Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Viðskipti ríkisins við fyrirtæki konu ráðuneytisstjórans nema tæpum 220 milljónum

Arki­tekta­stof­an Yrki hef­ur unn­ið verk­efni fyr­ir ís­lenska rík­ið í gegn­um Fram­kvæmda­sýsl­una fyr­ir rúm­ar 200 millj­ón­ir króna á síð­ustu þrem­ur ár­um. Fyr­ir­tæk­ið er í eigu Sól­veig­ar Berg Em­ils­dótt­ur, eig­in­konu Guð­mund­ar Árna­son­ar, ráðu­neyt­is­stjóra í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu. Fram­kvæmda­sýsl­an seg­ir að þau verk­efni Yrki sem keypt hafi ver­ið í gegn­um hana hafi ver­ið eft­ir út­boð.

Viðskipti ríkisins við fyrirtæki konu ráðuneytisstjórans nema tæpum 220 milljónum
Rúmar 200 milljónir Viðskipti fyrirtækis eiginkonu Guðmundar Árnasonar ráðuneytisstjóra við íslenska ríkið nema rúmlega 200 milljónum á síðustu þremur árum. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Viðskipti íslenska ríkisins við arkitektastofu eiginkonu ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundar Árnasonar, nema tæplega 220 milljónum króna. Eiginkona Guðmundar heitir Sólveig Berg Emilsdóttir og hefur hún átt og rekið Yrki arkitekta frá árinu 1997. Stærsti hluti viðskiptanna hefur verið á síðustu þremur árum, rúmlega 200 milljónir króna. Þessi viðskipti snúast um vinnu fyrirtækisins, Yrki arkitekta, við endurbætur á húsnæði nokkurra ráðuneyta á Skúla- og Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur. Arkitektastofan fékk umrædd verkefni á grundvelli útboða í gegnum Ríkiskaup þar sem tilboð fyrirtækisins voru lægst. Þetta kemur fram í svörum frá Framkvæmdasýslunni Ríkiseigna (FSRE) um umfang viðskipta Yrki arkitekta við íslenska ríkið. 

Heimildin greindi frá því nú í október að arkitektastofan ynni verkefni fyrir íslenska ríkið sem næmu tugmilljónum króna á ári og að í ljósi umfangs verkefnanna hefði Guðmundur Árnason sagt sig frá ákvarðanatöku í öllum málum sem snerta …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu