Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim

Fleiri lands­menn vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en standa ut­an þess. Þannig hef­ur stað­an mælst sleitu­laust í næst­um tvö ár. Næst­um sex af tíu lands­mönn­um vilja að hald­in verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort Ís­land taki aft­ur upp að­ild­ar­við­ræð­ur. Und­ir fimmt­ungi eru á móti því og meiri­hluti er fyr­ir at­kvæða­greiðsl­unni hjá stuðn­ings­mönn­um sjö af níu stjórn­mála­flokk­um lands­ins.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim
Mótmæli Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Austurvelli í upphafi árs 2015 í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn Íslands ákvað að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Mynd: Anton Brink

Alls eru 40,2 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið (ESB) en 32,9 prósent eru því andvíg. Þeir sem upp á vantar, alls um 27 prósent, hafa ekki staðfasta skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 17. til 22. ágúst síðastliðinn. 

Á árunum 2011 og út árið 2021 sýndu allar kannanir að fleiri væru á móti aðild en fylgjandi henni. Frá byrjun árs í fyrra hefur það breyst og nýjasta könnun Maskínu er sú sjötta í röð sem sýnir að mun fleiri Íslendingar eru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti. Bæði Gallup og Prósent hafa einnig kannað málið á þeim tíma, þar sem stuðningur hefur mælst meiri en í könnunum Maskínu. 

Óákveðnum fjölgar frá því að síðasta könnun Maskínu var gerð í apríllok en þá mældist hlutfall þeirra …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Miðað við þessa könnun eru 3/4 þeirra, sem afstöðu taka, fylgjandi því að aðaildarviðræður verði kláraðar. Vandséð er hvernig alþingi og ríkisstjórn geti hunsað svo afgerandi vilja þjóðarinnar til langframa.
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá niðurstöðurnar ef spurningin væri orðuð svona:

      Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland hefji viðræður við ESB um aðild sem hefði í för með sér ríkisábyrgð á um 2.500 milljarða króna skuldbindingum bankakerfisins þvert gegn niðurstöðum tveggja fyrri þjóðaratkvæðagreiðslna?
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Íslendingar eru búnir að kjósa um aðild að ESB og hafna henni. Hér verður útskýrt hvernig.

    Í svokölluðu Icesave máli var deilt um hvort gangast ætti í ríkisábyrgð á innstæðutryggingum vegna innlánsskuldbindinga banka í einkaeigu sem varð gjaldþrota.

    Íslenskir kjósendur höfnuðu tveimur mismunandi útfærslum laga um slíka ríkisábyrgð í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst í mars 2010 og svo í apríl 2011.

    Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði mál fyrir EFTA dómstólnum í desember 2011 gegn Íslandi í því skyni að knýja fram ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðutryggingum. ESB stefndi sér inn í málið til meðalgöngu og tók undir með afstöðu eftirlitsstofnunarinnar um ríkisábyrgð.

    EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í málinu í janúar 2013 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum og Ísland var því sýknað.

    Allar götur síðan hefur ESB virt niðurstöðu EFTA dómstólsins að vettugi og haldið því fram að þrátt fyrir dóminn sé ríkisábyrgð á innstæðutryggingum innan sambandsins.

    Ef Ísland myndi sækja um aðild að ESB í dag myndi sambandið því setja það sem skilyrði fyrir aðild að Ísland undirgengist ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

    Slíkri ríkisábyrgð hefur verið hafnað í tveimur BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslum samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og sú niðurstaða hefur verið staðfest af þar til bærum dómstól.

    Af þessum sökum er aðild Íslands að ESB útilokuð.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár