Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dauðastríðið lengra en hálf klukkustund en samt halda hvalveiðar áfram

29 mín­út­ur liðu á milli fyrsta og ann­ars skutuls sem veiði­menn á skip­inu Hval 8 skutu í fyrstu lang­reyð­ina sem þeir drápu í ár. Það þýð­ir að það tók hana fleiri en 30 mín­út­ur að deyja. Samt fær hval­veiði­skip sama fyr­ir­tæk­is og ger­ir út Hval 8 að halda veið­um áfram, bara á öðru skipi.

Dauðastríðið lengra en hálf klukkustund en samt halda hvalveiðar áfram
Langreyðurin Hér sést spendýrið sem veiðimenn á Hval 8 brutu á, samkvæmt MAST. Langreyðurin var drepin 7. september síðastliðinn. Mynd: Hard to port

Það tók fyrirtæki Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals, ekki langan tíma að brjóta í bága við reglugerð um velferð dýra eftir að hvalveiðivertíðin fór af stað. Það gerði fyrirtækið með fyrsta drápi vetrarins. En samt fengu veiðimenn á snærum Kristjáns að halda áfram að veiða og drápu 10 langreyðar til viðbótar þar til loks var gripið inn í í dag, viku eftir að brotið var framið.

Forstjóri Matvælastofnunar (MAST) segir ástæðuna þá að eftirlitsmyndavél úr skipinu barst ekki fyrr en eftir að það kom í land. Í kjölfarið þurfti að rannsaka málið og svo tilkynna Hvali hf. um fyrirhugaða veiðistöðvun fyrir Hval 8 sem tók gildi klukkan eitt eftir hádegi í dag. 

„Því miður er viðbragðshraðinn ekki meiri en þetta,“ segir Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri MAST.

Eru ekki með atvik á Hval 9 til skoðunar

Stofnunin stöðvaði veiðar á Hval 8 tímabundið í dag. MAST telur að alvarleg brot á dýravelferð hafi verið framin um borð í Hvali 8. Skipið er enn úti á sjó. 

„Við sjáum það á myndatökunni að það líða 29 mínútur frá því að fyrsta skutlinum er skotið í dýrið þar til næsta skutli er skotið. Það er þessi töf á endurskoti sem við teljum mjög alvarlega,“ segir Hrönn. 

Dýrið, fyrsta dýrið sem var veitt á vertíðinni, þjáðist því í meira en hálftíma. 

„Það er bara of langt,“ segir Hrönn. 

Miðað við myndir sem teknar voru við hvalstöðina í Hvalfirði virðist önnur langreyðurin sem dregin var á land einnig hafa verið skotin með tveimur sprengiskutlum. Sú langreyður var skotin af veiðimönnum um borð í Hval 9. Um það segir Hrönn: „Við erum ekki með fleiri mál til rannsóknar eins og staðan er í dag.“ 

Þetta er sama fyrirtækið sem er með Hval 8 og Hval 9 – hvers vegna er bara Hvalur 8 stöðvaður? 

„Vegna þess að frávikið á sér stað á Hval 8, við höfum ekki séð sambærileg frávik á Hval 9. Þar af leiðandi höfum við ekki ástæðu til þess að stöðva hvalveiðar á Hval 9.“

Fer þá ekki sama starfsfólkið þarna á milli? 

„Ég held ekki, nei. Þeir eru með tvö skip sem eru úti á sama tíma.“ 

Hvalur hf. á að framkvæma sína eigin greiningu

Setjið þið einhver skilyrði um að fólkið sem kom að því að þetta frávik og þessi brot áttu sér stað og verði þá ekki á Hval 9? 

Forstjóri MASTHrönn Ólína Jörundsdóttir.

„Við erum að fara fram á það að fyrirtækið greini hvað fór úrskeiðis. Hvort það var búnaður, mannleg mistök, vanþjálfun eða eitthvað annað.“ 

En fólkið sem kom að þessu broti á reglugerðinni, mætir það einhverjum afleiðingum? 

„Þetta er fyrirtækið sem er með starfsemi og afleiðingarnar eru gagnvart fyrirtækinu.“

Hvalur hf. á því núna að komast að því hvað varð til þess að reglurnar voru brotnar um borð í Hval 8 og vinna að úrbótum. Hlutverk MAST er að fara yfir greiningu Hvals, meta hvort hún sé trúverðug og hvort úrbætur séu nægilegar. Aðeins þannig verður veiðistöðvuninni aflétt. Hvalur hf. mótmælti ekki stöðvun MAST. 

„Við tökum því þannig að það séu ekki málefnaleg rök fyrir því að víkja frá þessari ákvörðun okkar. Þeir verða þá bara að sýna fram á það að þeir geti bætt úr þessu til þess að fá að halda veiðunum áfram,“ segir Hrönn. 

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Harvard tekur afstöðu gegn Trump – milljarða fjármögnun skólans fryst
6
Erlent

Har­vard tek­ur af­stöðu gegn Trump – millj­arða fjár­mögn­un skól­ans fryst

Virt­asti há­skóli Banda­ríkj­anna, Har­vard, tefldi millj­örð­um dala í rík­is­stuðn­ingi í tví­sýnu þeg­ar hann hafn­aði víð­tæk­um kröf­um rík­is­stjórn­ar Don­alds Trump. Kröf­urn­ar voru sagð­ar gerð­ar til þess að sporna við gyð­inga­h­atri á há­skóla­svæð­um. Kröf­urn­ar snúa að stjórn­ar­hátt­um, ráðn­ing­um og inn­töku­ferli skól­ans.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár