Með guð í vasanum
Ljúfsár leiksýning sem kætir, bætir og snertir við hjartastrengjunum.
Höfundur og leikstjórn: María Reyndal Leikarar**: Hjörtur Jóhann Jónsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Rakel Ýr Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Lýsing: Pálmi Jónsson Hljóðmynd: Ísidór Jökull Bjarnason Leikgervi: Elín S. Gísladóttir Aðstoð við handrit og dramatúrg: Sveinn Ólafur Gunnarsson
Ásta hefur sjaldan verið hressari, komin á eftirlaunaaldur og nýtur lífsins heima hjá sér. Má vera að hún sé farin að gleyma af og til, hafi minni þrótt en áður og segi sömu sögurnar út í hið óendanlega. En er það ekki hluti af því að eldast? Með Guð í vasanum, skrifað og leikstýrt af Maríu Reyndal, er fyrsta frumsýning Borgarleikhússsins á þessu leikári og gefur góð fyrirheit um framhaldið.
Á heimasíðu Alzheimer samtakanna má finna lista yfir einkenni sjúkdóms eða ástands sem margir aðstandendur eldra fólks kannast við. Þar má telja gleymni, minnkandi félagsfærni, erfiðleikar við venjubundnar athafnir og persónuleikabreytingar á meðal annarra. Ein og sér eru einkennin ekki endilega alvarleg en saman umbreyta þau ekki bara lífi þeirra sem kljást við Alzheimer, heilabilun og elliglöp heldur lífi aðstandenda líka.
Byggt á reynslu af veikindum móður
Í forminu minnir Með Guð í vasanum óneitanlega á leikritið Föðurinn eftir Florian …
Athugasemdir (1)