Haustið 1996 kom skáldsagan Svanurinn eftir Guðberg Bergsson út hjá stærsta bókaforlagi Frakklands, Gallimard, í þýðingu Catherine Eyjólfsson. Af því tilefni skrifaði Milan Kundera grein í vikuritið Le Nouvel Observateur sem varð m.a. til þess að skáldsagan hefur nú verið þýdd á fjölmörg tungumál. Ég snaraði henni á íslensku, birti í Morgunblaðinu 26. nóvember 1996. Fallegur snertipunktur milli þessara miklu skáldsagnahöfnda sem létust með stuttu millibili, en Kundera lést í júlí og Guðbergur fyrr í vikunni.
DAPURLEG OG ÓENDANLEGA FÖGUR
Ung stúlka hnuplaði samlokum í stórmörkuðum í Reykjavík. Til að refsa henni senda foreldrar hennar hana í nokkra mánuði út í sveit til ókunnugs bónda. Í fornu Íslendingasögunum frá 13. öld voru stórglæpamenn sendir á sama hátt inn í óbyggðir, en á þeim tíma jafngilti slíkt dauðadómi, enda er það landsvæði gríðarstórt, kalt og mannlaust. Ísland: 250.000 íbúar á 100.000 ferkílómetrum. Til að rjúfa einangrunina (ég tek dæmi um lýsingu …
Athugasemdir