Ljóðsaga Kristjáns Hrafns Guðmundssonar, Vöggudýrabær, kemur beint inn í umræðu um Vöggustofurnar alræmdu sem reknar voru á síðari hluta 20. aldar í Reykjavík í þeim tilgangi að fóstra börn einstæðra mæðra svo þær gætu stundað launavinnu. Nefnd sem Reykjavíkurborg setti á fót til að rannsaka starfsemina komst að þeirri niðurstöðu að börnin hafi sætt illri meðferð á vöggustofunum en reyndar þurfti ekki nefnd til, því sjálf höfðu mörg þeirra barna sem þarna dvöldu – og mæður þeirra – borið vitni um tilfinningalega vanrækslu og grimmdarlegan aðskilnað barna frá móður sem skildu eftir sig óafmáanleg spor.
Höfundur tileinkar móður sinni og ömmu ljóðsöguna og ljóst er að þær mæðgur eru meðal fórnarlamba slíkrar stofnunar þótt engin gögn finnist lengur um tveggja ára dvöl móðurinnar; hún er „eyða í gögnum stjórnvalda“ og við fyrirspurn berst um síðir svarið: „málinu hefur verið lokað“.
„Vagga ber í sér merkinguna líf. Von. Framtíð. / Stofa …
Athugasemdir