Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fyrirtæki eiginkonu ráðuneytisstjóra vinnur tugmilljóna verkefni fyrir ríkið árlega

Arki­tekta­stofa í eigu Sól­veig­ar Berg Em­ils­dótt­ur hef­ur um ára­bil unn­ið verk­efni fyr­ir ís­lenska rík­ið. Eig­in­mað­ur henn­ar er ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efn­hags­ráðu­neyt­is­ins, Guð­mund­ur Árna­son. Hann ákvað að segja sig frá ákvarð­ana­tök­um vegna verk­efna sem fyr­ir­tæki konu hans vinn­ur fyr­ir rík­ið ár­ið 2021, tólf ár­um eft­ir að hann varð ráðu­neyt­is­stjóri.

Fyrirtæki eiginkonu ráðuneytisstjóra vinnur tugmilljóna verkefni fyrir ríkið árlega
Óskaði eftir því að koma ekki að verkefnum eiginkonu sinnar Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, óskaði eftir því um haustið 2021 að koma ekki að ákvarðanatöku í ráðuneytinu að verkefnum arkitektastofu eiginkonu sinnar. Íslenska ríkið hefur keypt vinnu af stofunni fyrir tugi milljóna á ári. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Arkitektastofa í eigu eiginkonu Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur um langt árabil unnið verkefni fyrir íslenska ríkið sem voru upp á tugi milljóna króna á hverju ári þegar mest hefur látið. Fyrirtækið heitir Yrki arkitektar. Það hefur meðal annars unnið að endurbótum á húsnæði mennta- og barnamálaráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og á Keflavíkurflugvelli á vegum ríkisfyrirtækisins Kadeco, sem tók við eignum sem áður tilheyrðu bandaríska varnarliðinu. Eiginkona Guðmundar heitir Sólveig Berg Emilsdóttir og hefur hún átt og rekið Yrki arkitekta frá árinu 1997. 

Guðmundur er ekki þjóðþekktur maður þó svo að hann gegni valdamiklu ábyrgðarstarfi í því ráðuneyti sem almennt séð er talið vera mikilvægast innan stjórnarráðsins þar sem það sér um umsýslu með peninga ríkisins og eignir þess. Hann er með meira en 20 ára reynslu sem ráðuneytisstjóri en áður var hann í menntamálaráðuneytinu. Fréttir hafa verið sagðar af því að …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta er að verða þekkt mantra hér á landi þegar tengsl æðri aðila hjá hinu opinbera eru augljós vegna fjölskyldu eða mikillar vináttu þá segir maður sig frá fjölskyldunni og eða vináttunni, meðan úthlutað er, og málið leyst.
    0
  • Gunnar Ágústsson skrifaði
    Það eru ótrúleg vonbrigði að sjá fjölmiðil sem segist stunda rannsóknarblaðamennsku, birta frétt um að hafa ekki fundið spillingu. Það er svo gert með fyrirsögn og inngangi (það eina sem hægt er að lesa án áskriftar) eins og um spillingu sé að ræða.
    Eftir stendur þá spurningin afhverju og hver eru þá heilindi blaðamanns og ritstjórnar, ef ekki leit af sannleikanum?
    0
  • AH
    Aðalsteinn Hákonarson skrifaði
    Hvað, er umboðsmaður ekki búinn að gera frumkvæðisathugun?
    1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Og nú er búið að sáldra efanum en hvað höfum við lært af svona óheppilegum hagsmunatengslum í stjórnsýslunni í gegnum söguna? Ekki mikið....

    https://transparency.is/hvad-er-spilling/skilgreiningbirtingamynd/
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár