Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn

Mat­væla­ráð­herra seg­ir það „þyngra en tár­um taki“ að fylgj­ast með slysaslepp­ingu úr sjókvía­eldi af þeirri stærð­ar­gráðu eins og átti sér stað í Pat­reks­firði. Þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar seg­ir dap­ur­leg­ast við frétt­ir eins og þess­ar að þær eiga ekki að koma nein­um á óvart.

Froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám ekki glæsileg framtíðarsýn
Matvælaráðherra „Það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi viðburður í raun og veru standi yfir, það er að strok verði af þeirri stærðargráðu sem við erum hér að sjá,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra um slysasleppingar sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði. Mynd: Heimildin

Slysaslepping þúsunda eldislaxa úr kví í Patreksfirði eru hörmulegar fréttir fyrir lífríki Íslands og fjölbreytileika þess að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 

„En það dapurlegasta við þessar fréttir er það að þær eiga ekki að koma neinum á óvart vegna þess að þetta stóð allt í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem var hér til umfjöllunar í upphafi þessa árs og skilað var um samhljóða áliti frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þar sem nefndin var í raun sammála um að taka undir allar ábendinga Ríkisendurskoðunar,“ sagði Þórunn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun þar sem hún spurði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra út í slysasleppingar sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði. 

Lögleglan á Vestfjörðum hefur hafið rannsókn á slysasleppingum sjókvíaeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði að beiðni Matvælastofnunar. Þetta er fyrsta rannsókn af þessu tagi sem farið er í á eldisfyrirtæki hér á landi. 

Í síðasta mánuði var greint frá því að tvö göt hefðu komið á kví hjá Arctic Fish við Kvígindisdal í Patreksfirði. Um 73 þúsund laxar, sem voru um 6 til 7 kíló, voru í kvínni sem götin fundust á. Síðan þá hafa veiðst fjölmargir stórir eldislaxar víða um landið, aðallega á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Matvælastofnun hefur greint nokkra af eldislöxunum sem veiðst hafa og hefur niðurstaðan verið sú að í flestum tilfellum sé um að ræða laxa frá Arctic Sea Farm í Patreksfirði. 

Þórunn spurði ráðherra til hvaða aðgerða hún hefur gripið í sínu ráðuneyti. „Hvernig ætlar ráðherra að koma í veg fyrir að sá skaði verði með þeim hætti að við séum að hætta á útrýmingu villtra laxastofna við strendur Íslands?“

Þórunn SveinbjarnardóttirÞingmaður Samfylkingarinnar segir slysasleppingar úr sjókvíaeldi hörmulegar fréttir fyrir lífríki Íslands og fjölbreytileika þess og villti laxastofninn gæti verið í mikilli hættu.

Eigum ekki að normalísera slysasleppingar

„Það er auðvitað þyngra en tárum taki að þessi viðburður í raun og veru standi yfir, það er að strok verði af þeirri stærðargráðu sem við erum hér að sjá,“ sagði Svandís sem sagðist þó ekki geta tjáð sig um atvikin sem sum hver eru kæranleg. Ábyrgð rekstraraðila sé hins vegar mikil. 

„Mér finnst það skipta mjög miklu máli í því ljósi að við verðum að geta treyst því að bæði innra eftirlit og ytra eftirlit sé með þeim hætti að það sé viðunandi. Frá því að ég kom í ráðuneytið hef ég tekið þessi mál mjög alvarlega, enda eru strok af þessu tagi óásættanleg umhverfisslys. Við eigum ekki að normalísera þau, við eigum ekki að segja: Þetta er eitthvað sem hlýtur að gerast. Eldislaxar eiga að vera í kvíum og þeir eiga ekki að vera í kvíum með götum og rekstraraðilinn hverju sinni ber ábyrgð á því að tryggja það,“ sagði Svandís. 

„Eldislaxar eiga að vera í kvíum og þeir eiga ekki að vera í kvíum með götum.“
Svandís Svavarsdóttir,
matvælaráðherra

Þrír norskir sérfræðingar hafa rekkafað síðustu daga eftir eldislaxi. Þeir byrjuðu í Ísafjarðará þar sem meira var af eldislaxi í ánni en villtum laxi en þess má geta að laxastofn í ánni er ekki stór. Kafararnir nota skutulbyssur til að drepa eldisfiskinn.

Þetta er ekki sú framtíðarsýn sem matvælaráðherra vill sjá þegar kemur að laxeldi. „Það er alveg ljóst að við viljum ekki sjá slys af þessu tagi hér á landi og það er ekki glæsileg framtíðarsýn að það séu froskmenn með skutulbyssur að sulla í ám hér fram eftir hausti. Það er ekki það sem við viljum sjá.“

Svandís hefur lagt það til við Alþingi í gegnum fjárlagavinnu að fjármunum verði beint bæði til Hafró og til Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er nauðsynlegt.Þórunn fagnar því að veita eigi meira fé til eftirlits. „Ekki veitir af.“ 

Þórunn sagði fyrirtækin að sjálfsögðu bera ábyrgð. „en mesta ábyrgð bera stjórnvöld sem skapa lagarammann og regluverkið með þessari atvinnugrein og það verður alltaf að horfa á það fyrst og fremst. Um það fjallaði skýrsla Ríkisendurskoðunar sem var hér til umfjöllunar á vormisseri. Við megum ekki láta það gerast að hér verði óafturkræfur skaði og við verðum að horfast í augu við það að allar ábendingar í skýrslu Ríkisendurskoðunar og allt sem sagt hefur verið um hættuna sem getur stafað af atvinnugreininni fyrir lífríki landsins stendur heima. Það er ekkert nýtt í þessu.“

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu