Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fyrirtæki eiginkonu ráðuneytisstjóra vinnur tugmilljóna verkefni fyrir ríkið árlega

Arki­tekta­stofa í eigu Sól­veig­ar Berg Em­ils­dótt­ur hef­ur um ára­bil unn­ið verk­efni fyr­ir ís­lenska rík­ið. Eig­in­mað­ur henn­ar er ráðu­neyt­is­stjóri fjár­mála- og efn­hags­ráðu­neyt­is­ins, Guð­mund­ur Árna­son. Hann ákvað að segja sig frá ákvarð­ana­tök­um vegna verk­efna sem fyr­ir­tæki konu hans vinn­ur fyr­ir rík­ið ár­ið 2021, tólf ár­um eft­ir að hann varð ráðu­neyt­is­stjóri.

Fyrirtæki eiginkonu ráðuneytisstjóra vinnur tugmilljóna verkefni fyrir ríkið árlega
Óskaði eftir því að koma ekki að verkefnum eiginkonu sinnar Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, óskaði eftir því um haustið 2021 að koma ekki að ákvarðanatöku í ráðuneytinu að verkefnum arkitektastofu eiginkonu sinnar. Íslenska ríkið hefur keypt vinnu af stofunni fyrir tugi milljóna á ári. Mynd: MBL / Kristinn Magnússon

Arkitektastofa í eigu eiginkonu Guðmundar Árnasonar, ráðuneytisstjóra í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, hefur um langt árabil unnið verkefni fyrir íslenska ríkið sem voru upp á tugi milljóna króna á hverju ári þegar mest hefur látið. Fyrirtækið heitir Yrki arkitektar. Það hefur meðal annars unnið að endurbótum á húsnæði mennta- og barnamálaráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og á Keflavíkurflugvelli á vegum ríkisfyrirtækisins Kadeco, sem tók við eignum sem áður tilheyrðu bandaríska varnarliðinu. Eiginkona Guðmundar heitir Sólveig Berg Emilsdóttir og hefur hún átt og rekið Yrki arkitekta frá árinu 1997. 

Guðmundur er ekki þjóðþekktur maður þó svo að hann gegni valdamiklu ábyrgðarstarfi í því ráðuneyti sem almennt séð er talið vera mikilvægast innan stjórnarráðsins þar sem það sér um umsýslu með peninga ríkisins og eignir þess. Hann er með meira en 20 ára reynslu sem ráðuneytisstjóri en áður var hann í menntamálaráðuneytinu. Fréttir hafa verið sagðar af því að …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þetta er að verða þekkt mantra hér á landi þegar tengsl æðri aðila hjá hinu opinbera eru augljós vegna fjölskyldu eða mikillar vináttu þá segir maður sig frá fjölskyldunni og eða vináttunni, meðan úthlutað er, og málið leyst.
    0
  • Gunnar Ágústsson skrifaði
    Það eru ótrúleg vonbrigði að sjá fjölmiðil sem segist stunda rannsóknarblaðamennsku, birta frétt um að hafa ekki fundið spillingu. Það er svo gert með fyrirsögn og inngangi (það eina sem hægt er að lesa án áskriftar) eins og um spillingu sé að ræða.
    Eftir stendur þá spurningin afhverju og hver eru þá heilindi blaðamanns og ritstjórnar, ef ekki leit af sannleikanum?
    0
  • AH
    Aðalsteinn Hákonarson skrifaði
    Hvað, er umboðsmaður ekki búinn að gera frumkvæðisathugun?
    1
  • TT
    Týr Thorarinsson skrifaði
    Og nú er búið að sáldra efanum en hvað höfum við lært af svona óheppilegum hagsmunatengslum í stjórnsýslunni í gegnum söguna? Ekki mikið....

    https://transparency.is/hvad-er-spilling/skilgreiningbirtingamynd/
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár