Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara

Isaac Rodrígu­ez átti erfitt upp­drátt­ar í Venesúela. Hann er sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur og seg­ir rétt­indi hinseg­in fólks gleymd í heima­land­inu. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur hafn­að beiðni Isaacs um vernd hér á landi. Það hef­ur hún gert í 550 öðr­um mál­um sem flest bíða nú fyr­ir­töku kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála.

Loksins umkringdur öðru hinsegin fólki en er þá sagt að fara
Regnboginn „Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði Isaac Rodríguez. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Mætti ég fá að segja nokkur orð um stöðu hinsegin fólks í Venesúela?“ það var mjúkróma kurteis maður sem ávarpaði mig. Hann hafði séð hljóðnema Heimildarinnar á lofti á mótmælum Venesúelabúa fyrir framan Hallgrímskirkju og vildi vekja athygli á því að það væri ekki bara skortur á mat og viðeigandi heilbrigðisþjónustu og há glæpatíðni sem legðist þungt á fólk í Venesúela. Það væri til fólk eins og hann – samkynhneigt fólk, tvíkynhneigt fólk, trans fólk; allur regnboginn – í Venesúela. Og staða þess væri mjög aum. 

„Ef ég fer aftur til Venesúela get ég ekki tjáð kynhneigð mína,“ sagði maðurinn. Hann heitir Isaac Rodríguez og er samkynhneigður. 

„Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“
Isaac Rodríguez

Í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála segir að þrátt fyrir að stjórnarskrá Venesúela leggi bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar og kynvitundar verði hinsegin fólk fyrir mismunun á atvinnu- og leigumarkaði og í mennta- og heilbrigðiskerfinu. Jafnframt veigri fólk sem verður fyrir ofbeldi vegna kynhneigðar sinnar sér við því að leita sér aðstoðar vegna vantrausts í garð lögregluyfirvalda.

„Við höfum engin réttindi. Við getum ekki gift okkur, við getum ekki lifað lífinu sem við viljum,“ sagði Isaac um stöðu hinsegin fólks í Venesúela.

„Við erum til, við erum hér og við viljum bara fá að vera við í okkar sönnu litum.“

Á Íslandi hefur hann fengið að taka virkan þátt í hinsegin samfélaginu. „Þetta er í fyrsta sinn á ævinni sem mér líður eins og ég sé umkringdur fólki sem er eins og ég,“ sagði Isaac. 

Hann kom hingað til lands fyrir þremur mánuðum síðan og hefur honum þegar verið neitað um vernd. 

Isaac RodríguezKom hingað fyrir þremur mánuðum og hefur verið neitað um vernd.

Málið hans bíður nú kærunefndar útlendingamála en nefndin sagði í síðustu viku að ástandið í Venesúela hefði batnað og því væri verjanlegt að senda fólk þangað aftur. 

Isaac sagði það ekki rétt, hann hafði sjálfur bara yfirgefið landið sitt fyrir nokkrum mánuðum og staðan var þá mjög slæm hvað varðar aðgengi að heilbrigðisþjónustu og mat, svo ekki sé minnst á fjölda glæpa og aðgerðir stjórnvalda gegn borgurum sínum. 

Blaðamenn sem hurfu mánuðum saman

Isaac starfaði sem blaðamaður í Venesúela og sagði ritskoðunina í Venesúela verulega sem og afskipti stjórnvalda af fjölmiðlum. 

„Ég á vini sem hafa verið pyntaðir, horfið mánuðum saman bara vegna þess að þau reyndu að fordæma harkalega meðferð og pyndingar sem eru enn í gangi,“ sagði Isaac. „Að segja að Venesúela sé öruggur staður – mér finnst það vera langt frá raunveruleikanum.“

Óháð nefnd á vegum mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna komst nýverið að því að alvarleg mannréttindabrot gegn raunverulegum og ætluðum andstæðingum ríkisstjórnarinnar í Venesúela á síðastliðnu ári hafi meðal annars beinst að blaðamönnum og baráttufólki fyrir mannréttindum.

Yaniser Silano„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur,“ sagði Yaniser.Heimildin / Davíð Þór

Tannlæknir sem vill að tölvunarfræðingur fái að vera

Mótmælin við Hallgrímskirkju voru haldin á miðvikudag og komu þar saman um 50 Venesúelabúar, vinir þeirra, íslenskukennarar og samstarfsfólk. 

Yaniser Silano var ein þeirra venesúelsku ríkisborgara sem mættu á mótmælin. Hún sagði mér sína sögu á íslensku, tungumáli sem hún talar reiprennandi. Hún hefur verið hér í fimm ár ásamt móður sinni og unnið sem tanntæknir, en hún er menntaður tannlæknir. Hún mætti á mótmælin fyrir bróður sinn sem er 26 ára gamall og er að sækja hér um hæli. Hann er tölvunarfræðingur og hefur fengið neitun frá Útlendingastofnun. Mál hans er í kæruferli hjá kærunefnd útlendingamála. 

„Ég treysti ekki forsetanum okkar og ekki lögreglunni heldur. Það var svo erfitt að búa [í Venesúela],“ sagði Yaniser um venesúelsk stjórnvöld.

„Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“
Yaniser Silano
tannlæknir sem býr hér og vill að bróðir hennar fái að gera það líka

Yaniser, eins og hver einasti Venesúelabúi sem Heimildin ræddi við, segir það af og frá að ástandið í Venesúela fari batnandi.

„Ég á enn fjölskyldu þar og þau segja mér að það sé ekki betra, það sé bara verra,“ sagði Yaniser sem hefur miklar áhyggjur af bróður sínum.

„Það er svo erfitt að sjá fjölskylduna þína fara svona langt í burtu. Ég held ég eigi það skilið að hafa fjölskylduna mína hér. Ég er búin að vera svo dugleg.“

Þar sem Útlendingastofnun er hætt að veita öllum Venesúelabúum viðbótarvernd vegna slæmra aðstæðna í landinu mun kærunefndin þurfa að fara í gegnum hverja einustu kæru frá Venesúelabúum. Neitanir Útlendingastofnunar sem Venesúelabúar hafa kært hlaupa á hundruðum en félagsmálaráðherra sagði við fjölmiðla á dögunum að úrskurðir kærunefndarinnar sem segja verjanlegt að senda fólk aftur til Venesúela líklega vera fordæmisgefandi.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár