Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Þetta eru ekki hvalirnir okkar“

Um 50 ung­menni, og stöku þing­menn og eldri að­gerða­sinn­ar, komu sam­an fyr­ir fram­an Al­þing­is­hús­ið í dag til þess að mót­mæla hval­veið­um. Tíma­bund­ið bann á veið­ar Hvals 8 næg­ir fólk­inu ekki.

„Þetta eru ekki hvalirnir okkar“
Umhverfissinni „Ég skil ekki af hverju ég á að vera að læra fyrir framtíð sem ríkisstjórnin okkar er alveg að rústa,“ segir Ida sem skrópaði í skólann til þess að mæta á mótmælin. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

„Ekki Slay“ sem þýða má sem „ekki töff“, já eða „ekki slátra“, stóð á einu af pappaspjöldunum sem hvalveiðiandstæðingar höfðu útbúið til þess að halda uppi fyrir framan Alþingi á mótmælum gegn hvalveiðum. Á stéttina höfðu verið krítaðir kátir hvalir og jarðir í ljósum logum.

Matvælastofnun (MAST) stöðvaði í gær veiðar Hvals 8, annars af tveimur hvalveiðiskipum Hvals hf., vegna alvarlegra brota á reglugerð um velferð dýra sem framin voru við veiðar á skipinu. 

„Það var léttir að hann væri stöðvaður,“ segir Ida Karólína Harris hjá Ungum umhverfissinnum sem skrópaði í tíma í Kvennaskólanum í Reykjavík til þess að mæta á mótmælin. „En ég vildi að það hefði verið undir öðrum kringumstæðum – ekki út af brotum á velferð dýra.“

29 mín­út­ur liðu á milli fyrsta og ann­ars skutuls sem veiði­menn á skip­inu skutu í fyrstu lang­reyð­ina sem þeir drápu í ár. Það þýð­ir að það tók hana fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Telur Matvælastofnun að með þessu hafi fyrirtækið brotið gegn reglugerð um velferð dýra. 

En áfram fær Hvalur hf. að veiða, bara á Hval 9. 

Ida myndi helst vilja að skipið væri alveg úr leik. „Ég vona að Hvalur 8 komi ekki aftur í leik fyrr en eftir langan tíma,“ segir Ida. 

Skrópa og mótmæla

MAST hefur falið Hval hf. að komast að því hvað varð til þess að reglur voru brotnar um borð í Hval 8 og vinna að úrbótum. Hlutverk MAST er að fara yfir greiningu Hvals, meta hvort hún sé trúverðug og hvort úrbætur séu nægilegar. Aðeins þannig verður veiðistöðvuninni aflétt. 

Ungt fólk sem vill að stjórnvöld geri meira í loftslagsmálum hefur hist og mótmælt fyrir utan Alþingishúsið í hverju föstudagshádegi í nokkur ár, eins og ungt fólk víðar um heim gerir reyndar líka. Hvalveiðimótmælin í dag voru hluti af þessum mótmælum, svokölluðum Föstudögum fyrir framtíðina (e. Fridays for Future). Ungmenni eins og Ida skrópa gjarnan í skólann til þess að mæta á mótmælin.

„Ég skil ekki af hverju ég á að vera að læra fyrir framtíð sem ríkisstjórnin okkar er alveg að rústa,“ segir Ida um það. 

Þó að Ida viðurkenni að fjölmargt annað þarf að gera í umhverfismálum en að stöðva hvalveiðar þá telur hún það mikilvægt.

„Þeir eru svo stór hluti af vistkerfinu okkar,“ segir Ida. „Þetta eru ekki hvalirnir okkar. Þó þeir séu á hafsvæðinu okkar þá eru þetta hvalir sem ferðast um allan heim. Þetta eru hvalir sem er ólöglegt að drepa þegar þeir eru á öðrum stöðum.“

Ísland, Noregur, Japan og Færeyjar stunda enn hvalveiðar. Í sumar stimplaði Ísland sig út úr þeirri jöfnu þegar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði á tímabundið bann við veiðum á stórhvelum á grundvelli laga um dýravelferð. Það bann rann út 1. september og Svandís endurnýjaði það ekki. Hún kom þó á hertum reglum, reglum sem virðast hafa verið brotnar fyrsta daginn sem hvalveiðiskip Hvals hf. fóru á veiðar.

„Við erum allavega með einhver verkfæri í höndunum sem við höfðum ekki áður,“ sagði Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri MAST, við Heimildina í gær. 

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Eins og við höfum heimtingu á því að Amasónfrumskógarnir verði látnir ósnortnir á heimurinn rétt á því að við látum hvalina vera.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár