Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra, sem hann hefur gegnt meira og minna í áratug með nokkurra mánaða hliðarspori yfir í forsætisráðuneytið, á þriðjudagsmorgun. Afsögnin átti sér skamman aðdraganda. Bjarni boðaði til blaðamannafundar með 49 mínútna fyrirvara. Nánast á sama tíma og fundarboðið var sent út birti umboðsmaður Alþingis álit í athugun sinni á því hvort Bjarna hefði skort hæfi til að samþykkja tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í mars í fyrra, í ljósi þess að félag í eigu föður Bjarna, Hafsilfur ehf., var á meðal kaupenda. Niðurstaðan var sú að Bjarni hafi ekki verið hæfur til þess.
Flestir viðmælendur Heimildarinnar, innan og í kringum ríkisstjórnina, eru sammála um að Bjarni hafi verið heiðarlegur með það í ræðu sinni á blaðamannafundinum að hann vissi ekki hvað afsögn sín myndi þýða fyrir ríkisstjórnarsamstarfið. Hann hafði rætt afsögnina við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra fyrir fram …
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra seldi föður sínum hlut
í ríkisbanka.
Í nágrannalöndunum væri stjórnmálaferli hans þess vegna lokið.
Þar vilja stjórnmálaflokkarnir ekki hafa slíka menn í forsvari.
"Ef þetta er fjármálaráðherrann þeirra, hvernig eru þá hinir ?"
*************************************************************************