Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim

Fleiri lands­menn vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en standa ut­an þess. Þannig hef­ur stað­an mælst sleitu­laust í næst­um tvö ár. Næst­um sex af tíu lands­mönn­um vilja að hald­in verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort Ís­land taki aft­ur upp að­ild­ar­við­ræð­ur. Und­ir fimmt­ungi eru á móti því og meiri­hluti er fyr­ir at­kvæða­greiðsl­unni hjá stuðn­ings­mönn­um sjö af níu stjórn­mála­flokk­um lands­ins.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim
Mótmæli Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Austurvelli í upphafi árs 2015 í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn Íslands ákvað að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Mynd: Anton Brink

Alls eru 40,2 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið (ESB) en 32,9 prósent eru því andvíg. Þeir sem upp á vantar, alls um 27 prósent, hafa ekki staðfasta skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 17. til 22. ágúst síðastliðinn. 

Á árunum 2011 og út árið 2021 sýndu allar kannanir að fleiri væru á móti aðild en fylgjandi henni. Frá byrjun árs í fyrra hefur það breyst og nýjasta könnun Maskínu er sú sjötta í röð sem sýnir að mun fleiri Íslendingar eru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti. Bæði Gallup og Prósent hafa einnig kannað málið á þeim tíma, þar sem stuðningur hefur mælst meiri en í könnunum Maskínu. 

Óákveðnum fjölgar frá því að síðasta könnun Maskínu var gerð í apríllok en þá mældist hlutfall þeirra …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Miðað við þessa könnun eru 3/4 þeirra, sem afstöðu taka, fylgjandi því að aðaildarviðræður verði kláraðar. Vandséð er hvernig alþingi og ríkisstjórn geti hunsað svo afgerandi vilja þjóðarinnar til langframa.
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá niðurstöðurnar ef spurningin væri orðuð svona:

      Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland hefji viðræður við ESB um aðild sem hefði í för með sér ríkisábyrgð á um 2.500 milljarða króna skuldbindingum bankakerfisins þvert gegn niðurstöðum tveggja fyrri þjóðaratkvæðagreiðslna?
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Íslendingar eru búnir að kjósa um aðild að ESB og hafna henni. Hér verður útskýrt hvernig.

    Í svokölluðu Icesave máli var deilt um hvort gangast ætti í ríkisábyrgð á innstæðutryggingum vegna innlánsskuldbindinga banka í einkaeigu sem varð gjaldþrota.

    Íslenskir kjósendur höfnuðu tveimur mismunandi útfærslum laga um slíka ríkisábyrgð í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst í mars 2010 og svo í apríl 2011.

    Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði mál fyrir EFTA dómstólnum í desember 2011 gegn Íslandi í því skyni að knýja fram ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðutryggingum. ESB stefndi sér inn í málið til meðalgöngu og tók undir með afstöðu eftirlitsstofnunarinnar um ríkisábyrgð.

    EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í málinu í janúar 2013 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum og Ísland var því sýknað.

    Allar götur síðan hefur ESB virt niðurstöðu EFTA dómstólsins að vettugi og haldið því fram að þrátt fyrir dóminn sé ríkisábyrgð á innstæðutryggingum innan sambandsins.

    Ef Ísland myndi sækja um aðild að ESB í dag myndi sambandið því setja það sem skilyrði fyrir aðild að Ísland undirgengist ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

    Slíkri ríkisábyrgð hefur verið hafnað í tveimur BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslum samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og sú niðurstaða hefur verið staðfest af þar til bærum dómstól.

    Af þessum sökum er aðild Íslands að ESB útilokuð.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár