Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Freista þess að fella ítalska baróninn í Landsrétti

Landa­merkja­mál í Ár­nes­hreppi, sem áhrif gæti haft á áform­aða Hvalár­virkj­un, eru ekki enn út­kljáð. Fram­kvæmda­að­ili sótti ekki um fram­leng­ingu rann­sókn­ar­leyf­is til Orku­stofn­un­ar vegna virkj­un­ar­inn­ar í tæka tíð en seg­ist hafa „einka­leyfi“ á slík­um rann­sókn­um.

Freista þess að fella ítalska baróninn í Landsrétti
Barón á hestbaki Ítalski baróninn Fel­ix von Lango-Liebenstein a eyðijörðina Engjanes í Eyvindarfirði á Ströndum. Þangað hefur hann örsjaldan komið. Mynd: Suedtirolfoto/Seehauser

Enginn aðili er með gilt leyfi Orkustofnunar til rannsókna á þeim slóðum sem Hvalárvirkjun í Árneshreppi er áformuð. Vesturverk, sem hefur verið með virkjunina á prjónunum árum saman, fékk útgefið rannsóknarleyfi vegna áformanna í lok mars árið 2015 og var það tvívegis framlengt. Hins vegar láðist fyrirtækinu að sækja um þriðju framlengingu þess í tæka tíð áður en það rann út 31. mars 2021. Því er staðan sú að þrátt fyrir að virkjunarkosturinn sé ofarlega á blaði hjá HS Orku, sem á 80 prósent í Vesturverki, er ekkert rannsóknarleyfi frá Orkustofnun í gildi og hefur ekki verið í tvö og hálft ár.

Hins vegar hefur fyrirtækið samið við landeigendur um rannsóknir og samkvæmt lögum þarf ekki leyfi Orkustofnunar til rannsókna ef þær fara fram á vegum landeiganda.

Heimildin óskaði eftir upplýsingum frá HS Orku nýverið um hver staða nýrra virkjunarkosta fyrirtækisins væru. Þau svör fengust að auk stækkunarverkefna virkjana sem þegar eru starfræktar er fyrirtækið að einbeita sér að þremur nýjum kostum: Hvalárvirkjun, Eldvörpum og Krýsuvík. Þeir tveir síðarnefndu eru jarðvarmakostir.

Hvalárvirkjun er hins vegar, sagði í svörum Birnu Lárusdóttur upplýsingafulltrúa HS Orku, sá kostur sem er hvað lengst kominn í undirbúningi. Benti hún á að umhverfismati væri lokið sem og helstu skipulagsbreytingum þrátt fyrir að þær þörfnuðust lítils háttar endurskoðunar. Spurð um stöðu rannsóknarleyfa svaraði Birna: „Vesturverk er með einkaleyfi á rannsóknum og nýtingu samkvæmt landeigendasamningum.“

Samningar þessir við landeigendur eru til ársins 2025 og fjalla um rannsóknir og nýtingu á vatnasviði áformaðrar Hvalárvirkjunar.

Hægt að veita öðrum leyfi

Orkustofnun bendir í svörum við fyrirspurn Heimildarinnar um stöðu rannsóknarleyfa á að samkvæmt lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu þurfi ekki leyfi Orkustofnunar ef rannsóknir fari fram á vegum landeiganda. Stofnunin telur hins vegar rétt að benda á að þrátt fyrir slíka samninga geti stofnunin veitt öðrum rannsóknarleyfi ef eftir er sóst og þá yrðu rannsóknir á vegum landeiganda óheimilar.

„VesturVerk er með einkaleyfi á rannsóknum og nýtingu samkvæmt landeigendasamningum.“
Birna Lárusdóttir,
upplýsingafulltrúi HS Orku.

Vesturverk sendi ósk um framlengingu á gildistíma rannsóknarleyfis til Orkustofnunar í apríl 2021 en þar sem leyfið var þá útrunnið nokkrum dögum áður taldi stofnunin sér ekki fært að framlengja gildistímann. Var framkvæmdaaðila bent á að sækja um leyfi að nýju með því að senda inn fullnægjandi umsókn. Vesturverk sendi umsókn í tölvupósti um haustið en Orkustofnun taldi hana ekki fullnægjandi. Upplýsingar um tilgang rannsókna hefði t.d. skort sem og upplýsingar um afmörkun rannsóknarsvæðis. „Orkustofnun hefur að nýju skoðað afmörkun fyrra rannsóknarleyfis og telur, m.a. í ljósi atvika sem eru tilgreind í umsókn, hugsanlega rétt að umsækjandi taki afmörkun umsótts rannsóknarsvæðis til  endurskoðunar,“ sagði m.a. í bréfi stofnunarinnar til Vesturverks í upphafi árs 2022. Atvikin sem vísað er til fjalla annars vegar um tillögu um friðun fossa í Rjúkanda, Hvalá og Eyvindarfjarðará fyrir skertu rennsli og hins vegar kröfu óbyggðarnefndar um eignarhald ríkisins á landsvæði sem vatnasvið virkjunar liggur á og landeigendasamningur byggir á.

Orkustofnun óskaði í ljósi þessa á ný eftir heildstæðri umsókn um rannsóknarleyfi vegna áforma um Hvalárvirkjun.

Vesturverk hefur ekki enn, tæpum tveimur árum síðar, svarað þessu erindi Orkustofnunar.

Hugmyndin á sveimi í áratugi

Hugmyndir um virkjun áa ofan af Ófeigsfjarðarheiði nyrst í Árneshreppi má rekja til fyrstu áratuga síðustu aldar en það var þó ekki fyrr en á áttunda áratug hennar sem vatnamælingar voru fyrst gerðar. Síðan þá hafa hugmyndirnar legið í dvala í lengri og skemmri tíma eða allt þar til Vesturverk, sem síðar komst í meirihlutaeigu HS Orku, blés lífi í þær af krafti og samdi við landeigendur um vatnsréttindi árið 2007.

Áhrifasvæði hinnar áformuðu virkjunar er innan tveggja eyðijarða, Ófeigsfjarðar og Engjaness í Eyvindarfirði. Ófeigsfjörður er að mestu í eigu sömu fjölskyldunnar, fólks sem ólst þar upp og hefur þar djúpar rætur. Engjanes er hins vegar í eigu ítalsks baróns, Fel­ix von Lango-Liebenstein, manns sem hefur örsjaldan komið á þessar slóðir frá því að hann festi kaup á jörðinni.

En áhrifasvæðið kann að liggja um aðra jörð, Drangavík, sem er í eigu fólks sem kærir sig flest ekki um að þar verði reist virkjun. Þannig er nefnilega mál með vexti að meirihluti eigenda Drangavíkur telja að ein þeirra áa sem áformað er að nýta til Hvalárvirkjunar eigi ekki upptök sín í landi ítalska barónsins í Engjanesi heldur á sinni jörð. Þetta megi lesa úr landamerkjabréfum frá árinu 1890.

Eigendahópurinn höfðaði mál á hendur baróninum sem og eigendum Ófeigsfjarðar árið 2020 til að fá það viðurkennt fyrir dómi að landamerki Drangavíkur gagnvart hinum jörðunum væru eins og þeir telja þeim lýst í landamerkjabréfunum. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði eigendur Engjaness og Ófeigsfjarðar af kröfum eigendahóps Drangavíkur í fyrrasumar.

Þeirri niðurstöðu var áfrýjað til Landsréttar og málið því ekki útkljáð.

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Eru það ekki eigendur Dranga sem eru á móti Hvalárvirkjun?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár