Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Snorri leitar að ríkum og vondum bakhjörlum

Snorri Más­son, rit­stjóri Snorra Más­son­ar rit­stjóra, leit­ar nú að fjár­fram­lög­um frá „ríku og vondu fólki“ sem vill styðja við nýja fjöl­mið­il­inn hans sem ber heit­ið „Snorri Más­son rit­stjóri“. Hann seg­ir áskrif­end­ur að miðl­in­um hrann­ast inn.

Snorri leitar að ríkum og vondum bakhjörlum
Ritstjórinn Hér fer Snorri yfir málefni líðandi stundar með áskrifendum sínum með einkennismerkið á andlitinu: Glottið.

Snorri Másson fjölmiðlamaður hefur nú stofnað nýjan fjölmiðil: Snorra Másson ritstjóra. Snorri er eini starfsmaður miðilsins og er jafnframt ritstjóri hans. Hann vill með þessu gera sitt til þess að fylla í gat sem hann telur vera á fjölmiðlamarkaði með gagnrýnni umræðu blaðamanns sem viðurkennir að hann geti ómögulega verið hlutlaus. 

„Blaðamenn sem ætla að vera hlutlausir þurfa bara að tjá sig í gegnum aðrar leiðir, með því að velja viðmælendur og áherslur,“ segir Snorri.

Ef þeir ætla ekki að segja: „Þetta frumvarp er ömurlegt“ þá finna þeir einhvern til þess að segja það, í stað þess að segja bara sjálfir: „Þetta frumvarp er ömurlegt.“

Snorri ætlar sér því ekkert að skafa af skoðunum sínum á málefni líðandi stundar, sérstaklega í gegnum það sem hann kallar „málefnalegar persónuárásir“. 

„Mér líður aldrei sérlega vel með það þegar ég er að hjóla í fólk, ég gerði það stundum í Íslandi í dag. Svo hugsa ég: „Fólk þarf á þessu efni að halda.“ Þetta er ákveðin þjónusta,“ segir Snorri sem vill mjög gjarnan fá að vísa í Stefán G. Klettafjallaskáld í þessu samhengi.

„Mér er vel til allra manna en mér er meinilla við þá strauma sem sumir láta berast með.“

„Ég er ekki alveg jafn góður“

Verður þetta mikið þú að deila þinni sýn á frumvörp sem þér finnst ömurleg? 

„Ég hata náttúrulega Alþingi og mér finnst eiginlega allt leiðinlegt sem þar gerist. Ef mér finnst frumvörp ömurleg mun ég segja það,“ segir Snorri sem leggur þó áherslu á að hann muni ávallt hafa lögmál blaðamennskunnar að leiðarljósi og að hann sé ekki bundinn neinu ákveðnu pólitísku afli. 

„Ég held að það séu örlög fjölmiðlamannsins að starfa undir vondu ríku fólki. Ég myndi segja að mitt fyrirtæki sé miðað við marga aðra miðla mjög óháð vondu ríku fólki,“
Snorri Másson
ritstjóri Snorra Mássonar ritstjóra

„Ég er svolítið flókinn pólitískt séð, ég er ekki svona klassískur frjálslyndur góður vinstri maður sem er svona ráðandi fígúra á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Hann hefur tögl og hagldir á RÚV, Heimildinni, Vísi og Samstöðinni núna. Ég er svona aðeins flóknari. Mér líður ekki alveg jafn vel með alla þessa góðu málstaði. Ég kem aðeins úr annarri átt að þeim.“

FeðgarSnorri Másson, ristjóri Snorra Mássonar ritstjóra, og Már Snorrason 14 mánaða gamall. Hér undirbúa þeir feðgar það sem nú er orðið að veruleika: Snorra Másson ritstjóra.

Þú ert ekki alveg jafn góður? 

„Ég er ekki alveg jafn góður.“

Snorri Másson ritstjóri er fjármagnaður með áskriftargjöldum, um 2.000 krónum mánaðarlega kjósi fólk að fara þá leið, en Snorri kallar sömuleiðis á síðunni sinni eftir stærri styrkjum. 

„Á síðunni minni er hægt að gerast stofnmeðlimur og borga smá pening til þess að styrkja mig þar. Það væri mjög vel þegið ef eitthvað vont ríkt fólk væri til í það. Ég á ekki erfitt með að taka við pening frá vondu ríku fólki en það þýðir ekki heldur að ég muni segja allt sem vonda ríka fólkið vill að ég segi.“

Mætir örlögum sínum

En eitthvað af því kannski? 

Ef það laumar að mér einhverju sem ég er líka sammála þá get ég 100% sagt það.

Treystir þú þér samt til að vera nokkuð hlutlaus þó þú sért með vont ríkt fólk á bak við þig? 

„Ég held að það séu örlög fjölmiðlamannsins að starfa undir vondu ríku fólki. Ég myndi segja að mitt fyrirtæki sé miðað við marga aðra miðla mjög óháð vondu ríku fólki,“ segir Snorri sem er ekki að ráða til sín starfsfólk í bili en sér fyrir sér að þegar Snorri Másson ritstjóri verði að fjölmiðlaveldi gæti hann hætt að kenna miðilinn við sjálfan sig og breytt nafni miðilsins í hið smekklega og einfalda heiti: Ritstjóri.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Auður Helg skrifaði
    Mér líst vel á þetta. Snorri virðist vera víðsýnn og sjálfstæður í hugsun. Veitir ekki af að fá mótvægi við einhliða og þrönga umfjöllun meginstraumsmiðlanna.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu