Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Yfirlögregluþjónn kominn í leyfi

Mar­geir Sveins­son, stjórn­andi mið­lægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Til skoð­un­ar var ástæða þess að hann tók und­ir­mann sinn úr lög­reglu­að­gerð án fag­legr­ar ástæðu. Lög­reglu­stjór­inn neit­aði að stað­festa fyr­ir viku að hann hefði ver­ið sett­ur tíma­bund­ið í leyfi. Mar­geir var þá kom­inn í leyfi en hon­um „ekki ver­ið veitt lausn frá embætti“.

Yfirlögregluþjónn kominn í leyfi
Halla Bergþóra neitaði því fyrir viku að Margeiri hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Mynd: Heimildin

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í  leyfi. Eitt af því sem var til skoðunar áður en hann fór í leyfi var ákvörðun hans um að taka undirmann sinn úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu.

Vísir greinir frá þessu og segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa staðfest þetta skriflega við fréttastofu.

Lögreglustjóri neitaði

Blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, föstudaginn 8. september en hún vildi ekki staðfesta að stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar væri kominn í leyfi.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hefur tekið við verkefnum Margeirs. Hann sagðist í samtali við Heimildina ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.

Samkvæmt Vísi var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til að taka stjórnunarhætti Margeirs til skoðunar, ræða við starfsfólk og skilaði síðan skýrslu til yfirstjórnar lögreglunnar.

Óskýr svör

Blaðamaður Heimildarinnar sendi Gunnari Rúnari póst í morgun þar sem sagði:

„Ég sé á Vísi að þú hefur staðfest að Margeir Sveinsson sé kominn í leyfi.
Á föstudaginn fyrir viku hringdi ég í Höllu Bergþóru, lögreglustjóra, og spurði hvort stjórnanda miðlægrar rannsóknardeildar hefði verið vikið tímabundið frá störfum en hún sagði það rangt. Var Margeir þá ekki kominn í leyfi?“

Gunnar Rúnar svaraði fyrir stundu:
Margeir hefur verið í leyfi en lögreglustjóri var að vísa til þess að umræddum starfsmanni hafi ekki verið veitt lausn frá embætti, hvorki tímabundið né ótímabundið.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár