Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Yfirlögregluþjónn kominn í leyfi

Mar­geir Sveins­son, stjórn­andi mið­lægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er kom­inn í leyfi frá störf­um. Til skoð­un­ar var ástæða þess að hann tók und­ir­mann sinn úr lög­reglu­að­gerð án fag­legr­ar ástæðu. Lög­reglu­stjór­inn neit­aði að stað­festa fyr­ir viku að hann hefði ver­ið sett­ur tíma­bund­ið í leyfi. Mar­geir var þá kom­inn í leyfi en hon­um „ekki ver­ið veitt lausn frá embætti“.

Yfirlögregluþjónn kominn í leyfi
Halla Bergþóra neitaði því fyrir viku að Margeiri hefði verið vikið tímabundið frá störfum. Mynd: Heimildin

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn og stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í  leyfi. Eitt af því sem var til skoðunar áður en hann fór í leyfi var ákvörðun hans um að taka undirmann sinn úr fyrirhugaðri aðgerð hjá embættinu án faglegrar ástæðu.

Vísir greinir frá þessu og segir Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hafa staðfest þetta skriflega við fréttastofu.

Lögreglustjóri neitaði

Blaðamaður Heimildarinnar hafði samband við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Höllu Bergþóru Björnsdóttur, föstudaginn 8. september en hún vildi ekki staðfesta að stjórnandi miðlægrar rannsóknardeildar væri kominn í leyfi.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn hefur tekið við verkefnum Margeirs. Hann sagðist í samtali við Heimildina ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna.

Samkvæmt Vísi var sálfræði- og ráðgjafarstofa fengin til að taka stjórnunarhætti Margeirs til skoðunar, ræða við starfsfólk og skilaði síðan skýrslu til yfirstjórnar lögreglunnar.

Óskýr svör

Blaðamaður Heimildarinnar sendi Gunnari Rúnari póst í morgun þar sem sagði:

„Ég sé á Vísi að þú hefur staðfest að Margeir Sveinsson sé kominn í leyfi.
Á föstudaginn fyrir viku hringdi ég í Höllu Bergþóru, lögreglustjóra, og spurði hvort stjórnanda miðlægrar rannsóknardeildar hefði verið vikið tímabundið frá störfum en hún sagði það rangt. Var Margeir þá ekki kominn í leyfi?“

Gunnar Rúnar svaraði fyrir stundu:
Margeir hefur verið í leyfi en lögreglustjóri var að vísa til þess að umræddum starfsmanni hafi ekki verið veitt lausn frá embætti, hvorki tímabundið né ótímabundið.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu