Verkalýðsfélag í Reykjanesbæ hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af rekstri húsabílafyrirtækisins Indie Campers vegna brota á kjarasamningum sem starfsmenn þess vinna eftir. Brotin felast meðal annars í því að greiða starfsmönnunum ekki rétt kjarasamningsbundin laun og að greiða þeim jafnaðarkaup utan dagvinnutíma í stað vaktakaups. Auk þess hefur verkalýðsfélagið sent Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og Brunavarnir í heimsóknir til fyrirtækisins út af vinnuskilyrðum hjá því.
„Ég ætla að vona að þetta sé skilnings- og þekkingarleysi en ekki einbeittur brotavilji.“
Þetta segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, Guðbjörg Kristmundsdóttir, við Heimildina. „Það er alls konar í gangi þarna og ekki alltaf verið að fara eftir íslenskum lögum og reglum. Það er bara einfaldlega ekki verið að fylgja kjarasamningum. Þeir eru bara með einhverja sérsamninga. Við höfum verið með innheimtumál gegn fyrirtækinu þar sem við erum að aðstoða starfsfólkið við að fá greitt það sem því ber. Þetta …
Athugasemdir