Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum

Ís­lands­banki spá­ir því að verð­bólga mun fara að hjaðna á næsta ári og sam­hliða muni stýri­vext­ir lækka í hæg­um takti. Sá takt­ur eigi að skila stýri­vöxt­um í kring­um sex pró­sent í lok árs 2025. Þeir voru 0,75 pró­sent í apríl 2021.

Spá því að stýrivextir muni hækka áfram og enda í 9,5 prósentum
Hærri greiðslubyrði Mörg heimili í landinu hafa séð greiðslubyrði íbúðalána sinna hækka mikið samhliða fjórtán stýrivaxtahækkunum í röð. Íslandsbanki spáir því að hækkunarlotan sé ekki búin. Mynd: Bára Huld Beck

Vaxtahækkunarferli Seðlabanka Íslands mun ljúka fyrir lok árs 2023 og á fyrri hluta næsta árs mun hefjast hægfara vaxtalækkunarferli sem mun skila stýrivöxtum í kringum sex prósent við lok árs 2025. Áður en hækkunarferlinu, sem staðið hefur frá vormánuðum 2021 og þegar leitt af sér fjórtán vaxtahækkanir í röð, lýkur munu stýrivextir þó hækka einu sinni enn, um 0,25 prósentustig. Þeir munu því toppa í 9,5 prósentum í lok þessa árs.

Þetta er niðurstaða þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem birt var í morgun, en þar er spáð fyrir um þróun efnahagsmála á Íslandi til loka árs 2025. 

Bankinn spáir því að verðbólgan verði 8,7 prósent að meðaltali í ár en að hún lækki skarpt á næsta ári og verði þá 5,4 prósent. Hún nái svo að verða að meðaltali 3,7 prósent á árinu 2025, sem er þó yfir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. 

Ástæður þess að verðbólgan muni hjaðna liggur, að mati Íslandsbanka, meðal annars í því að íbúðamarkaður stefni í jafnvægi og íbúðaverð tempri þar með verðbólgu. Í nýlega birtu Fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands kom fram að raunlækkun hafi orðið á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu síðastliðið ár. Það hafi lækkað um 5,3 prósent á tímabilinu eftir gríðarlegar hækkanir á undanförnum árum. Því virðist ákveðin leiðrétting vera að eiga sér stað á eignamörkuðum, sérstaklega á íbúða- og hlutabréfamarkaði, eftir miklar hækkanir. 

Íslandsbanki telur að stöðugt verðlag erlendis og hæg styrking krónu á spátímanum muni líka hjálpa til við að stuðla að verðbólguhjöðnun. 

Áfram eftirspurn eftir aðfluttu vinnuafli

Í Þjóðhagsspánni er einnig spáð að umtalsverður samdráttur verði í hagvexti í ár og að hann verði 2,2 prósent, en hagvöxtur var 7,2 prósent í fyrra. Þar skipti þó máli að efnahagslífið var að koma til baka eftir kórónuveirutímabilið og sérstaklega hin mannaflsfreka ferðaþjónusta. Gríðarleg aukning hefur orðið í komu ferðamanna sem munu verða fleiri en tvær milljónir í ár, og sú aukning hefur kallað á mikinn innflutning á fólki til að manna störf í geiranum. Eftirspurn eftir vinnuafli er enda miklu meiri en íslenskur vinnumarkaður réð við sem sést best á því að skráð atvinnuleysi var 2,9 prósent í ágúst, en það er undir því sem talist getur náttúrulegt atvinnuleysi. Þessi mikla eftirspurn hefur, ásamt síðustu kjarasamningum, gert það að verkum að laun hafa hækkað um 9,3 prósent á árinu 2023.

Vöxtur í ferðaþjónustu mun áfram leika lykilhlutverk í útflutningsvexti og bankinn spáir því að útflutningur muni aukast um 6,8 prósent í ár og 4,9 prósent á næsta ári. Það muni skila því að lítils háttar viðskiptaafgangur verði í ár, á næsta ári og á árinu 2025, en undanfarið hefur verið halli á utanríkisviðskiptum Íslands. 

Íslandsbanki spáir því að áfram verði talsverð þörf fyrir aðflutt vinnuafl en að atvinnuleysi muni hækka lítillega og verða á bilinu 3,8 til 4,0 prósent á næstu tveimur árum. Þessi umtalsverða spurn eftir vinnuafli muni viðhalda launaþrýstingi og skila því að laun muni hækka um 7,8 prósent á næsta ári og 6,1 prósent á árinu 2025, að mati bankans. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Íslendingar eru of fáir og of tengdir til þess að reka nútímalegt lýðræðisríki.

    Réttast væri að Ísland yrði fylki í Noregi.

    Þar er unnið af mun meiri fagmennsku á flestum sviðum.
    1
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Spáin lýsir framtíð með lamaðri ríkisstjórn sem ekki reynir að hemja stjórnlausan vöxt ferðaþjónustu sem setur alla innviði á hliðina, leiðir af sér gríðarlega fólksfjölgun sem byggingariðnaðurinn á ekki minnsta möguleika að mæta. Þetta leiðir svo til verðbólgu og hárra vaxta sem gerir húsnæðiskostnaðinn nær ókleifan fyrir ungt fólk, líka ungt fólk í framhaldsnámi erlendis, t.d. lækna, sem velta fyrir sér að flytja heim. Afleiðingin er atgerfisflótti sem er orðinn ískyggilegur.
    0
    • John Sigurdsson skrifaði
      Ertu meðvitaður um að ferðaþjónustan aflar meiri gjaldeyris en allur sjávarútvegurinn?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
1
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár