Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Önnur langreyðurin einnig skotin í tvígang

Tvær dauð­ar lang­reyð­ar hafa ver­ið dregn­ar á land í hval­stöð­inni í Hval­firði í morg­un og báð­ar virð­ast þær hafa ver­ið skotn­ar með að minnsta kosti tveim­ur sprengiskutl­um. Slíkt er skráð sem „frá­vik“.

Önnur langreyðurin einnig skotin í tvígang
Tvískotin Önnur langreyðurin sem veidd er á vertíð Hvals hf. þetta árið virðist líkt og sú fyrsta hafa verið skotin með tveimur sprengiskutlum. Mynd: Boris Niehaus/Hard To Port

Bæði skip Hvals hf., Hvalur 8 og Hvalur 9, eru nú komin að bryggju við hvalstöðina í Hvalfirði. Tvö dýr hafa verið dregin á land og bæði höfðu þau, af myndum af vettvangi að dæma, verið skotin að minnsta kosti tveimur sprengiskutlum.

Líkt og Heimildin greindi frá snemma í morgun var fyrsta dýrið sem veitt var á vertíð Hvals þetta sumarið með einn skutul í eða við höfuð og annan í síðunni. Hvalur 9 kom að bryggju seinna, með tvo hvali við síðu sína, og annar þeirra hafði fyrir hádegi verið dreginn á land þar sem gert er að honum, líkt og það er orðað.

NærmyndHvítir hringir eru á myndinni dregnir um tvö sár á skrokk hvalsins eftir sprengiskutla. Þetta er annar hvalurinn sem dreginn hefur verið á land í dag.

Sá virðist einnig vera með sár eftir tvo skutla sem þýðir að dýrið hefur ekki drepist við fyrsta skot. Þá hefur þurft að hlaða hvalveiðibyssurnar aftur og skjóta öðru sinni.

Þriðja langreyðurin er enn í sjónum. Hún verður ekki tekin á land fyrr en búið er að gera að þeirri sem nú er á hvalstöðvarplaninu.

„Það hefur því þegar komið í ljós, sem er ekki óvænt í mínum huga, að veiðiaðferðir Hvals hf. hafa ekki batnað að neinu leyti,“ sagði Arne Feuerhahn, framkvæmdastjóri sjávarverndunarsamtakanna Hard to Port, samtaka sem annað sumarið í röð fylgjast náið með veiðunum, við Heimildina í morgun.

Bæði hvalveiðiskipin héldu til veiða í fyrradag og í frétt Morgunblaðsins um gang veiðanna var haft eftir stöðvarstjóra í Hvalfirði að veiðarnar hefðu gengið vel „þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður“. Sagði hann enn fremur að hvalveiðar gangi verr „þegar er lítið skyggni“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra heimilaði hvalveiðar á ný um mánaðamótin og setti nýja reglugerð sem hafði það hlutverk að „bæta umgjörð veiða á langreyðum“ líkt og sagði í fyrstu grein hennar. Í reglugerðinni er farið yfir þau skilyrði sem þurfa að vera til staðar við veiðar og segir að „ytri skilyrði“ skuli vera með þeim hætti að „líkur séu til þess að aflífun fari fram samstundis“. Skuli í því tilliti líta til ölduhæðar, veðurskilyrða og skyggnis.

Miðað við lýsingar stöðvarstjórans var skyggni hins vegar slæmt.

Eftirlitsaðilar, þ.e. Fiskistofa og Matvælastofnun, geta samkvæmt reglugerðinni krafist úrbóta á verklagi „sé það ekki til þess fallið að tryggja framangreind skilyrði“.

Hvalur hf. hefur heimild til veiða á 161 langreyði í ár. Í fyrra stóð vertíðin í hundrað daga og lauk 28. september. Á henni voru veidd 148 dýr. Matvælastofnun gerði alvarlegar athugasemdir við veiðarnar, m.a. að mörg dýr hafi verið skotin margsinnis, að sprengiskutlar hafi ekki sprungið og að sum dýranna hafi þurft að þola langt dauðastríð og miklar kvalir.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Svandís ætlar ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns
FréttirHvalveiðar

Svandís ætl­ar ekki að segja af sér vegna álits um­boðs­manns

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is tel­ur að mat­væla­ráð­herra hafi ekki gætt að með­al­hófi eða haft nægi­lega skýra laga­stoð þeg­ar hún frest­aði upp­hafi hval­veiða síð­ast­lið­ið sum­ar. Ráð­herr­ann, Svandís Svavars­dótt­ir, seg­ist taka nið­ur­stöð­unni al­var­lega en að hún hygg­ist beita sér fyr­ir breyttri hval­veiði­lög­gjöf. Hún ætl­ar ekki að segja af sér.
Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
FréttirHvalveiðar

Kristján og Ralph tók­ust á – Báð­ir pól­ar á villi­göt­um

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár