Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Hærri greiðslubyrði Mörg heimili í landinu hafa séð greiðslubyrði íbúðalána sinna hækka mikið samhliða fjórtán stýrivaxtahækkunum í röð. Íslandsbanki spáir því að hækkunarlotan sé ekki búin. Mynd: Bára Huld Beck

Vaxtahækkunarferli Seðlabanka Íslands mun ljúka fyrir lok árs 2023 og á fyrri hluta næsta árs mun hefjast hægfara vaxtalækkunarferli sem mun skila stýrivöxtum í kringum sex prósent við lok árs 2025. Áður en hækkunarferlinu, sem staðið hefur frá vormánuðum 2021 og þegar leitt af sér fjórtán vaxtahækkanir í röð, lýkur munu stýrivextir þó hækka einu sinni enn, um 0,25 prósentustig. Þeir munu því toppa í 9,5 prósentum í lok þessa árs.

Þetta er niðurstaða þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem birt var í morgun, en þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála á Íslandi til loka árs 2025. 

Bankinn spáir því að verðbólgan verði 8,7 prósent að meðaltali í ár en að hún lækki skarpt á næsta ári og verði þá 5,4 prósent. Hún nái svo að verða að meðaltali 3,7 prósent á árinu 2025, sem er þó yfir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. 

Ástæður þess að verðbólgan muni hjaðna liggur, að mati Íslandsbanka, meðal annars í því að íbúðamarkaður stefni í jafnvægi og íbúðaverð tempri þar með verðbólgu. Í nýlega birtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands kom fram að raunlækkun hafi orðið á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár. Það hafi lækkað um 5,3 prósent á tímabilinu eftir gríðarlegar hækkanir á undanförnum árum. Því virðist ákveðin leiðrétting vera að eiga sér stað á eignamörkuðum, sérstaklega á íbúða- og hlutabréfamarkaði, eftir miklar hækkanir. 

Íslandsbanki telur að stöðugt verðlag erlendis og hæg styrking krónu á spátímanum muni líka hjálpa til við að stuðla að verðbólguhjöðnun. 

Áfram eftirspurn eftir aðfluttu vinnuafli

Í Þjóðhagsspánni er einnig spáð að umtalsverður samdráttur verði í hagvexti í ár og að hann verði 2,2 prósent, en hagvöxtur var 7,2 prósent í fyrra. Þar skipti þó máli að efnahagslífið var að koma til baka eftir kórónuveirutímabilið og sérstaklega hin mannaflsfreka ferðaþjónusta. Gríðarleg aukning hefur orðið í komu ferðamanna sem munu verða fleiri en tvær milljónir í ár, og sú aukning hefur kallað á mikinn innflutning á fólki til að manna störf í geiranum. Eftirspurn eftir vinnuafli er enda miklu meiri en íslenskur vinnumarkaður réð við sem sést best á því að skráð atvinnuleysi var 2,9 prósent í ágúst, en það er undir því sem talist getur náttúrulegt atvinnuleysi. Þessi mikla eftirspurn hefur, ásamt síðustu kjarasamningum, gert það að verkum að laun hafa hækkað um 9,3 prósent á árinu 2023.

Vöxtur í ferðaþjónustu mun áfram leika lykilhlutverk í útflutningsvexti og bankinn spáir því að útflutningur muni aukast um 6,8 prósent í ár og 4,9 prósent á næsta ári. Það muni skila því að lítils háttar viðskiptaafgangur verði í ár, á næsta ári og á árinu 2025, en undanfarið hefur verið halli á utanríkisviðskiptum Íslands. 

Íslandsbanki spáir því að áfram verði talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl en að atvinnuleysi muni hækka lítillega og verða á bilinu 3,8 til 4,0 prósent á næstu tveimur árum. Þessi umtalsverða spurn eftir vinnuafli muni viðhalda launaþrýstingi og skila því að laun muni hækka um 7,8 prósent á næsta ári og 6,1 prósent á árinu 2025, að mati bankans. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslendingar eru of fáir og of tengdir til þess að reka nútímalegt lýðræðisríki.

    Réttast væri að Ísland yrði fylki í Noregi.

    Þar er unnið af mun meiri fagmennsku á flestum sviðum.
    1
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Spáin lýsir framtíð með lamaðri ríkisstjórn sem ekki reynir að hemja stjórnlausan vöxt ferðaþjónustu sem setur alla innviði á hliðina, leiðir af sér gríðarlega fólksfjölgun sem byggingariðnaðurinn á ekki minnsta möguleika að mæta. Þetta leiðir svo til verðbólgu og hárra vaxta sem gerir húsnæðiskostnaðinn nær ókleifan fyrir ungt fólk, líka ungt fólk í framhaldsnámi erlendis, t.d. lækna, sem velta fyrir sér að flytja heim. Afleiðingin er atgerfisflótti sem er orðinn ískyggilegur.
    0
    • John Sigurdsson skrifaði
      Ertu meðvitaður um að ferðaþjónustan aflar meiri gjaldeyris en allur sjávarútvegurinn?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár