Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta eru ekki hvalirnir okkar“

Um 50 ung­menni, og stöku þing­menn og eldri að­gerða­sinn­ar, komu sam­an fyr­ir fram­an Al­þing­is­hús­ið í dag til þess að mót­mæla hval­veið­um. Tíma­bund­ið bann á veið­ar Hvals 8 næg­ir fólk­inu ekki.

„Þetta eru ekki hvalirnir okkar“
Umhverfissinni „Ég skil ekki af hverju ég á að vera að læra fyrir framtíð sem ríkisstjórnin okkar er alveg að rústa,“ segir Ida sem skrópaði í skólann til þess að mæta á mótmælin. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ekki Slay“ sem þýða má sem „ekki töff“, já eða „ekki slátra“, stóð á einu af pappaspjöldunum sem hvalveiðiandstæðingar höfðu útbúið til þess að halda uppi fyrir framan Alþingi á mótmælum gegn hvalveiðum. Á stéttina höfðu verið krítaðir kátir hvalir og jarðir í ljósum logum.

Matvælastofnun (MAST) stöðvaði í gær veiðar Hvals 8, annars af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf., vegna alvarlegra brota á reglugerð um velferð dýra sem framin voru við veiðar á skipinu. 

„Það var léttir að hann væri stöðvaður,“ segir Ida Karólína Harris hjá Ungum umhverfissinnum sem skrópaði í tíma í Kvennaskólanum í Reykjavík til þess að mæta á mótmælin. „En ég vildi að það hefði verið undir öðrum kringumstæðum – ekki út af brotum á velferð dýra.“

29 mín­út­ur liðu á milli fyrsta og ann­ars skutuls sem veiði­menn á skip­inu skutu í fyrstu lang­reyð­ina sem þeir drápu í ár. Það þýð­ir að það tók hana fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Telur Matvælastofnun að með þessu hafi fyrirtækið brotið gegn reglugerð um velferð dýra. 

En áfram fær Hvalur hf. að veiða, bara á Hval 9. 

Ida myndi helst vilja að skipið væri alveg úr leik. „Ég vona að Hvalur 8 komi ekki aftur í leik fyrr en eftir langan tíma,“ segir Ida. 

Skrópa og mótmæla

MAST hefur falið Hval hf. að komast að því hvað varð til þess að reglur voru brotnar um borð í Hval 8 og vinna að úrbótum. Hlutverk MAST er að fara yfir greiningu Hvals, meta hvort hún sé trúverðug og hvort úrbætur séu nægilegar. Aðeins þannig verður veiðistöðvuninni aflétt. 

Ungt fólk sem vill að stjórnvöld geri meira í loftslagsmálum hefur hist og mótmælt fyrir utan Alþingishúsið í hverju föstudagshádegi í nokkur ár, eins og ungt fólk víðar um heim gerir reyndar líka. Hvalveiðimótmælin í dag voru hluti af þessum mótmælum, svokölluðum Föstudögum fyrir framtíðina (e. Fridays for Future). Ungmenni eins og Ida skrópa gjarnan í skólann til þess að mæta á mótmælin.

„Ég skil ekki af hverju ég á að vera að læra fyrir framtíð sem ríkisstjórnin okkar er alveg að rústa,“ segir Ida um það. 

Þó að Ida viðurkenni að fjölmargt annað þarf að gera í umhverfismálum en að stöðva hvalveiðar þá telur hún það mikilvægt.

„Þeir eru svo stór hluti af vistkerfinu okkar,“ segir Ida. „Þetta eru ekki hvalirnir okkar. Þó þeir séu á hafsvæðinu okkar þá eru þetta hvalir sem ferðast um allan heim. Þetta eru hvalir sem er ólöglegt að drepa þegar þeir eru á öðrum stöðum.“

Ísland, Noregur, Japan og Færeyjar stunda enn hvalveiðar. Í sumar stimplaði Ísland sig út úr þeirri jöfnu þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði á tímabundið bann við veiðum á stórhvelum á grundvelli laga um dýravelferð. Það bann rann út 1. september og Svandís endurnýjaði það ekki. Hún kom þó á hertum reglum, reglum sem virðast hafa verið brotnar fyrsta daginn sem hvalveiðiskip Hvals hf. fóru á veiðar.

„Við erum allavega með einhver verkfæri í höndunum sem við höfðum ekki áður,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, við Heimildina í gær. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Eins og við höfum heimtingu á því að Amasónfrumskógarnir verði látnir ósnortnir á heimurinn rétt á því að við látum hvalina vera.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár