Það kom mér á óvart að ég var útgefandi Guðbergs alla tíð. Frá því ég byrjaði að gefa hann út, rúmlega tvítugur. Það sem kemur mér á óvart var að Guðbergur þoldi ekki öryggi.
Ef hann fann til öryggis, þá sprengdi hann allt í loft upp. Þess vegna átti ég ekki von á því að hann myndi vinna með mér allan þennan tíma. Öllum sem reyndu að fá hann í klíku, bara eins og stjórnmálafólk eða hinir ýmsu menningarhópar, rétti hann fingurinn. Hann vildi ekki þetta öryggi. Hann vildi geta verið algjörlega einn og óstuddur. Þannig að hann var oft mjög ónotalegur við þá sem voru virkilega næs við hann og vildu hafa hann í klíkunni.
Kallaði þennan sársauka vísvitandi yfir sig
Menn átta sig kannski ekki almennilega á því með Guðberg, að hann hafði djúpa sjálfseyðingarhvöt. Guðbergur var afar viðkvæmur maður, þótt hann léti það ekki uppi. Og hann …
Athugasemdir (4)