Óperudagar eru farnir af stað og er hátíðin í ár viðamikil og fjölbreytt, allt frá einsöngstónleikum, fyrirlestrum, masterklössum og upp í heilar óperur og þær nokkrar. Spennandi dagskrá þar sem unnendur sönglistar geta örugglega allir fundið eitthvað við sitt hæfi en hátíðin er, eins og segir á vefsíðu hennar: „... vettvangur klassískra söngvara og þeirra samstarfsfólks sem vilja í sameiningu og samstarfi efla og styrkja óperu-, söng- og tónlistarleikhússenuna á Íslandi“. Stórgóð og þörf hátíð sem Guja Sandholt hefur haft veg og vanda af frá upphafi ásamt góðu samstarfsfólki.
Yfirgefinn á sínum verstu stundum
Verk ungverska tónskáldsins Györgys Kurtág, Kafka fragments ópus 24 frá árinu 1986, var flutt í Salnum í Kópavogi á hátíðinni sunnudagskvöldið 22. október sl. af þeim Ragnheiði Ingunni Jóhannsdóttur sópransöngkonu og Rannveigu Mörtu Sarc fiðluleikara. Verkið hefur aðeins einu sinni áður hljómað opinberlega á tónleikum á Íslandi þegar þær Herdís Anna Jónasdóttir og Elfa Rún Kristinsdóttir …
Athugasemdir