Laxeldisfyrirtækið Arnarlax verður skráð á First North-hlutabréfamarkaðinn á föstudaginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöll Íslands.
Forstjóri fyrirtækisins, Björn Hembre, gaf það út í forsíðuviðtali við Viðskiptablaðið þann 25. ágúst síðastliðinn að Arnarlax yrði skráð á First North-markaðinn hér á landi nú í haust. Fyrirtækið hefur verið skráð á markað í Noregi frá því árið 2020 og verður nú skráð í báðum löndunum.
Eftir þessa tilkynningu Arnarlax í lok ágúst hefur eitt stærsta slys sem hefur átt sér stað í sjókvíaeldi á Íslandi verið nær daglegt umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Þetta er slysasleppingin á um 3500 eldislöxum hjá laxeldisfyrirtækinu Arctic Fish á Patreksfirði en stangveiðimenn hafa verið að veiða eldislaxa frá fyrirtækinu í ám á Íslandi síðastliðnar vikur. Auk þess hafa kafarar frá Noregi sem fluttir hafa verið til landsins til að veiða eldislaxana vakið mikla …
Athugasemdir