Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Leyndarhjúpur“ um veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður

Jón Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, ætl­ar að kalla eft­ir því að þing­menn fái að­gang að öll­um upp­lýs­ing­um um um­sækj­end­ur um rík­is­borg­ara­rétt. Hann seg­ir „ómögu­legt að það séu ein­hverj­ir þrír þing­menn í und­ir­nefnd alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar sem sjá um að fara yf­ir þess­ar um­sókn­ir.“

„Leyndarhjúpur“ um veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður
Ríkisborgararéttur Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir það „alveg ómögulegt að það séu einhverjir þrír þingmenn í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar“ sem fari yfir umsóknir um ríkisborgararétt. Hann kallar eftir því að allir þingmenn fái aðgang að upplýsingunum í umsóknunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, kallar eftir því að „leyndarhjúpur“ yfir veitingu ríkisborgararéttar verði skoðaður í ljósi gagnsæis og hæfisreglna. 

Þetta koma fram í máli þingmannsins í upphafi þingfundar í dag undir liðnum störf þingsins. „Að veita ríkisborgararétt er stórmál, stórmál fyrir þann sem veitir hann og stórmál fyrir þá sem fá ríkisborgararétt á Íslandi. Nú líður að þeim tíma að umsóknir sem berast til Alþingis um ríkisborgararétt verði teknar til umfjöllunar og afgreiddar. Við höfum áður tekist á um það hér í þingsal og þá hafa verið deildar meiningar um hvernig eigi að vinna með slíkar umsóknir og þetta kerfi verið gagnrýnt,“ sagði Jón. 

Dylgjur, atvinnurógur og slúður

Átökin sem fyrrverandi dómsmálaráðherra vísaði í áttu sér stað í byrjun apríl þegar Jón, sem þá var dómsmálaráðherra, lét þau orð falla á þingi að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.  

Orðrétt sagði Jón, í umræðum um fundarstjórn forseta:

„Hitt er svo hvernig staðið hefur verið að ríkisborgararéttarveitingu hér á Alþingi, það held ég að sé tilefni til þess að skoða, virðulegur forseti, og það má líka skoða það, t.a.m. í nefndinni sem um þetta fjallaði, hver eru möguleg tengsl fólks við það fólk sem hefur verið veittur ríkisborgararéttur. Var mögulegt að einhverjir hefðu komið að borðinu áður með atvinnu eða vinnu við að sinna þeim hælisleitendum sem voru að fá veitingu ríkisborgararéttar, hafa mönnum borist einhver sérstakur þakklætisvottur fyrir að hafa veitt ríkisborgararétt. Þetta eru kannski atriði sem, virðulegur forseti, væri ástæða til að fá til skoðunar hjá nefndinni og fá svör við því hvort einhver orðrómur um slíkt eigi við rök að styðjast.“

Jón fleytti með orðum sínum áfram dylgjum sem settar höfðu verið fram, sér í lagi um tvo tiltekna stjórnarandstöðuþingmenn sem á árum áður störfuðu sem lögmenn, m.a. við réttargæslu einstaklinga sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Önnur þeirra, Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata sagði orð dómsmálaráðherra viðurstyggileg og að mörgu leyti ekki svaraverð en fann sig knúna til að koma upp í pontu og bera af sér sakir. „Ég hef aldrei þegið mútur fyrir það að veita fólki ríkisborgararétt með frá Alþingi, aldrei, og myndi aldrei gera,“ sagði Arndís í umræðum á þingi í apríl. 

Ómögulegt að þrír þingmenn fari yfir umsóknir

Jón, nú sem óbreyttur þingmaður, ræddi veitingu ríkisborgararéttar á þingfundi í dag og sagði það „ómögulegt að það séu einhverjir þrír þingmenn í undirnefnd allsherjar- og menntamálanefndar sem sjá um að fara yfir þessar umsóknir, leggi á þær mat, taki á móti upplýsingum sem berast meðal annars frá Útlendingastofnun og lögreglu og síðan komi tillaga inn til þingsins en háttvirtir þingmenn hafi engin tök á að kynna sér þær umsóknir, taki enga umræðu um það af hverju verið er að hafna ákveðnum umsóknum, af hverju verið er að samþykkja ákveðnar umsóknir.“

Þetta telur Jón að gangi ekki upp og ætlar hann að kalla eftir því að þingmenn fái aðgang að öllum upplýsingum um umsækjendur um ríkisborgararétt. 

„Það getur varla talist neitt annað réttlætanlegt í þessu en að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um það hvaða ákvarðanir þeir eru að taka í þessu mikilvæga máli,“ sagði Jón. 

Veiting ríkisborgararéttar er yfirleitt með síðustu verkum Alþingis fyrir jólafrí. Meðal þeirra sem sótt hafa um ríkisborgararétt er Isaac Kwateng, vallarstjóri Þróttar, sem hef­ur bú­ið hér á landi í tæp sex ár og á hverju ári feng­ið sím­tal frá Út­lend­inga­stofn­un um að vísa eigi hon­um burt. Isaac var vísað úr landi í gærmorgun, í lögreglufylgd, alla leið til Gana og verður hann að öllum líkindum ekki á landinu þegar umsókn hans verður tekin fyrir. Fé­lag­ar hans í Þrótti ætla hins vegar ekki að leggja ár­ar í bát. Þeir líta á ferð vall­ar­stjór­ans sem frí sem hann muni koma aft­ur úr bráð­lega. „Allt snýst um að koma hon­um heim fyr­ir jól,“ seg­ir þjálf­ari hjá Þrótti.   

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Jón þessi hefði passað vel inn í valdakerfið þýska á árunum 1933-45.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vont að vita af þeim einum yfir hátíðarnar
1
Á vettvangi

Vont að vita af þeim ein­um yf­ir há­tíð­arn­ar

„Mað­ur velt­ir fyr­ir sér hvað varð til þess að hann var bara einn og var ekki í tengsl­um við einn né neinn,“ seg­ir lög­reglu­kona sem fór í út­kall á að­vent­unni til ein­stæð­ings sem hafði dá­ið einn og leg­ið lengi lát­inn. Á ár­un­um 2018 til 2020 fund­ust yf­ir 400 manns lát­in á heim­il­um sín­um eft­ir að hafa leg­ið þar í að minnsta kosti einn mán­uð. Þar af höfðu yf­ir eitt hundrað ver­ið látn­ir í meira en þrjá mán­uði og ell­efu lágu látn­ir heima hjá sér í eitt ár eða leng­ur.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár