Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um kom hinn venesú­elski Ju­an Pablo Valderrama í heim­inn á Land­spít­ala. Nú vill Út­lend­inga­stofn­un hann úr landi ásamt for­eldr­um hans og sex ára syst­ur. For­eldr­arn­ir vilja fram­tíð fyr­ir börn­in sín fjarri glæpa­gengj­um og vona að hægt sé að end­ur­skoða mál þeirra.

Fæddur á Íslandi en fékk samt neitun
Fjölskyldan Selena, Juan eldri, Juan yngri og Aramtza. Selena er afar þakklát fyrir að hafa fengið að koma syni sínum í heiminn á íslenskum spítala ekki venesúelskum. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ég heiti Aramtza, ég er frá Venesúela, ég er sex ára gömul,“ segir Aramtza Valderrama á óaðfinnanlegri íslensku. Hún hefur verið hér í átta mánuði með fjölskyldu sinni, alveg síðan þau ákváðu að flýja Venesúela. Móðir hennar, Selena Reyes, var þá ófrísk og var hrædd við að eignast barnið sitt í brotnu heilbrigðiskerfi heimalandsins.

Þau komu til Íslands og Selena fékk að eignast drenginn sinn á Landspítala. Fjölskyldan ber íslenska heilbrigðiskerfinu vel söguna og Selena segist ofboðslega þakklát fyrir þá aðstoð sem hún fékk þar við að koma syni sínum í heiminn. 

Heimildin / Davíð Þór

En í síðustu viku fengu þau svar frá Útlendingastofnun. Hælisbeiðni þeirra var hafnað. Fjölskyldan áfrýjaði úrskurðinum og bíður niðurstöðu. 

Selena, eiginmaður hennar Juan Valdemarra og börnin þeirra tvö voru stödd fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun ásamt á fimmta tug annarra til þess að mótmæla fyrirhuguðum brottvísunum Venesúelabúa frá landinu. Mótmæli af sama meiði fóru einnig fram í Njarðvík og á Laugarvatni.

Sögurnar sem fólkið í þessum hóp sögðu voru sögur af því að fá ekki viðeigandi krabbameinsmeðferð, sögur af því að fá að borða mest tvisvar á dag, sögur af ofbeldisfullum ránum og þöggun á vegum stjórnvalda. Og svörin sem fólkið hafði þegar það var spurt um það hvað það vildi var svarið einfalt: „Ég vil vinna hér og geta lifað lífinu mínu.“

Miguel ValderramaMiguel vill fá að starfa á Íslandi og byggja sér upp líf hér. Hann segir ástandið í heimalandinu slæmt og ekki fara batnandi.Heimildin / Davíð Þór

Kominn með atvinnutilboð en á að fara

Hinn 25 ára gamli Miguel Valderrama, föðurbróðir Arömtzu litlu, var einnig staddur á mótmælunum. Útlendingastofnun hafnaði beiðni hans um hæli nýverið og hann kærði þann úrskurð til kærunefndar Útlendingamála.

„Mér finnst þetta svo ósanngjarnt því ég hef fundið vinnu hér,“ sagði Miguel sem er hræddur við það sem bíður hans ef hann verður sendur aftur til Venesúela. 

„[Í Venesúela] borðuðum við einu sinni eða tvisvar á dag. Það er mikið af glæpamönnum. Maður getur varla farið út vegna þess að glæpir eru svo algengir,“ sagði Miguel.

Kærunefndin segir ástandið skána, Venesúelabúar segja það versna

Frá árinu 2018 til ársins 2020 veitti Útlendingastofnun þeim venesúelsku ríkisborgurum sem sóttu um vernd hér svokallaða viðbótarvernd vegna ástandsins í landinu. Árið 2021 fór Útlendingastofnun svo að synja fólki frá landinu en kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að áfram skyldi hún veita fólkinu viðbótarvernd, sem það fékk. Aftur reyndi Útlendingastofnun að synja umsóknum fólks frá landinu í fyrra en kærunefndin stóð við sitt. Fólki frá Venesúela skyldi veitt viðbótarvernd, ástandið í landinu væri einfaldlega það slæmt. 

MótmæltFrá mótmælum fyrir framan Hallgrímskirkju í morgun. Venesúelabúar mótmæltu einnig á Laugarvatni og í Njarðvík.

Í lok síðasta árs ákvað Útlendingastofnun að bíða með umsóknir frá Venesúela. Þegar hún fór aftur að taka fyrir umsóknir fólks þaðan fyrr á þessu ári var þó nokkrum hafnað. 

Stór hópur venesúelskra ríkisborgara, á fjórða hundrað manns, sem höfðu fengið neitun frá Útlendingastofnun kærðu ákvörðun hennar til kærunefndar útlendingamála í sumar. Kærunefnd útlendingamála staðfesti í síðustu viku þrjá neikvæða úrskurði Útlendingastofnunar í málum Venesúelabúa og sagði ástæðuna þá að ástandið í landinu hafi batnað á síðustu mánuðum.

Það segir Miguel ekki standast.

„Ástandið í Venesúela er að verða verra og verra með hverjum deginum. Foreldrar mínir eru þar og þeir segja mér það.“

Vilja íslenska framtíð fyrir börnin sín

Aramtza er byrjuð í íslenskum skóla og hefur það gott. Hún hljóp í rólur í nágrenninu með bros á vör á meðan foreldrar hennar, Selena og Juan, ræddu við blaðamann. 

Þau vilja ekkert frekar en örugga og rólega framtíð fyrir hana og nýfæddan soninn sem hefur aldrei andað að sér öðru lofti en því íslenska. Þau vilja sjá börnin sín leika sér í grænu íslensku grasi eða hvítum íslenskum snjó án þess að þau þurfi að óttast um velferð þeirra. Þau leyfa sér að vona áfram á meðan kærunefnd útlendingamála tekur mál þeirra fyrir.

Kjósa
33
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Illska!
    1
  • Ingvar Árnason skrifaði
    "Kærunefndin segir ástandið skána" en hafa þau farið til Venesúela og kynnt sér málið á eigin spýtur? Spyr sá sem ekki veit, en svona atriði koma aldrei fram.
    6
    • Unfortunately, they do not care about doing a real research, the fact is in who would choose a refugees camp instead a safe house in their country, literally no one
      5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár