Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þeir sem eiga innstæður hafa aukið vaxtatekjur um 60 prósent á einu ári

Eigna­tekj­ur heim­ila hafa aldrei ver­ið hærri krónu­tala en þær voru á öðr­um árs­fjórð­ungi 2023. Það borg­ar sig vel að eiga sparn­að á bók í verð­bólgu­ástandi eins og nú rík­ir. Næst­um helm­ing­ur allra inn­lána er í eigu þeirra tíu pró­senta sem hafa hæstu tekj­urn­ar.

Þeir sem eiga innstæður hafa aukið vaxtatekjur um 60 prósent á einu ári
Bankaútibú Það þarf að leita aftur til tímans fyrir bankahrun til að finna álíka hækkun á vaxtatekjum vegna innstæðna, sem geymdar eru í banka, á einu ári.

Eignatekjur heimila landsins voru 81 milljarður króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2023. Það er 31 prósent meira en þeir sem þéna tekjur af eignum sínum höfðu í slíkar á sama ársfjórðungi í fyrra. Helsta ástæðan fyrir því var rúmlega 60 prósent aukning á vaxtatekjum sem skýrast af auknu vaxtastigi, en stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkuðu úr því að vera 2,75 prósent í byrjun annars ársfjórðungs í fyrra og í 8,75 prósent í lok sama ársfjórðungs í ár. 

Þetta má lesa út úr tekjuskiptingaruppgjöri heimila landsins sem Hagstofa Íslands birti í vikunni. Eignatekjur hafa aldrei verið hærri krónutala en þær voru á þriggja mánaða tímabilinu sem hófst í byrjun apríl og lauk í lok júní síðastliðins. 

 Þeir sem eru með hæstu tekjurnar eiga mest af innlánum

Eignatekjur eru, líkt og nafni gefur til kynna, tekjur sem heimilin hafa af eignum sínum. Þar er um að ræða vexti, arð, söluhagnað og leigutekjur. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Næst­um helm­ing­ur allra inn­lána er í eigu þeirra tíu pró­senta sem hafa hæstu tekj­urn­ar."

    Þetta eru þau sem seðlabankafólk segist vera að hvetja til að "spara" með því að hækka vexti. Þ.e.a.s. fólk sem hefur nægar tekjur til að leggja til hliðar í sparnað og hagnast nú gríðarlega á kostnað þeirra sem hafa ekki getað byggt upp sparnað heldur þurft að fjármagna húsnæðiskaup með lántöku eða eru föst á leigumarkaði með enga útgönguleið þaðan.

    Enginn í seðlabankanum virðist hafa neinar áhyggjur af þeim auknu fjármagnstekjum sem þetta annars upp til hópa ágæta fólk fær nú í bílförmum og getur notað til að fjármagna aukna einkaneyslu sína með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

    Nei, samkvæmt kenningum seðlabankans eru það bara auknar launatekjur sem geta valdið verðbólgu en ekki auknar fjármagnstekjur... (takið smá stund til að láta það sökkva inn).
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Það var enga vernd að fá“
4
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár