Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim

Fleiri lands­menn vilja ganga í Evr­ópu­sam­band­ið en standa ut­an þess. Þannig hef­ur stað­an mælst sleitu­laust í næst­um tvö ár. Næst­um sex af tíu lands­mönn­um vilja að hald­in verði þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um hvort Ís­land taki aft­ur upp að­ild­ar­við­ræð­ur. Und­ir fimmt­ungi eru á móti því og meiri­hluti er fyr­ir at­kvæða­greiðsl­unni hjá stuðn­ings­mönn­um sjö af níu stjórn­mála­flokk­um lands­ins.

Þrefalt fleiri vilja kjósa um aðildarviðræður við ESB en eru á móti þeim
Mótmæli Fjölmenn mótmæli áttu sér stað á Austurvelli í upphafi árs 2015 í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn Íslands ákvað að draga umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Mynd: Anton Brink

Alls eru 40,2 prósent landsmanna hlynnt því að ganga í Evrópusambandið (ESB) en 32,9 prósent eru því andvíg. Þeir sem upp á vantar, alls um 27 prósent, hafa ekki staðfasta skoðun á því hvort Ísland eigi að ganga í sambandið eða ekki. Þetta er niðurstaða könnunar sem Maskína gerði fyrir Evrópuhreyfinguna dagana 17. til 22. ágúst síðastliðinn. 

Á árunum 2011 og út árið 2021 sýndu allar kannanir að fleiri væru á móti aðild en fylgjandi henni. Frá byrjun árs í fyrra hefur það breyst og nýjasta könnun Maskínu er sú sjötta í röð sem sýnir að mun fleiri Íslendingar eru hlynntir því að ganga í Evrópusambandið en eru á móti. Bæði Gallup og Prósent hafa einnig kannað málið á þeim tíma, þar sem stuðningur hefur mælst meiri en í könnunum Maskínu. 

Óákveðnum fjölgar frá því að síðasta könnun Maskínu var gerð í apríllok en þá mældist hlutfall þeirra …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Miðað við þessa könnun eru 3/4 þeirra, sem afstöðu taka, fylgjandi því að aðaildarviðræður verði kláraðar. Vandséð er hvernig alþingi og ríkisstjórn geti hunsað svo afgerandi vilja þjóðarinnar til langframa.
    2
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Það væri fróðlegt að sjá niðurstöðurnar ef spurningin væri orðuð svona:

      Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland hefji viðræður við ESB um aðild sem hefði í för með sér ríkisábyrgð á um 2.500 milljarða króna skuldbindingum bankakerfisins þvert gegn niðurstöðum tveggja fyrri þjóðaratkvæðagreiðslna?
      0
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Íslendingar eru búnir að kjósa um aðild að ESB og hafna henni. Hér verður útskýrt hvernig.

    Í svokölluðu Icesave máli var deilt um hvort gangast ætti í ríkisábyrgð á innstæðutryggingum vegna innlánsskuldbindinga banka í einkaeigu sem varð gjaldþrota.

    Íslenskir kjósendur höfnuðu tveimur mismunandi útfærslum laga um slíka ríkisábyrgð í tvennum þjóðaratkvæðagreiðslum, fyrst í mars 2010 og svo í apríl 2011.

    Eftirlitsstofnun EFTA höfðaði mál fyrir EFTA dómstólnum í desember 2011 gegn Íslandi í því skyni að knýja fram ábyrgð íslenska ríkisins á innstæðutryggingum. ESB stefndi sér inn í málið til meðalgöngu og tók undir með afstöðu eftirlitsstofnunarinnar um ríkisábyrgð.

    EFTA dómstóllinn kvað upp dóm sinn í málinu í janúar 2013 þar sem var komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á innstæðutryggingum og Ísland var því sýknað.

    Allar götur síðan hefur ESB virt niðurstöðu EFTA dómstólsins að vettugi og haldið því fram að þrátt fyrir dóminn sé ríkisábyrgð á innstæðutryggingum innan sambandsins.

    Ef Ísland myndi sækja um aðild að ESB í dag myndi sambandið því setja það sem skilyrði fyrir aðild að Ísland undirgengist ríkisábyrgð á innstæðutryggingum.

    Slíkri ríkisábyrgð hefur verið hafnað í tveimur BINDANDI þjóðaratkvæðagreiðslum samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins og sú niðurstaða hefur verið staðfest af þar til bærum dómstól.

    Af þessum sökum er aðild Íslands að ESB útilokuð.
    -3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár