Viðskipti íslenska ríkisins við arkitektastofu eiginkonu ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundar Árnasonar, nema tæplega 220 milljónum króna. Eiginkona Guðmundar heitir Sólveig Berg Emilsdóttir og hefur hún átt og rekið Yrki arkitekta frá árinu 1997. Stærsti hluti viðskiptanna hefur verið á síðustu þremur árum, rúmlega 200 milljónir króna. Þessi viðskipti snúast um vinnu fyrirtækisins, Yrki arkitekta, við endurbætur á húsnæði nokkurra ráðuneyta á Skúla- og Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Arkitektastofan fékk umrædd verkefni á grundvelli útboða í gegnum Ríkiskaup þar sem tilboð fyrirtækisins voru lægst. Þetta kemur fram í svörum frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseigna (FSRE) um umfang viðskipta Yrki arkitekta við íslenska ríkið.
Heimildin greindi frá því nú í október að arkitektastofan ynni verkefni fyrir íslenska ríkið sem næmu tugmilljónum króna á ári og að í ljósi umfangs verkefnanna hefði Guðmundur Árnason sagt sig frá ákvarðanatöku í öllum málum sem snerta …
Athugasemdir