Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Heillandi hrímheimur

Góð og trú­verð­ug heims­sköp­un er ein af frum­for­send­um góðr­ar fant­as­íu og í þess­ari bók tekst Hildi Knúts­dótt­ur svo sann­ar­lega að skapa eft­ir­minni­leg­an heim.

Heillandi hrímheimur
Heimssköpun „Í þessari bók tekst Hildi Knútsdóttur svo sannarlega að skapa eftirminnilegan heim.“ Mynd: Davíð Þór
Bók

Hrím

Höfundur Hildur Knútsdóttir
Mál og menning
338 blaðsíður
Gefðu umsögn

Jófríður Karkadóttir er dóttir kennimanns í Mývatnsskaranum. Hún er eins og aðrir unglingar, hefur áhuga á fötum, perlusaumuðum yfirskyrtum úr kópaskinni, ástinni, en um hjarta hennar takast á æskuvinur hennar Bresi og hinn framandi Suðri úr Ljósavatnsskaranum, og svo veltir hún því líka fyrir sér hvað framtíðin ber í skauti sér og hvaða verkefni innan skarans munu falla henni í skaut þegar hún verður fullorðin. Við hittum Jófríði fyrst úti í hólma á Skjálfandafljóti, nálægt sumardvalarstað skarans hennar, þar sem hún er að safna ull af svokölluðum haðnautum áður en haldið er til Húsavíkur í sumarlok þar sem allir skararnir hittast, veiða saman, halda hátíð og skiptast á varningi áður en haustið rekur öll í vetrarbúðir úti á ísilögðum vötnum.  

Góð og trúverðug heimssköpun er ein af frumforsendum góðrar fantasíu og í þessari bók tekst Hildi Knútsdóttur svo sannarlega að skapa eftirminnilegan heim. Ekki síst vegna þess að hann er byggður á Suður-Þingeyjarsýslu með vötnum og ám og hæðum sem heita sömu nöfnum og í okkar heimi, landslagi sem er til í alvöru og mörg þekkja vel. Sá heimur sem hún skapar í nýjustu bók sinni, Hrím, er bæði kunnuglegur og framandi og framkallaður af mikilli sköpunargáfu og skáldagleði. 

Hildur Knútsdóttir hefur skrifað nokkrar bækur og bókaflokka þar sem fantasían vefst saman við þá heimsmynd sem við þekkjum og má þar nefna verðlaunabækurnar þríleikinn Ljónið, Nornin og Skógurinn og tvíleikinn Vetrarfrí og Vetrarhörkur. Í þessari bók er gengið lengra, lesendur kannast við landafræði og staðarheiti, mögulega hluta dýra- og jurtalífs, en sjónarhornið er framandi, samfélagið er safnara og veiðimanna sem ferðast um í nokkrum hópum sem kallast skarar, trúarbrögðin eru samtal við náttúruna sem er bæði lík og ólík þeirri náttúru sem við þekkjum á þessu svæði í dag, lífsbaráttan er ekki bænda og búaliðs heldur fer mun aftar í sögunni. Tilfinningin er að einhverju leyti forsöguleg, dýrin eru til að mynda bæði fjölbreyttari og miklu stærri en við eigum að venjast eða fólkið er miklu minna. Refir gegna hlutverki hunda og ná fólki upp að mitti, fjórar manneskjur þarf til að draga einn selkóp og laxar geta hæglega gleypt meðalmanneskju. Risavaxnir birnir og mórhirtir sem gætu verið það sem við köllum hreindýr leika lausum hala, að ógleymdum hinum skelfilegu ófreskjum, hrímsvelgjunum. 

Bakgrunnur sögunnar og sú þjóð- og mannfræði sem gerir söguna lifandi er einstaklega skemmtilega unnin.

Bakgrunnur sögunnar og sú þjóð- og mannfræði sem gerir söguna lifandi er einstaklega skemmtilega unnin. Lífi fólksins í skörunum er lýst á lifandi og áhugaverðan hátt, hvernig dagar þess líða við veiðar og söfnun, hvernig  fólk verslar og slúðrar og skemmtir sér, hvað er borðað, hvernig þau hita híbýli sín og lýsa þau, hvað er í matinn, hvernig húsaskipan er, hvað er dýrmætt og hvernig er hagkerfið og svo framvegis. Allt þetta er ljóslifandi fyrir hugskotssjónum lesandans sem sekkur sér niður í lífið í tjöldum og langhúsum, og hvernig það býður þrátt fyrir harðræði upp á ýmsar gjafir og gleði. 

Hildur nýtir sér íslenskuna og orðaforða hennar í Hrími enda dýrmætt að geta kafað í sjóði Snorra-Eddu og þjóðsagna Jóns Árnasonar þegar íslensk fantasía er skrifuð. Persónurnar heita nöfnum eins og Kneif, Eirfinna og Auðni, ættbálkarnir kallast skarar og foreldrar kalla börn sín „jóðið mitt“ á elskulegan hátt en fyrir þau sem ekki vita þá er skari orð yfir hóp og jóð þýðir barn, allavega í krossgátum. Íslenskan er full af skemmtilegum orðum og samheitum og nákvæmlega engin ástæða til að láta þau liggja óbætt hjá garði. 

Þótt heimssköpunin taki töluvert pláss í Hrími er bókin þó fyrst og fremst þroskasaga Jófríðar og hvernig hún tekst á við ýmis hlutverk er fylgja því að vaxa úr grasi. Rómantík fær sinn skerf með stjörnustari og leynifundum í heitum laugum og hún lendir í þeirri sígildu klemmu að þurfa að velja milli tveggja stráka, æskuvinarins Bresa og hins meira framandi Suðra, sem báðir hafa ýmislegt sér til ágætis en setja henni þó ákveðna afarkosti. Sambandi hennar við bestu vinkonuna Eirfinnu eru líka gerð góð skil og Eirfinna með skemmtilegri persónum í bókinni. Á meðan kallar framtíðin og þau hlutverk sem bjóðast þar ekki endilega þau sem Jófríður myndi velja sér sjálf. Hún leggur í eins konar kvendómsvígsluferð, ein í hríðarbyl að sinna lífsnauðsynlegum erindum og fær á meðan tækifæri til að hugsa sinn gang, hlusta á sína innri rödd og velja sjálf þá leið sem hún ætlar sér að feta. 

Eins og ég sagði áðan þá er höfundur Hríms þekkt fyrir að láta ekki eina bók nægja þegar hún kafar á annað borð í aðra heima og það má vissulega hugsa sem svo að það væri synd að láta þessa nostursamlegu heims- og persónusköpun ekki teygja sig í fleiri bækur. Sagan af Jófríði stendur þó alveg sjálfstætt og fyrir sínu þó ég hefði samt ekkert á móti því að heimsækja Hrímland aftur. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár