Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við erum bara krakkar“

Fram­an af er þetta frek­ar hefð­bund­in ung­linga­bók í ljóð­ræn­ari kant­in­um, en hægt og ró­lega op­in­ber­ast ætl­un höf­und­ar: þetta er í raun heim­speki­leg rök­ræða um einelti.

„Við erum bara krakkar“
Mieko Kawakami Heaven er heimspekileg skáldsaga um einelti sem er hugvekjandi og finnur með heimspekinni leið inn í sársaukann.
Bók

Hea­ven

Höfundur Mieko Kawakami í þýðingu Jóns St. Kristjánssonar
Angústúra
218 blaðsíður
Niðurstaða:

Heimspekileg skáldsaga um einelti sem er hugvekjandi og finnur með heimspekinni leið inn í sársaukann. Eineltið er þó óþarflega ýkt og ákveðnir hnökrar á þýðingunni, en textinn heldur manni engu að síður vel og manni er ekki sama um þessa krakka.

Gefðu umsögn

Við erum stödd í japönskum bæ árið 1991. Fjórtán ára strákur lendir í hrikalegu einelti en vingast við bekkjarsystur sína, Kojima, sem er þjáningasystir hans – þau eru helstu skotmörk eineltisseggjanna í bekknum. Framan af er þetta frekar hefðbundin unglingabók í ljóðrænari kantinum, en hægt og rólega opinberast ætlun höfundar: þetta er í raun heimspekileg rökræða um einelti.

Kawakami hefur sjálf lýst því yfir að Svo mælti Zaraþústra hafi verið áhrifavaldur og í raun má segja að tvær lykilpersónur bókarinnar séu á sinn hátt málpípur annars vegar níhílisma Nietzsche og hins vegar fornrar kínverskrar speki. Kojima reynir að finna merkingu í eineltinu, talar um „yndislega veikleika“ – en á móti segir einn eineltisseggurinn einfaldlega: „Eina ástæðan fyrir því að þú lentir í þessu er að þú varst nálægur þegar einhvern langaði til að kýla einhvern.“

En virkar þessi heimspeki sannfærandi þegar hún kemur úr munni fjórtán ára krakka? Vissulega hugsar maður stundum í miðri níhílískri einræðu að svona myndi enginn fjórtán ára krakki tala, en það kemur ekki að sök, maður trúir því samt alveg að hann myndi hugsa um það bil svona um það, þetta virkar þótt það sé ekki fullkomlega raunsætt. Í eftirmála íslensku útgáfunnar segir Maríanna Clara Lúthersdóttir réttilega að það sé áhugavert að sviðsetja þessar hugmyndir í „heimi þar sem hugmyndir og tilfinningar eru ekki margræddar og útþvældar, heldur ferskar, hráar og nýjar.“

„En virkar þessi heimspeki sannfærandi þegar hún kemur úr munni fjórtán ára krakka?“

Eineltið sjálft er óhugnanlegt og satt best að segja nokkuð ýkt á köflum, þetta er einhver allra versta tegund eineltis sem hægt er að hugsa sér, en það sem er áhrifaríkara eru viðbrögðin, að sjá hvernig er að lifa undir ógnarstjórn eineltis og hugsa um það alla daga. Aðalpersónan er nefnilega aldrei nefnd á nafn, þessi strákur er kallaður Auga af því hann er rangeygður, en það er eins og eineltið hafi brotið niður persónuleika hans – hann speglar sig í Kojimu og eineltisseggjunum Ninomiya og Momose, segir þeirra sögur frekar en sína eigin, sem maður skynjar að hann sé orðinn sannfærður um að sé einskis virði.

Og í ógnarstjórn eineltisins er það Kojima sem er í þögulli andspyrnu, en þetta er andspyrna píslarvottsins, sem kemur í ljós að er ekki raunveruleg lausn, þótt hún geti veitt tímabundna huggun. Það kemur oft á óvart hvaða heimspeki er hjálplegust í þessum aðstæðum og hvað leiðir þig í ógöngur – og í raun er ljóst að hvorug lífssýnin mun duga ein og sér í viðsjárverðum heimi. Eymdin elskar félagsskap, en hún er ekki endilega góður félagsskapur ef áframhaldandi sameiginleg eymd er skilyrði.

Heimspekin reynist líka dýrmæt til þess að framkalla sárar tilfinningar sem einelti fylgja – í raun er bókin vísbending um að mögulega hjálpaði einhver sár reynsla Nietzche og spekingum fornaldar að framkalla kenningar sínar, og mögulega er óklárað uppgjör við slíka reynslu ástæða veikleika téðra kenninga. Titillinn Heaven vísar til uppáhaldslistaverks Kojimu, sem hún kemst aldrei í að sýna aðalpersónunni. Auga fær aldrei að sjá himnaríki, það er alltaf handan seilingar, rétt eins og endanleg svör.

Bláendir bókarinnar er vissulega dálítið snöggsoðinn og þýðingarbragur á verkinu á köflum, orðið miðskóli stakk sérstaklega, en á móti er textinn heilt yfir læsilegur og ryþmískur og sagan grípandi og hugvekjandi. Og blóðið frýs þegar Momose, staðgengill Nietzche í japönskum gagnfræðaskólum, segir: „Við erum bara krakkar. Á okkar aldri telst ekkert vera glæpur.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár