Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Áreynslulaus fjölbreytileiki

Í þess­ari bók birt­ist fjöl­breyti­leik­inn einna helst í því að Úlf­ur á tvær mömm­ur og er það kynnt á áreynslu­laus­an hátt í upp­hafi og enda bók­ar­inn­ar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tvær mömm­ur rata inn í ís­lensk­ar barna­bók­mennt­ir en góð vísa er aldrei of oft kveð­in.

Áreynslulaus fjölbreytileiki
Höfundar Höfundar verksins, þær María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir, hafa í mörg ár verið ötular við að benda á hversu órjúfanlegur hluti hinseginleikinn er af samfélaginu.
Bók

Úlf­ur og Ylfa: Æv­in­týra­dag­ur­inn

Höfundur Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir
Salka
44 blaðsíður
Gefðu umsögn

Úlfur vaknar spenntur á sólríkum morgni því hann ætlar í ævintýraferð með vinkonu sinni, henni Ylfu, og hundinum Bósa Ljóshári. Úlfur og Ylfa nýta síðan ímyndunaraflið til hins ítrasta og eiga saman skemmtilegan dag fullan af hættulegum villidýrum og árásargjörnum nammipokum. 

Ævintýradagurinn er fyrst í flokki bóka fyrir yngstu lesendurna um Úlf og Ylfu og ævintýri þeirra. Markmið bókaflokksins er að „fagna fjölbreytileikanum með því að sýna hann í allri sinni dýrð“, eins og segir í bókakápu. Í þessari bók birtist fjölbreytileikinn einna helst í því að Úlfur á tvær mömmur og er það kynnt á áreynslulausan hátt í upphafi og enda bókarinnar, enda er það sennilega markmiðið: að skrifa skemmtilegar og grípandi sögur fyrir börn þar sem fjölbreytt fjölskylduform og einstakir einstaklingar eru svo sjálfsagt mál að ekki er nokkur þörf að ávarpa það neitt frekar.

Þetta tekst vel í þessari fyrstu bók enda hafa höfundar textans í mörg ár verið ötular að benda á hversu órjúfanlegur hluti hinseginleikinn er af samfélaginu og hversu ástæðulaust er að gera eitthvað sérstakt veður út af þvi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tvær mömmur rata inn í íslenskar barnabókmenntir en góð vísa er aldrei of oft kveðin og mikilvægt að fjölbreytileiki samfélagsins sjáist sem oftast í bókum og kannski sérstaklega þeim sem eru ætlaðar börnum.

Myndir Auðar Ýrar Elísabetardóttur eru fallegar og litríkar, flæða kringum textann og styðja söguna vel. Eitt aðalsmerki góðra myndlýsinga í barnabókum er að þær bæti einhverju við söguna, einhverjum smáatriðum sem hægt er að finna og tala um, til dæmis þegar sagan er lesin fyrir börn og slíkt má sannarlega finna í þessari bók. Ævintýradagurinn er hugljúf og skemmtileg saga sem auðvelt er fyrir börn að samsama sig við og  byrja strax að hlakka til fleiri ævintýra Úlfs og Ylfu. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár