Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Púður og kúlur

Fyr­ir þrem­ur ár­um var einu skot­færa­verk­smiðj­unni sem starf­rækt var í Dan­mörku lok­að. Nú verð­ur aft­ur far­ið að fram­leiða skot­færi í verk­smiðj­unni. Vopna- og skot­færala­ger­ar stuðn­ings­ríkja Úkraínu eru að tæm­ast og því brýnt að auka fram­leiðsl­una.

Púður og kúlur
Danski herinn Danska ríkið gekk á dögunum frá kaupum á skotfæraverksmiðju í Elling. Skotfæri hafa ekki verið framleidd í landinu í þrjú ár en nú verður líklega breyting þar á. Mynd: AFP

Eftir lok síðari heimsstyrjaldar var almenn samstaða meðal dönsku þjóðarinnar um nauðsyn þess að efla herinn. Sagan frá 9. apríl 1940 þegar danski herinn gafst upp, nánast baráttulaust, þegar Þjóðverjar hernámu landið var ofarlega í hugum Dana. Öllum var jafnframt ljóst að Danmörk yrði aldrei stórveldi á hernaðarsviðinu, samstarf í öryggis-og varnarmálum hlyti að vera lausnin. Flestir hölluðust að samvinnu við Bandaríkin og Danir, ásamt Íslendingum, voru í hópi stofnríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, árið 1949.

Eins og áður sagði var samstaða um að efla herinn og á kaldastríðsárunum (1947-1991) átti sér stað mikil uppbygging innan hersins. Sama gilti um flest aðildarlönd NATO.

Dregið úr fjárveitingum

Eftir að kalda stríðið svonefnda fjaraði út undir lok níunda áratugar síðustu aldar drógu mörg Evrópulönd úr hernaðarviðbúnaði sínum. Miklum fjármunum hafði verið varið til tækja- og vopnakaupa á kaldastríðsárunum og undir lok síðustu aldar leit út fyrir friðsamlegri tíma víðast hvar í Evrópu. Þíða hafði myndast milli Rússa og NATO eftir fall Sovétríkjanna og sú spenna sem ríkt hafði virtist að mestu úr sögunni. Miklum fjármunum sem runnið höfðu til hermála væri því betur varið til annarra brýnna verkefna var algengt viðkvæði stjórnmálamanna þegar herstjórnendur kvörtuðu. Meðal þeirra sem beittu niðurskurðarhnífnum á herinn ár eftir ár voru Danir. Niðurskurðurinn hafði í för með sér að tækjakostur var ekki endurnýjaður, viðhaldi á tólum og tækjum var ábótavant og dregið var úr birgðahaldi á öllum sviðum.

Ekki voru allir danskir þingmenn ætíð sáttir við niðurskurðinn til hersins og þegar komið var fram á miðjan fyrsta áratug þessarar aldar létu þeir sem höfðu áhyggjur af framtíð hersins æ oftar í sér heyra. Þeir voru þó í minnihluta á þinginu og niðurskurðurinn hélt áfram. 

Danir sluppu ekki við bankahrunið haustið 2008 og á næstu árum eftir það var í mörg horn að líta og herinn var ekki eitt þeirra.

Áfram skorið niður

Þótt Danmörk væri farin að rétta úr kreppukútnum árið 2013 var áfram skorið niður hjá hernum. Í samkomulagi þingsins það ár um fjárveitingar til varnarmála (forsvarsforliget) fram til ársloka 2017 var gert ráð fyrir árlegum sparnaði uppá 2,5 milljarða danskra króna (49 milljarða íslenska). Niðurskurðurinn nam rúmlega 10 prósentum af árlegum fjárveitingum til hersins. Niðurskurðinn réttlætti þingið með þeim rökum að tímarnir væru breyttir, áherslurnar í her-og varnarmálum sömuleiðis. 

Ákveðið hafði verið að vorið 2014 lyki veru danska hersins í Afganistan, eftir tólf ár, og mikinn kostnað. Árið 2014, ári eftir áðurnefnt samkomulag um fjárveitingarnar til hersins réðust Rússar inn á Krímskaga. 9. apríl 2015 birti dagblaðið Berlingske langt viðtal við Anders Fogh Rasmussen fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO, í tilefni þess að liðin voru 75 ár frá hernámi Þjóðverja í Danmörku. Hann sagði það mikið áhyggjuefni hvað Evrópuríkin í Atlantshafsbandalaginu hefðu takmarkaðan skilning á nauðsyn þess að verja fé til hermála, Bandaríkin gætu ekki endalaust dregið NATO hestinn.

Í viðtali af sama tilefni lét danskur hernaðarsérfræðingur svo ummælt að danski herinn væri búinn að vera í megrun síðan kalda stríðinu lauk „orðinn hálfgerður þykjustuher“. Lars Løkke Rasmussen, þáverandi formaður Venstre, sagði í viðtali í apríl 2105 að snúa yrði við blaðinu og auka fjárveitingar til hersins. Eftir kosningar í júní sama ár varð hann forsætisráðherra og í fjárveitingaáætlun til hersins, sem gilda átti frá ársbyrjun 2018 til ársloka 2023 voru framlög til hersins aukin til muna. Í umræðum í þinginu, Folketinget, sagði Claus Hjort Frederiksen varnarmálaráðherra að hafinn væri undirbúningur þess að endurnýja orrustuþotur hersins og sagði „það að kaupa orrustuþotu er ekki eins og skreppa út í búð og kaupa ostbita, þoturnar þarf að panta með margra ára fyrirvara“. Árið 2016 var undirritaður samningur um kaup á 27 þotum af gerðinni F35A frá framleiðandanum Lockheed Martin, danskir fjölmiðlar sögðu þetta dýrustu innkaup danska hersins fyrr og síðar. Fyrstu vélarnar átti að afhenda árið 2021 og þær síðustu sex árum síðar. Ýmislegt varð til þess að afhendingu seinkaði og fyrstu 4 vélarnar komu til Danmerkur fyrir þrem vikum.   

Gengið á birgðirnar

Undanfarið hafa margoft birst í fjölmiðlum fréttir af auknum áhyggjum hermálayfirvalda NATO ríkjanna vegna þess hve mjög hefur gengið á vopna- og skotfærabirgðir herja ríkjanna. Ekki þarf að fjölyrða um ástæður þess. Núna berast fréttir af því að í mörgum ríkjum sé unnið af krafti við að auka framleiðslu í verksmiðjum og jafnvel setja aftur í gang verksmiðjur sem búið var að loka, eða breyta til annars konar framleiðslu.

Áhugi fyrir að endurræsa verksmiðju sem búið var að loka

Fyrir skömmu ræddi danska útvarpið, DR, við Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra Danmerkur. Hann var þá nýkominn heim af fundi sem stuðningsríki Úkraínu héldu í Þýskalandi. Fyrr á árinu sat Troels Lund Poulsen fund varnarmálaráðherra Evrópusambandsríkjanna og á fundi dönsku ríkisstjórnarinnar skömmu síðar ræddi stjórnin um að opna aftur skotfæraverksmiðju í Elling á Jótlandi, verksmiðjunni var lokað árið 2020. Sú hugmynd hafði reyndar verið viðruð áður, án þess að nokkuð frekar yrði aðhafst. Í apríl á þessu ári gekk hópur fyrirtækjaeigenda á fund varnarmálanefndar danska þingsins og kynnti hugmyndir um að hefja aftur framleiðslu í Elling verksmiðjunni. Hugmyndirnar gengu út að verksmiðjan yrði í eigu danska ríkisins og einkafyrirtækja. 

Skotfæraframleiðsla frá árinu 1676

Skotfæraverksmiðjan sem um ræðir á sér langa sögu. Var upphaflega sett á laggirnar fyrir 347 árum. Hét þá Fyrværkerikompagniet en fékk löngu síðar nafnið AMA.  Frá upphafi og til ársins 1968  var verksmiðjan á umráðasvæði hersins á Kristjánshöfn, á svæðinu þar sem Kristjanía er nú. Þegar herinn flutti bækistöðvar sínar af þessu svæði var skotfæraverksmiðjan flutt til smábæjarins Elling á Norður-Jótlandi, skammt frá Frederikshavn. Verksmiðjusvæðið er 35 hektarar að stærð og verksmiðjuhúsin 50 talsins, nær öll í góðu ástandi.

Selt til Spánverja

Árið 2008 keypti spænski skotfæraframleiðandinn Expal skotfæraverksmiðjuna í Elling, sem fékk þá nafnið Denex. Eftir að Spánverjar yfirtóku reksturinn var starfsemin bundin við eyðingu gamalla skotfæra og minni gerðir skotfæra. Reksturinn gekk ekki vel og árið 2020 ákvað Expal að hætta starfseminni í Elling. Þá misstu 63 starfsmenn vinnuna en lengst af unnu um 200 manns að jafnaði í verksmiðjunni, sem í daglegu tali gekk undir nafninu „Krudten“.

Verksmiðjusvæðið í Elling augljós kostur

Skömmu eftir að starfseminni í „Krudten“ lauk keyptu fjórir fyrirtækjaeigendur á Norður-Jótlandi verksmiðjuna og landið. Tobias Madsen, einn eigendanna, sagði fyrir nokkrum dögum í viðtali við danska útvarpið að fulltrúar eigenda hefðu þegar hitt embættismenn úr varnarmálaráðuneytinu til að ræða um hugsanleg kaup ríkisins á landinu og verksmiðjuhúsunum, sem enn standa óhreyfð með tækjum og tólum.

Ríkið hefur ákveðið að kaupa

Þegar skrifari var að hnoða saman þessum pistli, á föstudagsmorgni 6.október, birtist skyndilega á síðum danskra netmiðla frétt þess efnis að gengið hefði verið frá kaupum ríkisins á skotfæraverksmiðjunni í Elling. Í fréttatilkynningunni frá Troels Lund Poulsen varnarmálaráðherra var ekki nánar greint frá kaupsamningnum, enda blekið varla þornað. Í tilkynningunni kom fram að upplýst yrði nánar um málið á allra næstu dögum.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár