Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Doði og hamskipti Elfar

Með skáld­sög­unni stimpl­ar Þór­dís Helga­dótt­ir sig ræki­lega inn í ís­lenska bók­mennta­senu sem frá­bær­lega fær rit­höf­und­ur, skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir um skáld­sög­una Armeló.

Doði og hamskipti Elfar
Bók

Armeló

Höfundur Þórdís Helgadóttir
Forlagið
373 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Maybe the good girls are only bad girls that’ve never been caught.“ - Úr laginu Angeleyes með Ásdísi Maríu.

Elfur og Birgir eru fangar vestrænna þæginda: Hlutlaus, getulaus og ástríðulaus. Ástríðulaust samþykkir Elfur að fara með Birgi í bílferðalag um meginland Evrópu og ástríðulaust hangir hún á Instagram meðan á keyrslunni stendur. Ástríðulaust stundar parið hornkrána og drekkur bjór í tilraun til að láta tímann líða. Þetta er svona frí þar sem ekkert áhugavert gerist – þangað til Birgir hverfur og skilur Elfi eftir allslausa í óáhugaverðu þorpi einhvers staðar í Evrópu á meðan enn ein hitabylgjan ríður yfir. Svona hljóma upphafskringumstæður Armeló, fyrstu skáldsögu Þórdísar Helgadóttur, sem hefur síðustu ár vakið athygli fyrir smásögur og ljóðabækur, auk þess sem hún er hluti af skáldakollektívinu Svikaskáldum, en bók þeirra, Olía, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021.

Hvarf Birgis hljómar kannski eins og byrjunin á einu sakamála-podkastinu sem söguhetjan Elfur hlustar svo ákaft á, en með því hefst atburðarás sem gengur í gegnum mörg áhugaverð hamskipti frá því að vera saga um enn eitt íslenska parið sem dauðleiðist með hvort öðru, yfir í innhverfa ferðadagbók um umbreytandi skógargöngu, yfir í Evrópuborgar-rómans og spennusögu af fjárglæfrum nýaldar-útrásarvíkinga.

Eina stundina erum við stödd með Elfi á leiðinlegum vinnudegi í túristabúð í miðbæ Reykjavíkur og þá næstu á götum Prag-borgar með súpermódeli sem fyrir tilviljun er tvífari Elfar. Það er mystík yfir öllu í þessari bók. Sú tilfinning vofir yfir að á næstu síðu komi næsta lag á lauknum í ljós, en laukurinn er endalaus, eins og að standa í speglasal í tívolí, tvistið verður aldrei eins og þú heldur. Án þess að vilja spilla sögunni verður þó að taka fram að gagnrýnandi varð fyrir vonbrigðum með endalok sögunnar, sem kemur ef til vill til af því að sem lesandi vildi ég fylgja þessum persónum lengra en við fengum að gera, svolítið eins og um cliffhanger í spennuþætti hafi verið að ræða. 

Persónusköpun Þórdísar er í alla staði frábær, allt frá samstarfskonum Elfar í túristabúðinni til hins smeðjulega Tibors, lesandi heillast gjörsamlega af þessu fólki í gegnum sögumannsaugu Elfar. Elfur sjálf er týnd og á flótta, og er svo sympatísk akkúrat þess vegna. Lesandi fær smám saman glefsur sem sýna okkur mynd af þessari manneskju sem við ferðumst með í gegnum söguna. 

Við mótumst af því sem við neytum, hvort sem það eru hlaðvörp, bækur eða Instagram, og Elfur er holdgervingur þess í bókinni: hún bærist með vilja annarra, sátt í vilja- og framtaksleysi sínu þar til örlögin grípa í taumana. Hún er óáreiðanlegur sögumaður eigin sögu, enda á flótta frá minningum sínum og lífi. Hún vantreystir sjálfri sér líklega í sama mæli og lesandinn. Tilvera nútímamanneskjunnar er jú einhvern veginn fráleit og Þórdís nær með skrifum sínum og persónusköpun að fanga þessa fráleitu tilveru okkar af mikilli list, þessa þrá til að henda símunum okkar í sjóinn, búa okkur til nýtt líf, líf sem er ævintýralegt, lifandi og skáldlegt en ekki þessi stanslausi doði og leiðindi sem vestrænt þægindalíf verður í sífellt meira mæli. 

Armeló er eins og skógur af ævintýrum sem við eltum Elfi í gegnum, þreifandi fyrir okkur í myrkrinu. Á vendipunkti byrjum við að fá innsýn í huga annarra persóna, og samhliða því byrjar sagan að verða yfirnáttúruleg á mjög áreynslulausan hátt. Niðurstaðan er yfirnáttúruleg og sálræn skáldsaga um  persónurnar sem við veljum að leika og fantasíurnar sem við búum til í flótta frá lífi okkar. Með skáldsögunni stimplar Þórdís Helgadóttir sig rækilega inn í íslenska bókamenntasenu sem frábærlega fær rithöfundur.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár