Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Eftirlaunagjöfin var að flytja til Íslands

Fyr­ir átján mán­uð­um síð­an fór Ralph á eft­ir­laun og ákvað að gefa sér það í gjöf að flytja til Ís­lands og læra um ís­lensk­ar mið­ald­ir.

Eftirlaunagjöfin var að flytja til Íslands

Ég heiti Ralph og við erum stödd í Háskóla Íslands í Reykjavík. Ég er hér í meistaranámi í íslenskri miðaldafræði. Hvers vegna? Það er löng saga en ég hef alltaf haft áhuga á þessu. Ég settist í helgan stein fyrir átján mánuðum síðan. Við hvað starfaði ég? Það er önnur löng saga. Ég starfaði mest allan ferilinn minn í háskólum en mest megnis í stjórnunarstörfum. Að fara aftur að læra og að koma til Íslands var eftirlaunagjöf frá mér til mín. 

Þetta var augljóslega mjög dýr ákvörðun, ég lifi á lífeyrinum mínum og þarf að huga að hverju penní. Þetta var líka stór ákvörðun, að flytjast búferlum á milli landa. Ég hef aldrei gert það áður. Ég hafði komið hingað nokkrum sinnum sem túristi en aldrei búið hérna. Ég kunni enga nútímaíslensku áður en ég flutti hingað en ég er að reyna læra hana, með erfiðum, ásamt forníslenskunni, sem er hluti af náminu. Ég flutti hingað í ágúst. Jafnvel þó mikill fjöldi Íslendinga tali ensku finnst mér það kurteisi að reyna að minnsta kosti að læra íslensku, þótt það sé krefjandi. 

Í grunnnáminu mínu var mín aðaláhersla á enska miðaldasögu. Þar var einhver vísun í víkinga og Skandinavíu, og Ísland, en alltaf í ensku samhengi. Það sem heillaði mig við íslenska miðaldafræði, hvar á ég að byrja? Auðvitað bókmenntirnar og þar eru Íslendingasögurnar auðvitað fremstar. Annað sem heillaði mig við Ísland, og er einstakt við Ísland, að ég held, í það minnsta í evrópsku samhengi, að þá var Ísland numið frekar seint og það sem meira er, það var enginn annar hérna fyrir. Ólíkt Englendingum, Frökkum og Hollendingum sem gerðu sér nýlendu úr Norður-Ameríku þar sem fyrir var menning og annað fólk. Það er auðvitað saga af írskum prestum sem voru hérna en þeir voru fáir og fóru. Ísland var og er líka strjálbýlt, sem er einstakt, meira að segja í nútímanum. Fyrir hundrað og fimmtíu árum var Reykjavík fremur lítil, hún er núna allt önnur, meira eins og aðrar evrópskar borgir. Hún er kannski ekki stór miðað við aðrar höfuðborgir, ég viðurkenni það, en hún er stærri en litli bærinn sem ég ólst upp í og þannig er hún stór fyrir mér. Ég er farinn að röfla, er það ekki? Það er einn af mínum slæmu siðum. Ég tala of mikið.  

Efst í huga mér þessa dagana eru fréttir sem berast frá Mið-Austurlöndum. Fyrir það voru það fréttir af innrásinni og stríðinu í Úkraínu. Ég er nógu gamall til að muna fyrri deilur í Mið-Austurlöndum, eins og Yom Kippur stríðið og öðru eins. Ég er nógu gamall að þegar ég ólst upp voru Sovétríkin stórveldi en ekki Kína.

Ég veit ekki hvort ég fylgist meira með fréttum núna verandi á eftirlaunum, en ég reyni mitt besta að halda í við þær. Ísland stendur sig vel þegar kemur að því að þýða íslenskar fréttir yfir á ensku eins og RÚV og Grapevine. Ég reyni að fylgjast með stjórnmálum og menningu á Íslandi eins og um kvennaverkfallið, sem var stór viðburður. Ég var mjög heillaður af þeirri staðreynd að rektor Háskólans studdi það opinberlega. Ég er ekki viss um að það hefði gerst í Bretlandi. Þar eru vissulega kvennahreyfingar og mikið af sömu vandamálunum en ekkert kvennaverkfall. 

Ég hef lesið frásagnir um tímabilið í kringum það þegar Vigdís Finnbogadóttir var kjörin fyrsti kvenforsetinn. Ég reyni að einblína ekki bara á slæmu fréttinar utan úr heimi eða hryllinginn sem á sér stað annars staðar. Það er tilhneiging til þess að sumir atburðir detta út af radarnum af því að það er bara svo og svo mikið pláss í blöðum og fréttatímum. Þar gæti ég nefnt það sem er að gerast í Yemen eða Kongó. Nú er ég farinn að röfla. Svarar þetta spurningunni þinni?

Ég reyni að minna sjálfan mig á, sérstaklega þegar ég er í prófatörn, hversu heppinn ég er að búa í þeim hluta Evrópu þar sem ríkir friður, ég meina Bretland er ekki fullkomið, það er í raun margt slæmt í gangi þar. Kannski líka á Íslandi? Það er þó mín tilfinning að Ísland sé jafnara og öruggara en til dæmis Bretland. Mikið af fólkinu sem er með mér í námi er frá Bandaríkjunum og þeirra tilfinning  og reynsla af glæpum til dæmis er allt önnur en í Bretlandi. Ég er mjög heppinn en í hvert skipti sem ég kveiki á fréttunum eru þær slæmar. Svarar það spurningunni þinni?

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu? Þessi er erfið. Það sem er augljósast fyrir flestum að nefna er að gifta sig og eignast börn en því miður þá gerðist það aldrei í mínu tilfelli. Auðvitað er það nýlegasta sem breytti lífi mínu að koma hingað. Án þess að drekkja þér í lífssögunni minni þá get ég sagt þér að eftir fyrstu gráðuna mína vann ég í fimm ár við gagnaöflun, það var í samhengi menntunar, en ekki það sem ég vildi gera en var samt vinna. Þetta var snemma á áttunda áratugnum og atvinnuleysi í Bretlandi var mikið. Ég tók ákvörðun um að gefa vinnuna upp á bátinn og fara aftur í skóla. Ég eyddi öllum mínum sparnaði í að fara aftur að læra. 

Á persónulegri nótum þá dó faðir minn árið 2014. Móðir mín er enn á lífi, hún er 96 ára. Þegar annað foreldri þitt deyr, ég meina hann var 87 ára en samt, það hefur áhrif. Annað slíkt augnablik var þegar einn af mínum nánustu vinum dó ungur, aðeins fertugur og skildi eftir sig eiginkonu og tvö börn. Hann dó mjög snögglega, hann var ekki búinn að vera lengi veikur, eða í það minnsta vissum við ekki að hann hefði verið lengi veikur. Svarar þetta spurningunni þinni?

Kjósa
35
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Skemmtilegt lífsviðhorf sem skín úr þessari frásögn. Sérstaklega athyglisvert hvað hann er ávallt með fyrirvara um að hlutirnir gætu verið öðru vísu en hann sér þá ("... ég meina Bretland er ekki fullkomið, það er í raun margt slæmt í gangi þar. Kannski líka á Íslandi? Það er þó mín tilfinning að Ísland sé jafnara og öruggara en til dæmis Bretland.").
    Ólíkt mörgum sem tjá sig á netinu um málefni sem þeir vita bara brot af.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
9
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár