1. Fyrir hvað er Byron lávarður þekktastur?
2. Hver skrifaði um Elsku Míó minn og Maddit og Betu?
3. Bíómyndin og söngleikurinn Frost (Frozen) eru lauslega byggð á sögu eftir ... hvern?
4. 24. júní 1940 fór Adolf Hitler í stutta en fræga ferð til ... hvaða staðar?
5. 15 kílómetrum í beinni loftlínu frá Jerúsalem er höfuðborg ein. Hvað heitir hún?
6. Við hvaða þjóð er ein allra hávaxnasta hundategund heims kennd?
7. Í hvaða hafi er Sri Lanka?
8. Í ám í hvaða heimsálfu búa Piranha-fiskar?
9. Eskilos, Sófókles og ... hver?
10. Kári Jónsson og Axel Árnason tónlistarmenn hafa víða komið við á ferlinum. Fyrir 30 árum stofnuðu þeir við þriðja mann hljómsveit sem var um tíma mjög vinsæl. Þessi þriðji maður var og er þó helst kenndur við hljómsveitina. Hvað heitir hljómsveitin?
11. Og þriðji maðurinn er þá ... hver?
12. Hver er kunnasta afurðin sem …
Athugasemdir (1)