Rekstur Selfossveitna gæti orðið erfiður í vetur að sögn Sigurðar Þórs Haraldssonar veitustjóra. Væntanlega komi þó ekki til skömmtunar á heitu vatni til heimila ef langvarandi kuldakast verður en að við slíkar aðstæður sé sundlaugum og annarri starfsemi lokað. Í fyrravetur var staðan svipuð og í fordæmalausu kuldakasti sem gekk yfir landið var sundlaugum í Árborg lokað, „því okkar forgangur er að tryggja heimilum heitt vatn“.
Erfiður rekstur hitaveitu er ekki bundinn við veitusvæði Selfossveitna heldur standa mörg sveitarfélög frammi fyrir sambærilegum áskorunum. „Þessi öra uppbygging í samfélaginu er að valda hitaveitunum töluverðu álagi,“ segir Sigurður, „og oft gengið erfiðlega að halda í við hana.“
Í öðru lagi telur Sigurður stöðuna afleiðingu af efnahagshruninu en í kjölfar þess var dregið úr uppbyggingu og viðhaldi á ýmsum sviðum, m.a. í veitukerfum. „Það hefði hins vegar þurft að halda stöðugt áfram að byggja upp svo við værum betur undirbúin að takast á …
Athugasemdir (1)