Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Doði og hamskipti Elfar

Með skáld­sög­unni stimpl­ar Þór­dís Helga­dótt­ir sig ræki­lega inn í ís­lenska bók­mennta­senu sem frá­bær­lega fær rit­höf­und­ur, skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir um skáld­sög­una Armeló.

Doði og hamskipti Elfar
Bók

Armeló

Höfundur Þórdís Helgadóttir
Forlagið
373 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Maybe the good girls are only bad girls that’ve never been caught.“ - Úr laginu Angeleyes með Ásdísi Maríu.

Elfur og Birgir eru fangar vestrænna þæginda: Hlutlaus, getulaus og ástríðulaus. Ástríðulaust samþykkir Elfur að fara með Birgi í bílferðalag um meginland Evrópu og ástríðulaust hangir hún á Instagram meðan á keyrslunni stendur. Ástríðulaust stundar parið hornkrána og drekkur bjór í tilraun til að láta tímann líða. Þetta er svona frí þar sem ekkert áhugavert gerist – þangað til Birgir hverfur og skilur Elfi eftir allslausa í óáhugaverðu þorpi einhvers staðar í Evrópu á meðan enn ein hitabylgjan ríður yfir. Svona hljóma upphafskringumstæður Armeló, fyrstu skáldsögu Þórdísar Helgadóttur, sem hefur síðustu ár vakið athygli fyrir smásögur og ljóðabækur, auk þess sem hún er hluti af skáldakollektívinu Svikaskáldum, en bók þeirra, Olía, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021.

Hvarf Birgis hljómar kannski eins og byrjunin á einu sakamála-podkastinu sem söguhetjan Elfur hlustar svo ákaft á, en með því hefst atburðarás sem gengur í gegnum mörg áhugaverð hamskipti frá því að vera saga um enn eitt íslenska parið sem dauðleiðist með hvort öðru, yfir í innhverfa ferðadagbók um umbreytandi skógargöngu, yfir í Evrópuborgar-rómans og spennusögu af fjárglæfrum nýaldar-útrásarvíkinga.

Eina stundina erum við stödd með Elfi á leiðinlegum vinnudegi í túristabúð í miðbæ Reykjavíkur og þá næstu á götum Prag-borgar með súpermódeli sem fyrir tilviljun er tvífari Elfar. Það er mystík yfir öllu í þessari bók. Sú tilfinning vofir yfir að á næstu síðu komi næsta lag á lauknum í ljós, en laukurinn er endalaus, eins og að standa í speglasal í tívolí, tvistið verður aldrei eins og þú heldur. Án þess að vilja spilla sögunni verður þó að taka fram að gagnrýnandi varð fyrir vonbrigðum með endalok sögunnar, sem kemur ef til vill til af því að sem lesandi vildi ég fylgja þessum persónum lengra en við fengum að gera, svolítið eins og um cliffhanger í spennuþætti hafi verið að ræða. 

Persónusköpun Þórdísar er í alla staði frábær, allt frá samstarfskonum Elfar í túristabúðinni til hins smeðjulega Tibors, lesandi heillast gjörsamlega af þessu fólki í gegnum sögumannsaugu Elfar. Elfur sjálf er týnd og á flótta, og er svo sympatísk akkúrat þess vegna. Lesandi fær smám saman glefsur sem sýna okkur mynd af þessari manneskju sem við ferðumst með í gegnum söguna. 

Við mótumst af því sem við neytum, hvort sem það eru hlaðvörp, bækur eða Instagram, og Elfur er holdgervingur þess í bókinni: hún bærist með vilja annarra, sátt í vilja- og framtaksleysi sínu þar til örlögin grípa í taumana. Hún er óáreiðanlegur sögumaður eigin sögu, enda á flótta frá minningum sínum og lífi. Hún vantreystir sjálfri sér líklega í sama mæli og lesandinn. Tilvera nútímamanneskjunnar er jú einhvern veginn fráleit og Þórdís nær með skrifum sínum og persónusköpun að fanga þessa fráleitu tilveru okkar af mikilli list, þessa þrá til að henda símunum okkar í sjóinn, búa okkur til nýtt líf, líf sem er ævintýralegt, lifandi og skáldlegt en ekki þessi stanslausi doði og leiðindi sem vestrænt þægindalíf verður í sífellt meira mæli. 

Armeló er eins og skógur af ævintýrum sem við eltum Elfi í gegnum, þreifandi fyrir okkur í myrkrinu. Á vendipunkti byrjum við að fá innsýn í huga annarra persóna, og samhliða því byrjar sagan að verða yfirnáttúruleg á mjög áreynslulausan hátt. Niðurstaðan er yfirnáttúruleg og sálræn skáldsaga um  persónurnar sem við veljum að leika og fantasíurnar sem við búum til í flótta frá lífi okkar. Með skáldsögunni stimplar Þórdís Helgadóttir sig rækilega inn í íslenska bókamenntasenu sem frábærlega fær rithöfundur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár