Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Hærri greiðslubyrði Mörg heimili í landinu hafa séð greiðslubyrði íbúðalána sinna hækka mikið samhliða fjórtán stýrivaxtahækkunum í röð. Íslandsbanki spáir því að hækkunarlotan sé ekki búin. Mynd: Bára Huld Beck

Vaxtahækkunarferli Seðlabanka Íslands mun ljúka fyrir lok árs 2023 og á fyrri hluta næsta árs mun hefjast hægfara vaxtalækkunarferli sem mun skila stýrivöxtum í kringum sex prósent við lok árs 2025. Áður en hækkunarferlinu, sem staðið hefur frá vormánuðum 2021 og þegar leitt af sér fjórtán vaxtahækkanir í röð, lýkur munu stýrivextir þó hækka einu sinni enn, um 0,25 prósentustig. Þeir munu því toppa í 9,5 prósentum í lok þessa árs.

Þetta er niðurstaða þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem birt var í morgun, en þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála á Íslandi til loka árs 2025. 

Bankinn spáir því að verðbólgan verði 8,7 prósent að meðaltali í ár en að hún lækki skarpt á næsta ári og verði þá 5,4 prósent. Hún nái svo að verða að meðaltali 3,7 prósent á árinu 2025, sem er þó yfir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. 

Ástæður þess að verðbólgan muni hjaðna liggur, að mati Íslandsbanka, meðal annars í því að íbúðamarkaður stefni í jafnvægi og íbúðaverð tempri þar með verðbólgu. Í nýlega birtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands kom fram að raunlækkun hafi orðið á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár. Það hafi lækkað um 5,3 prósent á tímabilinu eftir gríðarlegar hækkanir á undanförnum árum. Því virðist ákveðin leiðrétting vera að eiga sér stað á eignamörkuðum, sérstaklega á íbúða- og hlutabréfamarkaði, eftir miklar hækkanir. 

Íslandsbanki telur að stöðugt verðlag erlendis og hæg styrking krónu á spátímanum muni líka hjálpa til við að stuðla að verðbólguhjöðnun. 

Áfram eftirspurn eftir aðfluttu vinnuafli

Í Þjóðhagsspánni er einnig spáð að umtalsverður samdráttur verði í hagvexti í ár og að hann verði 2,2 prósent, en hagvöxtur var 7,2 prósent í fyrra. Þar skipti þó máli að efnahagslífið var að koma til baka eftir kórónuveirutímabilið og sérstaklega hin mannaflsfreka ferðaþjónusta. Gríðarleg aukning hefur orðið í komu ferðamanna sem munu verða fleiri en tvær milljónir í ár, og sú aukning hefur kallað á mikinn innflutning á fólki til að manna störf í geiranum. Eftirspurn eftir vinnuafli er enda miklu meiri en íslenskur vinnumarkaður réð við sem sést best á því að skráð atvinnuleysi var 2,9 prósent í ágúst, en það er undir því sem talist getur náttúrulegt atvinnuleysi. Þessi mikla eftirspurn hefur, ásamt síðustu kjarasamningum, gert það að verkum að laun hafa hækkað um 9,3 prósent á árinu 2023.

Vöxtur í ferðaþjónustu mun áfram leika lykilhlutverk í útflutningsvexti og bankinn spáir því að útflutningur muni aukast um 6,8 prósent í ár og 4,9 prósent á næsta ári. Það muni skila því að lítils háttar viðskiptaafgangur verði í ár, á næsta ári og á árinu 2025, en undanfarið hefur verið halli á utanríkisviðskiptum Íslands. 

Íslandsbanki spáir því að áfram verði talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl en að atvinnuleysi muni hækka lítillega og verða á bilinu 3,8 til 4,0 prósent á næstu tveimur árum. Þessi umtalsverða spurn eftir vinnuafli muni viðhalda launaþrýstingi og skila því að laun muni hækka um 7,8 prósent á næsta ári og 6,1 prósent á árinu 2025, að mati bankans. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslendingar eru of fáir og of tengdir til þess að reka nútímalegt lýðræðisríki.

    Réttast væri að Ísland yrði fylki í Noregi.

    Þar er unnið af mun meiri fagmennsku á flestum sviðum.
    1
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Spáin lýsir framtíð með lamaðri ríkisstjórn sem ekki reynir að hemja stjórnlausan vöxt ferðaþjónustu sem setur alla innviði á hliðina, leiðir af sér gríðarlega fólksfjölgun sem byggingariðnaðurinn á ekki minnsta möguleika að mæta. Þetta leiðir svo til verðbólgu og hárra vaxta sem gerir húsnæðiskostnaðinn nær ókleifan fyrir ungt fólk, líka ungt fólk í framhaldsnámi erlendis, t.d. lækna, sem velta fyrir sér að flytja heim. Afleiðingin er atgerfisflótti sem er orðinn ískyggilegur.
    0
    • John Sigurdsson skrifaði
      Ertu meðvitaður um að ferðaþjónustan aflar meiri gjaldeyris en allur sjávarútvegurinn?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
6
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu