Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Neitar að hafa hvatt til sjálfsvígs baráttukonu

„Harak­iri. Flott, Ugla. Ég þarf þá ekki að rétta þér reipi líka. Þú ert í sjálfsaf­greiðslu,“ skrif­aði Eld­ur Deville á sam­fé­lags­miðl­um og ávarp­aði þar Uglu Stef­an­íu Kristjönu­dótt­ur Jóns­dótt­ur. Hún og marg­ir aðr­ir túlk­uðu skila­boð­in sem hvatn­ingu til sjálfs­vígs. Uglu finnst mik­il­vægt að fjall­að sé um hvers kon­ar hat­ursáróð­ur Sam­tök­in 22 og tals­menn þeirra láta frá sér.

Neitar að hafa hvatt til sjálfsvígs baráttukonu
Virkur í athugasemdum Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum að undanförnu þegar kemur að kynfræðslu í skólum og málefnum hinsegin fólks, sér í lagi trans fólks.

Á samfélagsmiðlum hefur verið í dreifingu skjáskot af frétt af dv.is með mynd af Uglu Stefaníu Kristjönu Jónsdóttir, trans konu og aktívista. Þar segir í fyrirsögn að umræðan sé á suðupunkti vegna hinsegin fræðslu og í greininni segir Ugla Stefanía að baráttu hinsegin fólks sé hvergi nærri lokið. Á skjáskotinu sést að Eldur Deville, formaður Samtakanna 22, hefur skrifað við greinina „Harakiri. Flott, Ugla. Ég þarf þá ekki að rétta þér reipi líka. Þú ert í sjálfsafgreiðslu.“

Margir, þar á meðal Ugla sjálf, túlkaði þetta sem hvatningu til sjálfsvígs.

Í dreifinguSkjáskotið sem um ræðir.

„Já, ég var sakaður um að hvetja til sjálfsvígs. Eins og flest fólk veit þá er oft talað um það í rökræðum að rétta fólki reipið til að hjálpa því, eða leggja kapalinn upp þannig að fólk geti hengt sig sjálft. Það er frjálslega farið með ásetning minn með þessum kommentum,“ segir Eldur.

Þannig að þú neitar því að hafa verið að hvetja Uglu til að drepa sig?
„Auðvitað geri ég það,“ segir hann.

Eldur segist meðvitaður um að margir hafi túlkað þetta sem hvatningu til sjálfsvígs. „Það er alveg greinilegt að fólki finnst voðalega gaman að taka allt hundrað prósent bókstaflega frá þeim sem því líkar ekki við. Ef ég myndi segja: „Ég þarf að koma einhverjum fyrir kattarnef“, er ég þá að hóta að drepa hann eða er ég að segja að ég vilji setja hann fyrir framan köttinn? Ég get ekki tekið ábyrgð á því hvernig fólk túlkar mín orð. Þeim er frjálst að túlka þau eins og þeim sýnist. Ég hef ekkert vald yfir þeirra túlkunum. Það er ekki hægt að fara fram á það að neinn hafi ákvörðunarvald yfir túlkunum annarra,“ segir hann.

Ugla Stefanía greinir frá því í Heimildinni í dag að henni finnst mikilvægt að fjallað sé um hvers konar hatursáróður Samtökin 22 láta frá sér, samtök sem gefa sig út fyrir að berjast fyrir réttindum samkynhneigðs fólks en dreifa miklu efni sem lýsir andúð í garð trans fólks. „Ég deildi á síðunni minni skjáskoti þar sem formaður þessara samtaka er að segja mér að fremja sjálfsvíg. Þetta er fólkið sem er í forsvari fyrir þennan hóp. Það þarf að koma fram hvernig þetta fólk hagar sér og hvaða orðræðu þau viðhafa á samfélagsmiðlum,“ segir Ugla.

Í Heimildinni í dag segir Arna Magnea Danks frá því að Eldur hafi í félagi við konu í Samtökunum 22 mætt á fyrirlestur sem hún hélt fyrr í mánuðinum á vegum Íslandsdeildar Amnesty International um stöðu trans fólks og það bakslag sem hefur orðið í baráttunni. 

Eftir fyrirlesturinn hafi hann sagst ekki kannast við þetta bakslag, neitaði að viðurkenna að Arna væri kona og því næst hafi hann reynt að miðla hatursboðskap sínum í garð trans fólks til hinna fundargestanna, við litlar undirtektir.

Mætti óboðinn í Langholtsskóla

Eldur komst í fréttirnar fyrir viku eftir Heimildin greindi frá því að Langholtsskóli hafi gert skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar viðvart að þrír einstaklingar frá Samtökunum 22, þar á meðal Eldur, hefðu komið óboðnir í skólann. Fólkið tók myndbönd af starfsfólki skólans án þeirra samþykkis og hafði upptökuna í gangi þegar því var vísað frá skólanum. Málið var tilkynnt til lögreglu. Þá sendi skóla- og frístundasvið einnig viðvörun til annarra skóla vegna fólksins.

Samtökin 22, með Eld fremstan í flokki, hafa að undanförnu farið mikinn í gagnrýni á hinsegin fræðslu í grunnskólum, þá aðallega fræðslu um trans málefni.

Ís­lenska rík­ið, sveit­ar­fé­lög, stofn­an­ir og fé­laga­sam­tök – þar á með­al Sam­tök­in 78 – tóku í gær höndum sam­an í gær og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau leið­réttu rang­færsl­ur og vill­andi upp­lýs­ing­ar sem dreift hef­ur ver­ið að und­an­förnu vegna hinseg­in­fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um, meðal annars af hálfu Elds.

Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“

Í grein sem Eldur skrifaði og var birt á Mbl um miðjan apríl síðastliðinn segir hann að sér hefði aldrei dottið í hug að ,,um­deild­ar hug­mynd­ir kynja­fræðinga myndu ryðja sér braut inn í skól­ana okk­ar og þær kennd­ar sem vís­inda­leg­ar staðreynd­ir. Að börn­um yrði kennt að líf­fræðilegt kyn ákv­arði ekki kyn þitt, held­ur ein­hver „til­finn­ing“ innra með þér. Sú til­finn­ing kall­ast á trú­máli kynja­fræðinga „kyn­vit­und“.

Nokkrum dögum síðar birtist grein á Vísi með fyrirsögninni ,,Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni“ en rétt tæplega 300 einstaklingar skrifuðu undir greinina. Fólkið fordæmir þar að vísað sé til Samtakanna 22 sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra og segir að hvorki þau né talsmaður þeirra tali í nafni þeirra. 

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
  Af hverju þetta hatur og einelti ?
  2
 • Guðjón Jensson skrifaði
  Skelfilegt. Allir sem tjá sig á samfélagsmiðlum eiga að vera varkárir og vanda hugsanir sínar. Ótilhlýðilegt orðaval er viðkomandi til vansa og þeim alls ekki til framdráttar
  0
 • Auður Helg skrifaði
  Pólitískt sjálfsmorð
  0
 • Gudmundur Einarsson skrifaði
  Því miður er íslensku-lesskilningur á undanhaldi. Leitt ef fólk veit ekki lengur hvað myndlíkingar þýða og/eða þykjast ekki skilja merkingu eigin orða. Að fela sig á bak við ókunnáttu er dauðadæmt. Eða þannig.
  -1
 • GE
  Guðmundur Einarsson skrifaði
  Það þarf engar hártoganir. Að koma einhverjum fyrir kattarnef þýðir aðeins eitt, eins og að drepa einhvern þýðir ekki að drepa á dreif.
  14
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nakin og ég er ekki karlmaður“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Þetta var ég. Ég er ekki með typpi, ég var ekki nak­in og ég er ekki karl­mað­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir er trans kon­an sem fór í sund í Grafar­vogs­laug í síð­ustu viku og nýtti sér kvenna­klef­ann á sama tíma og stúlk­ur í skóla­sundi. Nokkr­ar stúlkn­anna hlógu að henni og leið Veigu eins og hún væri sirk­us­dýr. Hún ákvað að gera at­huga­semd við kenn­ara þeirra og hélt að þar með væri mál­ið úr sög­unni en há­vær orð­róm­ur, byggð­ur á lyg­um, fór af stað.
Varð fyrir líkamsmeiðingum „en útilokunin var verst“
ViðtalHinsegin bakslagið

Varð fyr­ir lík­ams­meið­ing­um „en úti­lok­un­in var verst“

Anna Kristjáns­dótt­ir seg­ir að úti­lok­un frá fé­lags­leg­um sam­skipt­um hafi vald­ið henni mestu van­líð­an­inni eft­ir að hún kom fram op­in­ber­lega sem trans kona fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún var líka beitt lík­am­legu of­beldi. „Einu sinni var keyrt vilj­andi yf­ir tærn­ar á mér, fólk hrinti mér og það var hellt úr glös­um yf­ir höf­uð­ið á mér á skemmti­stöð­um.“
„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“
ViðtalHinsegin bakslagið

„Ég er hrætt við að fólk finni mig í fjöru“

„Sjá þau ekki að heim­ur­inn minn er að hrynja?“ hef­ur Mars M. Proppé spurt sig síð­ast­liðna viku, á með­an hán kenn­ir busa­bekk stærð­fræði í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, spjall­ar við koll­ega sína á kaffi­stof­unni og mæt­ir á fyr­ir­lestra í Há­skóla Ís­lands. Það fylg­ir því óraun­veru­leika­til­finn­ing að sinna venju­legu lífi á sama tíma og sam­fé­lags­miðl­ar loga í deil­um um hinseg­in fræðslu og kyn­fræðslu í skól­um. Deil­um sem hafa far­ið að bein­ast að fólki eins og Mars.

Mest lesið

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
1
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
2
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
3
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
5
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
Ráðherrar vængstýfðu Umhverfisstofnun
7
FréttirRunning Tide

Ráð­herr­ar væng­stýfðu Um­hverf­is­stofn­un

Ít­ar­leg rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar á starf­semi Runn­ing Tide sýndi að í að­drag­anda leyf­is­veit­ing­ar hafi ráð­herr­ar tek­ið stöðu með fyr­ir­tæk­inu gegn und­ir­stofn­un­um sín­um sem skil­greindu áform Runn­ing Tide sem kast í haf­ið. Um­hverf­is­stofn­un hafði ekk­ert eft­ir­lit með þeim 15 leiðöngr­um sem fyr­ir­tæk­ið stóð að, þar sem um 19 þús­und tonn­um af við­ark­urli var skol­að í sjó­inn.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
10
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár