kunni enga nútímaíslensku áður en ég flutti hingað en ég er að reyna læra hana, með erfiðum, ásamt forníslenskunni, sem er hluti af náminu. Ég flutti hingað í ágúst. Jafnvel þó mikill fjöldi Íslendinga tali ensku finnst mér það kurteisi að reyna að minnsta kosti að læra íslensku, þótt það sé krefjandi. 

Í grunnnáminu mínu var mín aðaláhersla á enska miðaldasögu. Þar var einhver vísun í víkinga og Skandinavíu, og Ísland, en alltaf í ensku samhengi. Það sem heillaði mig við íslenska miðaldafræði, hvar á ég að byrja? Auðvitað bókmenntirnar og þar eru Íslendingasögurnar auðvitað fremstar. Annað sem heillaði mig við Ísland, og er einstakt við Ísland, að ég held, í það minnsta í evrópsku samhengi, að þá var Ísland numið frekar seint og það sem meira er, það var enginn annar hérna fyrir. Ólíkt Englendingum, Frökkum og Hollendingum sem gerðu sér nýlendu úr Norður-Ameríku þar sem fyrir var menning og annað fólk. Það er auðvitað saga af írskum prestum sem voru hérna en þeir voru fáir og fóru. Ísland var og er líka strjálbýlt, sem er einstakt, meira að segja í nútímanum. Fyrir hundrað og fimmtíu árum var Reykjavík fremur lítil, hún er núna allt önnur, meira eins og aðrar evrópskar borgir. Hún er kannski ekki stór miðað við aðrar höfuðborgir, ég viðurkenni það, en hún er stærri en litli bærinn sem ég ólst upp í og þannig er hún stór fyrir mér. Ég er farinn að röfla, er það ekki? Það er einn af mínum slæmu siðum. Ég tala of mikið.  

Efst í huga mér þessa dagana eru fréttir sem berast frá Mið-Austurlöndum. Fyrir það voru það fréttir af innrásinni og stríðinu í Úkraínu. Ég er nógu gamall til að muna fyrri deilur í Mið-Austurlöndum, eins og Yom Kippur stríðið og öðru eins. Ég er nógu gamall að þegar ég ólst upp voru Sovétríkin stórveldi en ekki Kína.

Ég veit ekki hvort ég fylgist meira með fréttum núna verandi á eftirlaunum, en ég reyni mitt besta að halda í við þær. Ísland stendur sig vel þegar kemur að því að þýða íslenskar fréttir yfir á ensku eins og RÚV og Grapevine. Ég reyni að fylgjast með stjórnmálum og menningu á Íslandi eins og um kvennaverkfallið, sem var stór viðburður. Ég var mjög heillaður af þeirri staðreynd að rektor Háskólans studdi það opinberlega. Ég er ekki viss um að það hefði gerst í Bretlandi. Þar eru vissulega kvennahreyfingar og mikið af sömu vandamálunum en ekkert kvennaverkfall. 

Ég hef lesið frásagnir um tímabilið í kringum það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fyrsti kvenforsetinn. Ég reyni að einblína ekki bara á slæmu fréttinar utan úr heimi eða hryllinginn sem á sér stað annars staðar. Það er tilhneiging til þess að sumir atburðir detta út af radarnum af því að það er bara svo og svo mikið pláss í blöðum og fréttatímum. Þar gæti ég nefnt það sem er að gerast í Yemen eða Kongó. Nú er ég farinn að röfla. Svarar þetta spurningunni þinni?

Ég reyni að minna sjálfan mig á, sérstaklega þegar ég er í prófatörn, hversu heppinn ég er að búa í þeim hluta Evrópu þar sem ríkir friður, ég meina Bretland er ekki fullkomið, það er í raun margt slæmt í gangi þar. Kannski líka á Íslandi? Það er þó mín tilfinning að Ísland sé jafnara og öruggara en til dæmis Bretland. Mikið af fólkinu sem er með mér í námi er frá Bandaríkjunum og þeirra tilfinning  og reynsla af glæpum til dæmis er allt önnur en í Bretlandi. Ég er mjög heppinn en í hvert skipti sem ég kveiki á fréttunum eru þær slæmar. Svarar það spurningunni þinni?

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Þessi er erfið. Það sem er augljósast fyrir flestum að nefna er að gifta sig og eignast börn en því miður þá gerðist það aldrei í mínu tilfelli. Auðvitað er það nýlegasta sem breytti lífi mínu að koma hingað. Án þess að drekkja þér í lífssögunni minni þá get ég sagt þér að eftir fyrstu gráðuna mína vann ég í fimm ár við gagnaöflun, það var í samhengi menntunar, en ekki það sem ég vildi gera en var samt vinna. Þetta var snemma á áttunda áratugnum og atvinnuleysi í Bretlandi var mikið. Ég tók ákvörðun um að gefa vinnuna upp á bátinn og fara aftur í skóla. Ég eyddi öllum mínum sparnaði í að fara aftur að læra. 

Á persónulegri nótum þá dó faðir minn árið 2014. Móðir mín er enn á lífi, hún er 96 ára. Þegar annað foreldri þitt deyr, ég meina hann var 87 ára en samt, það hefur áhrif. Annað slíkt augnablik var þegar einn af mínum nánustu vinum dó ungur, aðeins fertugur og skildi eftir sig eiginkonu og tvö börn. Hann dó mjög snögglega, hann var ekki búinn að vera lengi veikur, eða í það minnsta vissum við ekki að hann hefði verið lengi veikur. Svarar þetta spurningunni þinni?

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Skemmtilegt lífsviðhorf sem skín úr þessari frásögn. Sérstaklega athyglisvert hvað hann er ávallt með fyrirvara um að hlutirnir gætu verið öðru vísu en hann sér þá ("... ég meina Bretland er ekki fullkomið, það er í raun margt slæmt í gangi þar. Kannski líka á Íslandi? Það er þó mín tilfinning að Ísland sé jafnara og öruggara en til dæmis Bretland.").
    Ólíkt mörgum sem tjá sig á netinu um málefni sem þeir vita bara brot af.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Hitafundur Arctic Fish með íbúum á Patró um slysasleppingu: Bent á rafvirkjunina sem skýringu
4
SkýringLaxeldi

Hita­fund­ur Arctic Fish með íbú­um á Patró um slysaslepp­ingu: Bent á raf­virkj­un­ina sem skýr­ingu

For­stjóri Arctic Fish Stein Ove Tveiten og fram­kvæmda­stjór­inn Daní­el Jak­obs­son sátu fyr­ir svör­um á hita­fundi sem Arctic Fish hélt fyr­ir íbúa Pat­reks­firði í lok nóv­em­ber. Í máli þeirra komu fram skýr­ing­ar fyr­ir­tæk­is­ins á slysaslepp­ingu og laxal­úsafar­aldri hjá fyr­ir­tæk­inu sem hing­að til hafa ekki leg­ið fyr­ir.
Skipulagðir glæpahópar herja á Græna skáta
6
Fréttir

Skipu­lagð­ir glæpa­hóp­ar herja á Græna skáta

Bí­ræfn­ir dósa­þjóf­ar sem starfa í skjóli myrk­urs hafa um hátt í tveggja ára skeið herj­að á söfn­un­ar­gáma Grænna skáta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Mál­ið fékk á sig al­var­legri blæ fyr­ir nokkr­um dög­um þeg­ar starfs­manni skát­anna var hót­að. Krist­inn Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Grænna skáta, seg­ir rök­studd­an grun fyr­ir því að þarna sé um skipu­lagða glæpa­hópa er­lend­is frá að ræða.
Miðflokkurinn étur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi
9
Greining

Mið­flokk­ur­inn ét­ur upp hægra fylgi og Vinstri græn við það að detta af þingi

Mikl­ar breyt­ing­ar virð­ast í far­vatn­inu í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur næst­um þre­fald­ast á kjör­tíma­bil­inu og flokk­ur­inn stefn­ir á mynd­un mið-vinstri stjórn­ar. Flokk­ur for­sæt­is­ráð­herra hef­ur aldrei mælst með jafn­lít­ið fylgi og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn ekki held­ur. Hann glím­ir við þá stöðu að Mið­flokk­ur­inn er að hirða af hon­um hægra fylgi.
Gagnrýndi skurðlækninn á Klíníkinni í bréfi: „Veit ekkert hvaða áhrif þessi ákvörðun mun hafa á líf mitt“
10
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Gagn­rýndi skurð­lækn­inn á Klíník­inni í bréfi: „Veit ekk­ert hvaða áhrif þessi ákvörð­un mun hafa á líf mitt“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir greind­ist með krabba­mein í árs­byrj­un 2021 og fór þrem­ur dög­um seinna í maga­ermis­að­gerð hjá Að­al­steini Arn­ars­syni á Klíník­inni. Nokkr­um mán­uð­um síð­ar, þeg­ar hún var bú­in að jafna sig að­eins á sjokk­inu sem hún varð fyr­ir, skrif­aði hún hon­um bréf og gagn­rýndi lækn­is­með­ferð­ina sem hún fékk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
2
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Starfskonur íslensku lögreglunnar pöntuðu strippara í fræðsluferð til Auschwitz
4
Fréttir

Starfs­kon­ur ís­lensku lög­regl­unn­ar pönt­uðu stripp­ara í fræðslu­ferð til Auschwitz

Þrjár starfs­kon­ur hjá embætti lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu pönt­uðu þjón­ustu karl­kyns stripp­ara þeg­ar þær voru í fræðslu­ferð um hat­ursáróð­ur á veg­um mennta- og starfs­þró­un­ar­set­urs lög­regl­unn­ar í síð­asta mán­uði. „Mál­ið er lit­ið al­var­leg­um aug­um,“ seg­ir kynn­ing­ar­full­trúi lög­regl­unn­ar.
Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
5
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
8
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
6
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár