Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þórdís Kolbrún þriðja konan sem tekur við prókúru fyrir ríkissjóð

Hing­að til hafa kon­ur ein­ung­is stýrt fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu í minna en 17 mán­uði. Þriðja kon­an sem sest í það embætti gæti rúm­lega tvö­fald­að þann tíma ef hún sit­ur þar út kjör­tíma­bil­ið.

Þórdís Kolbrún þriðja konan sem tekur við prókúru fyrir ríkissjóð
Færir sig til Þórdís Kolbrún mun hafa stólaskipti við Bjarna Benediktsson síðar í dag. Mynd: Golli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, sem síðar í dag tekur við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu, verður 27 einstaklingurinn sem gegnir þeirri stöðu frá því að lýð­veldið Ísland var stofn­að. 

Hún verður þriðja konan til að taka við þessu einu valdamesta embætti landsins. Oddný Harð­­ar­dóttir varð fyrsta konan til að gegna emb­ætti fjár­­­mála­ráð­herra þegar hún tók við því á gaml­ár­s­dag 2011.

Oddný sat í emb­ætti í níu mán­uði og þá tók flokks­­systir hennar Katrín Júl­í­us­dóttir við. Hún sat í emb­ætt­inu í tæpa átta mán­uði. Því hafa konur verið fjár­­­mála­ráð­herrar á Íslandi í minna en 17 mán­uði frá árinu 1944.  

Klári Þórdís Kolbrún kjörtímabilið í þessu embætti, eins og formenn ríkisstjórnarflokkanna klifuðu á á blaðamannafundi í dag að myndi gerast, þá mun hún rúmlega tvöfalda þann tíma sem kona hefur haldið á prókúru fyrir ríkissjóð á lýðveldistímanum. 

Engin skýr æskilegur arftaki

Mikið var skrafað um þann ráðherrakapal sem gæti farið af stað eftir afsögn Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra á þriðjudag og spáð í spilin um hver myndi taka við því ráðherraembætti sem hann hefur meira og minna gegnt í rúman áratug. Hvernig sá kapall var lagður var kynntur á blaðamannafundi klukkan 11 í dag. Einu breytingarnar voru þær að Bjarni hefur stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu og færir sig yfir í utanríkisráðuneytið. 

Í könnum sem Maskína gerði í lok viku kom fram að enginn sitjandi stjórnarþingmaður stóð upp úr sem óska-kandídat landsmanna til að taka við fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Flestir, alls tólf prósent aðspurðra, sögðu að Þórdís Kolbrúns væri sá einstaklingur sem þeim hugnast best til að taka við. Skammt á hæla hennar komu Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sem voru bæði nefnd af níu prósent svarenda. Einungis tvö prósent nefndu nafn Bjarna sem svar við þessari spurningu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    *************************************************************************
    Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
    í ríkisbanka.

    Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.

    Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.

    "Ef þetta er fjármálaráðherrann þeirra, hvernig eru þá hinir ?"

    Bjarni Ben. hagar sér eins og óuppalinn dekurkrakki í nammibúð
    *************************************************************************
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár