Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

120 herbergja hótel við Skógarböðin þarf ekki í umhverfismat

Fimm hæða hót­el sem áform­að er að reisa við hlið Skóg­ar­bað­anna í Eyja­fjarð­ar­sveit þarf ekki að und­ir­gang­ast um­hverf­is­mat sam­kvæmt ákvörð­un Skipu­lags­stofn­un­ar. Bygg­ing­ar­lóð­in er skógi vax­in og því þarf að færa merk tré og gróð­ur­setja önn­ur í stað þeirra sem verða felld.

120 herbergja hótel við Skógarböðin þarf ekki í umhverfismat
Inni í brekku Hótelið á að byggja á eyri við Eyjafjörð og nokkuð inn í brekku. Tölvuteikningin er gerð af Basalt Arkitektum. Mynd: Hótel Gjá

Hótel Gjá ehf. áformar að byggja allt að 120 herbergja hótel á fimm hæðum auk kjallara á jörðinni Ytri-Varðgjá við hlið Skógarbaðanna við Eyjafjörð. Bílastæði, aðkomuvegur og ný laug verða einnig hluti af framkvæmdunum. Hótelið á að byggja á eyri og að hluta inni í brekku. Það verður að líkindum um 23 metrar á hæð og umvafið skógi á þrjá vegu.

Hótel Gjá ehf., sem er í eigu sömu aðila og eiga Skógarböðin, kynnti áformin fyrir Skipulagsstofnun sem leitaði umsagnar ýmissa stofnana sem komust allar að því að þrátt fyrir að umhverfisáhrif hótelsins verði einhver, m.a. á fuglalíf, þyrfti framkvæmdin ekki að undirgangast mat á umhverfisáhrifum. Tók Skipulagsstofnun undir þá niðurstöðu og telur framkvæmdina ekki líklega til að hafa í för með sér veruleg og óafturkræf áhrif á umhverfið.

Er það mat Skipulagsstofnunar að um sé að ræða umfangsmikla mannvirkjagerð sem jafnframt sé við jaðar svæðis á náttúruminjaskrá. Þrátt fyrir verndarstöðu Óshólma Eyjafjarðarár telur hún svæðið ekki viðkvæmt enda sé það töluvert raskað nú þegar af landfyllingu og vegaframkvæmdum.

Umvafið skógiSkógarböðin draga nafn sitt af Vaðlaskógi sem þau eru inn í og hið fyrirhugaða hótel, sem merkt er með gulum kassa til hægri á myndinni, verður innan skógarins sömuleiðis.

Samkvæmt gögnum Hótels Gjár er auk gistiherbergjanna 120 gert ráð fyrir veitingastað, bar, fundarherbergjum, heilsulind og líkamsræktarstöð í byggingunni sem yrði að hámarki 9.000 fermetrar að stærð. Þak hótelsins verður ýmist flatt eða með lágmarks halla og það og veggir hafðir í náttúrulegum tónum og klæddir timbri til að lágmarka sýnileika. „Hótelið verður staðsett þannig að útsýni úr herbergjum þess verður til vesturs og suðurs að Akureyri og inn Eyjafjörð,“ segir í gögnum framkvæmdaaðila. „Það er talið eitt helsta aðdráttarafl hótelsins ásamt því að byggja það inni í skóginum og að hafa baðstaðinn Skógaböðin í næsta nágrenni.“

 Lögð verði sérstök áhersla á að mannvirki falli sem best að landslagi og raski á skógi verði haldið í lágmarki.

Stækka þarf landfyllingu og leggja veg yfir lón

Vinnuvegur að fyrirhuguðu hóteli verður frá Eyjafjarðarbraut eystri og þverar lón á fyllingu á milli Eyjafjarðarbrautar eystri og fjöruborðsins. Hótelið verður innan núverandi landfyllingar en þörf verður á viðbótar landfyllingu vegna bílastæða og aðkomusvæðis vestan hótels. Innan lóðar hótels er gert ráð fyrir bílastæðum 20-40 bílastæðum en í bílageymslu í kjallara hótelsins yrðu 54 stæði til viðbótar.

Við hótelið er gert ráð fyrir heitri laug frá laug sem þegar er við Skógarböðin Laugin verður um 100 metrar að lengd.

Á eyrinniUppdráttur af svæðinu úr deiliskipulagstillögu svæðisins.

Innan byggingareits hótelsins er Vaðlaskógur á um 0,2 hektara svæði og þarf að ryðja þann skóg. Vegna laugar þarf einnig að ryðja skóg á um 8 metra breiðu og 100 metra löngu belti. Framkvæmdaaðilar segjast þegar hafa átt samráð við Skógræktarfélag Eyfirðinga vegna þessa rasks. „Þar sem því er við komið munu merk tré sem þurfa að víkja af svæðinu verða tekin upp og þeim plantað á öðrum stað í skóginum. Sótt verður um fellingarleyfi skógar til Skógræktarinnar. Þær mótvægisaðgerðir verða að skógi verður plantað í land Ytri-Varðgjár í jafn stórt svæði og þarf að ryðja vegna hótels og tengdra framkvæmda.“

Með uppbyggingu hótels mun atvinnulíf á svæðinu eflast þar sem mörg störf verða til á hótelinu eftir opnun þess, segir í gögnum Hótel Gjár um verkefnið. „Vegna þessa starfa má gera ráð fyrir að áhrif á íbúaþróun í sveitarfélaginu verði jákvæð þar sem gera má ráð fyrir að starfsfólk hótelsins muni í einhverjum tilfellum sækjast eftir því að setjast að í sveitarfélaginu. Gera má ráð fyrir því að einhver afleidd störf í þjónustu muni skapast í Eyjafjarðarsveit auk þess sem frekari grundvöllur er fyrir aukinni þjónustu í sveitarfélaginu.“

Vel tekið

Skógarböðin í Eyjafjarðarsveit voru opnuð í fyrravor. Hagnaður á fyrsta rekstrarári var um 100 milljónir króna. Stofnendur og aðaleigendur Skógarbaðanna eru hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson, en næststærsti hluthafi er félagið Bjarnason Holding ehf., sem er í eigu Birkis Bjarnasonar, atvinnumanns í knattspyrnu.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Pörusteikin skemmtilegasti jólamaturinn
4
Matur

Pöru­steik­in skemmti­leg­asti jóla­mat­ur­inn

Karl Roth Karls­son kokk­ur starfar á Fisk­fé­lag­inu sem hann seg­ir lengi hafa ver­ið draumastað­inn. Hann hef­ur starf­að lengst á Mat­ar­kjall­ar­an­um, en einnig á Von, Humar­hús­inu, Sjáv­ar­grill­inu og svo er­lend­is. Hann var fljót­ur til svars þeg­ar hann var spurð­ur hver væri upp­á­hald­sjó­la­mat­ur­inn. Það er pöru­steik­in þó svo að hann hafi ekki al­ist upp við hana á jól­um. Karl gef­ur upp­skrift­ir að pöru­steik og sósu ásamt rauð­káli og Waldorfs-sal­ati.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár